Hraðatakmarkanir ekki virtar á götum með nýlögðu malbiki Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. ágúst 2020 14:05 Slíka vegarkafla má meðal annars finna á Miklubraut. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað. Fólki er í fersku minni þegar tvöfalt banaslys varð á nýlögðu malbiki á Kjalarnesi í lok júní. Eftir slysið gripu Vegagerðin og aðrir framkvæmdaaðilar til þess að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á nýlögðu slitlagi. Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir ljóst að margir virði ekki þær takmarkanir. Það hefur verið haft samband við okkur og ég veit að það hefur verið haft samband við lögreglu hvað þetta varðar. Þetta er mjög áberandi og maður hefur sjálfur tekið eftir þessu. Það er undarlegt þegar ábyrgðin er sett í hendurnar á okkur ökumönnum sjálfum og að við skulum þá ekki virða það eftir allar þær réttmætu og háværu kröfur sem komu í kjölfar slyssins á Kjalarnesi um úrbætur þannig að þessi hætta væri ekki til staðar,“ segir Einar. „Það skal undirstrika þegar ég segi þetta að það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið ógætilega ekið þegar þetta slys átti sér stað á Kjalarnesinu í sumar. Það er svolítið merkilegt að fólk skuli ekki líta sér nær og sýna ábyrgð þegar að vegahaldari og framkvæmdaaðilar fara fram á, og setja sem skilyrði að ekki skuli ekið hraðar en 50 km/klst.“ Hafið þið heyrt af óhöppum af þessum völdum? „Okkur hefur ekki borist enn þá að það hafi orðið eitthvað slys af þessum völdum. Það er kannski ekki að marka það því að í slysaskráningu Samgöngustofu fáum við skýrslur frá lögreglu og þær eru grandskoðaðar og það getur verið að eitthvað á undanförnum vikum hafi átt sér stað sem ekki er komið í gegnum þessa rannsókn eða athugun hjá okkur,“ segir Einar. Þið hvetjið fólk til þess að virða þessar takmarkanir? „Algjörlega. Líka að fólk hafi það í huga að lögregla er víða með eftirlit með hraða á ómerktum bílum. Ef ekið er á 80 km/klst hraða á svæði þar sem tímabundinn hámarkshraði er 50 km/klst telst það sem ofsahraði. Það eru mjög háar sektir og viðurlög við slíku,“ sagði Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild hjá Samgöngustofu Samgöngur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað. Fólki er í fersku minni þegar tvöfalt banaslys varð á nýlögðu malbiki á Kjalarnesi í lok júní. Eftir slysið gripu Vegagerðin og aðrir framkvæmdaaðilar til þess að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á nýlögðu slitlagi. Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir ljóst að margir virði ekki þær takmarkanir. Það hefur verið haft samband við okkur og ég veit að það hefur verið haft samband við lögreglu hvað þetta varðar. Þetta er mjög áberandi og maður hefur sjálfur tekið eftir þessu. Það er undarlegt þegar ábyrgðin er sett í hendurnar á okkur ökumönnum sjálfum og að við skulum þá ekki virða það eftir allar þær réttmætu og háværu kröfur sem komu í kjölfar slyssins á Kjalarnesi um úrbætur þannig að þessi hætta væri ekki til staðar,“ segir Einar. „Það skal undirstrika þegar ég segi þetta að það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið ógætilega ekið þegar þetta slys átti sér stað á Kjalarnesinu í sumar. Það er svolítið merkilegt að fólk skuli ekki líta sér nær og sýna ábyrgð þegar að vegahaldari og framkvæmdaaðilar fara fram á, og setja sem skilyrði að ekki skuli ekið hraðar en 50 km/klst.“ Hafið þið heyrt af óhöppum af þessum völdum? „Okkur hefur ekki borist enn þá að það hafi orðið eitthvað slys af þessum völdum. Það er kannski ekki að marka það því að í slysaskráningu Samgöngustofu fáum við skýrslur frá lögreglu og þær eru grandskoðaðar og það getur verið að eitthvað á undanförnum vikum hafi átt sér stað sem ekki er komið í gegnum þessa rannsókn eða athugun hjá okkur,“ segir Einar. Þið hvetjið fólk til þess að virða þessar takmarkanir? „Algjörlega. Líka að fólk hafi það í huga að lögregla er víða með eftirlit með hraða á ómerktum bílum. Ef ekið er á 80 km/klst hraða á svæði þar sem tímabundinn hámarkshraði er 50 km/klst telst það sem ofsahraði. Það eru mjög háar sektir og viðurlög við slíku,“ sagði Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild hjá Samgöngustofu
Samgöngur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira