Hraðatakmarkanir ekki virtar á götum með nýlögðu malbiki Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. ágúst 2020 14:05 Slíka vegarkafla má meðal annars finna á Miklubraut. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað. Fólki er í fersku minni þegar tvöfalt banaslys varð á nýlögðu malbiki á Kjalarnesi í lok júní. Eftir slysið gripu Vegagerðin og aðrir framkvæmdaaðilar til þess að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á nýlögðu slitlagi. Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir ljóst að margir virði ekki þær takmarkanir. Það hefur verið haft samband við okkur og ég veit að það hefur verið haft samband við lögreglu hvað þetta varðar. Þetta er mjög áberandi og maður hefur sjálfur tekið eftir þessu. Það er undarlegt þegar ábyrgðin er sett í hendurnar á okkur ökumönnum sjálfum og að við skulum þá ekki virða það eftir allar þær réttmætu og háværu kröfur sem komu í kjölfar slyssins á Kjalarnesi um úrbætur þannig að þessi hætta væri ekki til staðar,“ segir Einar. „Það skal undirstrika þegar ég segi þetta að það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið ógætilega ekið þegar þetta slys átti sér stað á Kjalarnesinu í sumar. Það er svolítið merkilegt að fólk skuli ekki líta sér nær og sýna ábyrgð þegar að vegahaldari og framkvæmdaaðilar fara fram á, og setja sem skilyrði að ekki skuli ekið hraðar en 50 km/klst.“ Hafið þið heyrt af óhöppum af þessum völdum? „Okkur hefur ekki borist enn þá að það hafi orðið eitthvað slys af þessum völdum. Það er kannski ekki að marka það því að í slysaskráningu Samgöngustofu fáum við skýrslur frá lögreglu og þær eru grandskoðaðar og það getur verið að eitthvað á undanförnum vikum hafi átt sér stað sem ekki er komið í gegnum þessa rannsókn eða athugun hjá okkur,“ segir Einar. Þið hvetjið fólk til þess að virða þessar takmarkanir? „Algjörlega. Líka að fólk hafi það í huga að lögregla er víða með eftirlit með hraða á ómerktum bílum. Ef ekið er á 80 km/klst hraða á svæði þar sem tímabundinn hámarkshraði er 50 km/klst telst það sem ofsahraði. Það eru mjög háar sektir og viðurlög við slíku,“ sagði Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild hjá Samgöngustofu Samgöngur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað. Fólki er í fersku minni þegar tvöfalt banaslys varð á nýlögðu malbiki á Kjalarnesi í lok júní. Eftir slysið gripu Vegagerðin og aðrir framkvæmdaaðilar til þess að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á nýlögðu slitlagi. Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir ljóst að margir virði ekki þær takmarkanir. Það hefur verið haft samband við okkur og ég veit að það hefur verið haft samband við lögreglu hvað þetta varðar. Þetta er mjög áberandi og maður hefur sjálfur tekið eftir þessu. Það er undarlegt þegar ábyrgðin er sett í hendurnar á okkur ökumönnum sjálfum og að við skulum þá ekki virða það eftir allar þær réttmætu og háværu kröfur sem komu í kjölfar slyssins á Kjalarnesi um úrbætur þannig að þessi hætta væri ekki til staðar,“ segir Einar. „Það skal undirstrika þegar ég segi þetta að það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið ógætilega ekið þegar þetta slys átti sér stað á Kjalarnesinu í sumar. Það er svolítið merkilegt að fólk skuli ekki líta sér nær og sýna ábyrgð þegar að vegahaldari og framkvæmdaaðilar fara fram á, og setja sem skilyrði að ekki skuli ekið hraðar en 50 km/klst.“ Hafið þið heyrt af óhöppum af þessum völdum? „Okkur hefur ekki borist enn þá að það hafi orðið eitthvað slys af þessum völdum. Það er kannski ekki að marka það því að í slysaskráningu Samgöngustofu fáum við skýrslur frá lögreglu og þær eru grandskoðaðar og það getur verið að eitthvað á undanförnum vikum hafi átt sér stað sem ekki er komið í gegnum þessa rannsókn eða athugun hjá okkur,“ segir Einar. Þið hvetjið fólk til þess að virða þessar takmarkanir? „Algjörlega. Líka að fólk hafi það í huga að lögregla er víða með eftirlit með hraða á ómerktum bílum. Ef ekið er á 80 km/klst hraða á svæði þar sem tímabundinn hámarkshraði er 50 km/klst telst það sem ofsahraði. Það eru mjög háar sektir og viðurlög við slíku,“ sagði Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild hjá Samgöngustofu
Samgöngur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira