Birkir Valur farinn til Slóvakíu | Ekki meira með HK í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 13:30 Birkir Valur í leik með HK gegn FH í sumar. Hann mun ekki leika meira með HK á þessu tímabili. Vísir/Daniel Þór Birkir Valur Jónsson, hægri bakvörður HK í Pepsi Max deildinni í fótbolta, er farinn til Slóvakíu og mun ekki spila meira með Kópavogsliðinu í sumar. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Birkir Valur væri á leið til Spartak Trvnava í Slóvakíu á sex mánaða lánsamningi. Íþróttadeild Vísis fékk það svo staðfest nú rétt í þessu að hann væri farinn til Slóvakíu en ekki náðist í leikmanninn. Engin félagaskipti hafa verið tilkynnt inn á vef Knattspyrnusambands Íslands en reikna má með að þau verði staðfest innan tíðar. Fær Spartak Trvana forkaupsrétt á Birki Val og ljóst að ef hann stendur sig gæti félagið keypt hann endanlega af HK. Birkir Valur er fæddur árið 1998 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið yfir 104 leiki fyrir HK í deild og bikar frá árinu 2015. Tókst honum að skora sex mörk í þeim, þar á meðal eitt í 3-0 sigri HK á Íslandsmeisturum KR fyrr í sumar. Birkir á einnig 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að félagaskiptin eru högg fyrir HK en Birkir er í raun eini hreinræktaði hægri bakvörðurinn á mála hjá félaginu. Brynjar Björn Gunnarsson – þjálfari liðsins – hefur verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri og mögulega fær einn slíkur tækifærið nú. HK er í 10. sæti Pepsi Max deildarinnar með átta stig eftir níu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn KA á Greifavellinum á Akureyri þann 4. ágúst. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Birkir Valur Jónsson, hægri bakvörður HK í Pepsi Max deildinni í fótbolta, er farinn til Slóvakíu og mun ekki spila meira með Kópavogsliðinu í sumar. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Birkir Valur væri á leið til Spartak Trvnava í Slóvakíu á sex mánaða lánsamningi. Íþróttadeild Vísis fékk það svo staðfest nú rétt í þessu að hann væri farinn til Slóvakíu en ekki náðist í leikmanninn. Engin félagaskipti hafa verið tilkynnt inn á vef Knattspyrnusambands Íslands en reikna má með að þau verði staðfest innan tíðar. Fær Spartak Trvana forkaupsrétt á Birki Val og ljóst að ef hann stendur sig gæti félagið keypt hann endanlega af HK. Birkir Valur er fæddur árið 1998 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið yfir 104 leiki fyrir HK í deild og bikar frá árinu 2015. Tókst honum að skora sex mörk í þeim, þar á meðal eitt í 3-0 sigri HK á Íslandsmeisturum KR fyrr í sumar. Birkir á einnig 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að félagaskiptin eru högg fyrir HK en Birkir er í raun eini hreinræktaði hægri bakvörðurinn á mála hjá félaginu. Brynjar Björn Gunnarsson – þjálfari liðsins – hefur verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri og mögulega fær einn slíkur tækifærið nú. HK er í 10. sæti Pepsi Max deildarinnar með átta stig eftir níu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn KA á Greifavellinum á Akureyri þann 4. ágúst. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira