NBA-stjarna minnist fyrrverandi leikmanns Keflavíkur: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 16:39 DeMarcus Cousins lék með Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar á síðasta tímabili. Cousins og félagar töpuðu þá, 4-2, fyrir Toronto Raptors. getty/Steve Russell Körfuboltastjarnan DeMarcus Cousins minnist Stanley Robinson, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, á Instagram-síðu sinni. Robinson lést á heimili sínu í Birmingham í Alabama á þriðjudaginn. Hann var nýorðinn 32 ára. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Líkt og Robinson er Cousins frá Alabama og hann segist vera í áfalli eftir að hafa frétt af dauða hetjunnar sinnar. „Þessar fréttir eru mér þungbærar og ég vil ekki trúa því að þetta sé satt,“ skrifaði Cousins á Instagram. „Goðsögnin Sticks [gælunafn Robinsons] var átrúnaðargoðið mitt. Ég vildi vera eins og þú, allt frá því hversu vel þú fórst með boltann þrátt fyrir stærð og hvernig þú skaust. Komandi frá austurhluta Birmingham átti maður ekki margar hetjur en þú varst klárlega ein slík fyrir mér. Þú hjálpaðir mér að trúa að ég gæti náð langt.“ View this post on Instagram This news is heavy on my heart. Still don t want to believe it s true. I can remember my first varsity game as a freshmen like yesterday. I was scared shitless Knowing I had to step on the same court as you ! The Legend Sticks my idol! I wanted to be just like you from the way you handled the ball at 6 10 to shooting the jimmy. Even the way you rocked your throwbacks! Coming from the east side of Bham it wasn t many heroes but you were definitely one for me! You helped me believe I can go places with ball . You re legend will forever live through me as I ll continue to tell your story. Rest in heaven big bro #ripSticks A post shared by DeMarcus Cousins (@boogiecousins) on Jul 22, 2020 at 10:44am PDT Robinson lék með Connecticut í háskólaboltanum og Cousins með Kentucky. Lið þeirra mættust tímabilið 2009-10. Villikettirnir frá Kentucky unnu þá þriggja stiga sigur, 64-61. Robinson og Cousins skoruðu báðir tíu stig í leiknum. Sá fyrrnefndi tók níu fráköst og sá síðarnefndi tíu. Sacramento Kings valdi Cousins með fimmta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar 2010. Hann lék með Sacramento í sjö ár, fór svo til New Orleans Pelicans og þaðan til Golden State Warriors. Hann lék með síðastnefnda liðinu úrslitum NBA í fyrra. Cousins samdi við Los Angeles Lakers síðasta sumar en sleit hásin fljótlega eftir það og samningi hans við félagið var svo rift í febrúar. Cousins hefur fjórum sinnum spilað í Stjörnuleik NBA og tvisvar sinnum verið í öðru úrvalsliði deildarinnar. Þá varð hann heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2014 og Ólympíumeistari tveimur árum síðar. Orlando Magic valdi Robinson í nýliðavalinu 2010 en hann lék aldrei með liðinu. Robinson kom víða við á ferlinum, m.a. á Íslandi. Hann lék nokkra leiki með Keflavík tímabilið 2017-18. NBA Keflavík ÍF Dominos-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Körfuboltastjarnan DeMarcus Cousins minnist Stanley Robinson, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, á Instagram-síðu sinni. Robinson lést á heimili sínu í Birmingham í Alabama á þriðjudaginn. Hann var nýorðinn 32 ára. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Líkt og Robinson er Cousins frá Alabama og hann segist vera í áfalli eftir að hafa frétt af dauða hetjunnar sinnar. „Þessar fréttir eru mér þungbærar og ég vil ekki trúa því að þetta sé satt,“ skrifaði Cousins á Instagram. „Goðsögnin Sticks [gælunafn Robinsons] var átrúnaðargoðið mitt. Ég vildi vera eins og þú, allt frá því hversu vel þú fórst með boltann þrátt fyrir stærð og hvernig þú skaust. Komandi frá austurhluta Birmingham átti maður ekki margar hetjur en þú varst klárlega ein slík fyrir mér. Þú hjálpaðir mér að trúa að ég gæti náð langt.“ View this post on Instagram This news is heavy on my heart. Still don t want to believe it s true. I can remember my first varsity game as a freshmen like yesterday. I was scared shitless Knowing I had to step on the same court as you ! The Legend Sticks my idol! I wanted to be just like you from the way you handled the ball at 6 10 to shooting the jimmy. Even the way you rocked your throwbacks! Coming from the east side of Bham it wasn t many heroes but you were definitely one for me! You helped me believe I can go places with ball . You re legend will forever live through me as I ll continue to tell your story. Rest in heaven big bro #ripSticks A post shared by DeMarcus Cousins (@boogiecousins) on Jul 22, 2020 at 10:44am PDT Robinson lék með Connecticut í háskólaboltanum og Cousins með Kentucky. Lið þeirra mættust tímabilið 2009-10. Villikettirnir frá Kentucky unnu þá þriggja stiga sigur, 64-61. Robinson og Cousins skoruðu báðir tíu stig í leiknum. Sá fyrrnefndi tók níu fráköst og sá síðarnefndi tíu. Sacramento Kings valdi Cousins með fimmta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar 2010. Hann lék með Sacramento í sjö ár, fór svo til New Orleans Pelicans og þaðan til Golden State Warriors. Hann lék með síðastnefnda liðinu úrslitum NBA í fyrra. Cousins samdi við Los Angeles Lakers síðasta sumar en sleit hásin fljótlega eftir það og samningi hans við félagið var svo rift í febrúar. Cousins hefur fjórum sinnum spilað í Stjörnuleik NBA og tvisvar sinnum verið í öðru úrvalsliði deildarinnar. Þá varð hann heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2014 og Ólympíumeistari tveimur árum síðar. Orlando Magic valdi Robinson í nýliðavalinu 2010 en hann lék aldrei með liðinu. Robinson kom víða við á ferlinum, m.a. á Íslandi. Hann lék nokkra leiki með Keflavík tímabilið 2017-18.
NBA Keflavík ÍF Dominos-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira