Heimir: Óli Kalli gæti farið í næsta glugga Andri Már Eggertsson skrifar 23. júlí 2020 22:00 Túfa (aðstoðarþjálfari Vals) og Heimir Guðjónsson. Vísir/Sigurjón Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Valsmenn gengu á lagið þegar tæpar 15 mínútur voru komnar á klukkuna. Birkir Már lagði boltann á Kristinn Freyr sem var í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. Umdeilt annað mark Vals kom eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli sem Sebastian Hedlund stangaði í netið. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Orri Sveinn gerði sig brotlegan inn í sínum eigin vítateig á lokamínútum leiksins sem endaði með að Sigurður Egill skoraði þriðja mark Vals og gerði út um leikinn. „Það er frábært að vinna loksins á heimavelli. Allir vita að það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Origo vellinum þannig það var ljúft að snúa þessu við og vinna allavega einn leik hérna,” sagði Heimir ánægður eftir sigurinn. Eftir sigurinn á Fylki er Valur kominn í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar Heimir var ánægður með að vera kominn á toppinn en benti á það að það eru mörg lið sem stefna þangað og Valur tekur bara einn leik í einu. Fjölnir er næsti leikur Vals sem verður mjög erfitt verkefni að mati Heimis sem sá leikinn þeirra á móti KR. „Í seinni hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir, við vorum búnir að ræða um að Fylkis liðið myndi koma út og pressa okkur sem við leistum ekki nógu vel. Við fengum möguleika í bæði fyrri og seinni hálfleik til að gera út um leikinn en okkur tókst það ekki. Sigurinn er þó góður þeir hafa gert mjög góða hluti í sumar,” sagði Heimir Patrick Pedersen fór meiddur af velli þegar tæplega korter var eftir af leiknum. Heimir vissi ekki hvernig staðan væri á honum og talaði hann um að þetta væri tak í bakið sem Patrick hafði fengið og átti hann eftir að kanna málið betur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs Karls Finsen hjá Val, Ólafur Karl var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. „Það er möguleiki á því að Ólafur Karl Finsen gæti farið í næsta glugga,” sagði Heimir aðspurður hvort Ólafur Karl gæti farið. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira
Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Valsmenn gengu á lagið þegar tæpar 15 mínútur voru komnar á klukkuna. Birkir Már lagði boltann á Kristinn Freyr sem var í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. Umdeilt annað mark Vals kom eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli sem Sebastian Hedlund stangaði í netið. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Orri Sveinn gerði sig brotlegan inn í sínum eigin vítateig á lokamínútum leiksins sem endaði með að Sigurður Egill skoraði þriðja mark Vals og gerði út um leikinn. „Það er frábært að vinna loksins á heimavelli. Allir vita að það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Origo vellinum þannig það var ljúft að snúa þessu við og vinna allavega einn leik hérna,” sagði Heimir ánægður eftir sigurinn. Eftir sigurinn á Fylki er Valur kominn í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar Heimir var ánægður með að vera kominn á toppinn en benti á það að það eru mörg lið sem stefna þangað og Valur tekur bara einn leik í einu. Fjölnir er næsti leikur Vals sem verður mjög erfitt verkefni að mati Heimis sem sá leikinn þeirra á móti KR. „Í seinni hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir, við vorum búnir að ræða um að Fylkis liðið myndi koma út og pressa okkur sem við leistum ekki nógu vel. Við fengum möguleika í bæði fyrri og seinni hálfleik til að gera út um leikinn en okkur tókst það ekki. Sigurinn er þó góður þeir hafa gert mjög góða hluti í sumar,” sagði Heimir Patrick Pedersen fór meiddur af velli þegar tæplega korter var eftir af leiknum. Heimir vissi ekki hvernig staðan væri á honum og talaði hann um að þetta væri tak í bakið sem Patrick hafði fengið og átti hann eftir að kanna málið betur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs Karls Finsen hjá Val, Ólafur Karl var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. „Það er möguleiki á því að Ólafur Karl Finsen gæti farið í næsta glugga,” sagði Heimir aðspurður hvort Ólafur Karl gæti farið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05