Guðjón: Erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekkert breyst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2020 08:00 Guðjón Baldvins (t.v.) var frábær í liði Stjörnunnar í gærkvöld. Vísir/HAG Framherjinn Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis er Stjarnan lagði HK af velli með fjórum mörkum gegn einu í gærkvöld í Garðabænum. Leikurinn var fyrsti leikur 7. umferðar Pepsi Max deildar karla en þó aðeins fjórði leikur Stjörnunnar þar sem liðið fór í tveggja vikna sóttví og var aðeins að leika sinn annan leik eftir fríið - ef frí skyldi kalla. Guðjón var frábær í leiknum og maður leiksins að mati blaðamanns. Ásamt því að skora tvívegis þá lagði hann upp eitt og ógnaði vörn HK nær allan leikinn. „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón var nálægt því að skora þrennu í leiknum en allt kom fyrir ekki. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax [Daníel Laxdal] og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Framherjinn Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis er Stjarnan lagði HK af velli með fjórum mörkum gegn einu í gærkvöld í Garðabænum. Leikurinn var fyrsti leikur 7. umferðar Pepsi Max deildar karla en þó aðeins fjórði leikur Stjörnunnar þar sem liðið fór í tveggja vikna sóttví og var aðeins að leika sinn annan leik eftir fríið - ef frí skyldi kalla. Guðjón var frábær í leiknum og maður leiksins að mati blaðamanns. Ásamt því að skora tvívegis þá lagði hann upp eitt og ógnaði vörn HK nær allan leikinn. „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón var nálægt því að skora þrennu í leiknum en allt kom fyrir ekki. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax [Daníel Laxdal] og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15