Þriggja daga brúðkaup í Grímsey Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 14:30 Verðandi brúðhjónin Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir. Ljótu hálfvitarnir ætla að spila í fyrsta skipti í Grímsey þann 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur aldrei áður spilað í Grímsey en meðlimi sveitarinnar hefur lengi langað til að bæta þeim stað á lista hinna fjölmörgu staða sem hljómsveitin hefur spilað. Það eru Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir sem standa fyrir því að hljómsveitin mun skemmta eyjarskeggjum og gestum eyjarinnar. „Þetta kom þannig til að við ákváðum að gifta okkur í Grímsey föstudaginn 14. ágúst. Það er svo engin ferja til baka fyrr en á sunnudeginum fyrir gestina. Við vildum endilega að Oddur Bjarni [Þorkelsson, liðsmaður í Ljótu hálfvitunum] myndi gifta okkur og hann var þá fastur í Grímsey á laugardeginum. Ég fékk þá þá hugmynd að tékka á Hálfvitunum hvort þeir hefðu áhuga á að spila á laugardagskvöldinu þar sem eyjan væri hvort sem er full af gestum út af brúðkaupinu. Þeir slógu til og þetta verður þriggja daga vakt, brúðkaup eins og á víkingatímanum. Flestir munu mæta á fimmtudeginum og fara heim á sunnudegi,” segir Þorleifur Hjalti Alfreðsson verðandi brúðgumi um uppákomuna. Tónleikar Ljótu Hálfvitanna verða opnir öllum laugardaginn 15. ágúst og er mikill spenningur í eyjunni fyrir komu þeirra. „Við eigum von á 130 gestum í brúðkaupið svo þetta verður mikið fjör. Við erum búin að fá lánuð hús út um allt svo þetta gangi upp með gistingu. Fjölskyldan mín er með tvö stór hús sem gistiheimili sem við tókum frá öll herbergin í með löngum fyrirvara. Helgin var tekin frá snemma fyrir alla,” segir Þorleifur. Grímsey hefur alltaf kallað „Ég var alinn upp í Grímsey og var alltaf mikið þar þegar ég var á sjó. En eftir að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki þá hef ég ekki komist eins mikið. Undanfarið ekki nema einusinni á ári. Það er svo einstakt og allt öðruvísi að koma þangað. Maður er bara í sínum eigin heimi. Heyrir bara í fuglunum og lífið gengur hægar. Ég fer þarna til að núlla mig. Ég ólst upp við bjargfuglsegg og beina tengingu við náttúruna. Ég sækist eftir því. Flestir sem koma í Grímsey eru að sækjast eftir slökun og að fara norður fyrir heimskautsbauginn. Það er alltaf eitthvað sem fólk þarf að krossa út af listanum sínum. Við eigum 4 börn sem eru 5, 6, 10 og 14 ára. Þau elska Grímsey. Eyrún sem er 10 ára var núna í viku hjá ömmu sinni í Grímsey að týna kríuegg og sinna rollum og geitum. Hún elskar þetta,” bætir Þorleifur við sem er rafverktaki í Grindavík og búa þau hjónaleysin þar í dag en hann og Kristín Heiða Ingvarsdóttir ganga í það heilaga í Grímsey í ágúst. Ástin og lífið Grímsey Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ljótu hálfvitarnir ætla að spila í fyrsta skipti í Grímsey þann 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur aldrei áður spilað í Grímsey en meðlimi sveitarinnar hefur lengi langað til að bæta þeim stað á lista hinna fjölmörgu staða sem hljómsveitin hefur spilað. Það eru Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir sem standa fyrir því að hljómsveitin mun skemmta eyjarskeggjum og gestum eyjarinnar. „Þetta kom þannig til að við ákváðum að gifta okkur í Grímsey föstudaginn 14. ágúst. Það er svo engin ferja til baka fyrr en á sunnudeginum fyrir gestina. Við vildum endilega að Oddur Bjarni [Þorkelsson, liðsmaður í Ljótu hálfvitunum] myndi gifta okkur og hann var þá fastur í Grímsey á laugardeginum. Ég fékk þá þá hugmynd að tékka á Hálfvitunum hvort þeir hefðu áhuga á að spila á laugardagskvöldinu þar sem eyjan væri hvort sem er full af gestum út af brúðkaupinu. Þeir slógu til og þetta verður þriggja daga vakt, brúðkaup eins og á víkingatímanum. Flestir munu mæta á fimmtudeginum og fara heim á sunnudegi,” segir Þorleifur Hjalti Alfreðsson verðandi brúðgumi um uppákomuna. Tónleikar Ljótu Hálfvitanna verða opnir öllum laugardaginn 15. ágúst og er mikill spenningur í eyjunni fyrir komu þeirra. „Við eigum von á 130 gestum í brúðkaupið svo þetta verður mikið fjör. Við erum búin að fá lánuð hús út um allt svo þetta gangi upp með gistingu. Fjölskyldan mín er með tvö stór hús sem gistiheimili sem við tókum frá öll herbergin í með löngum fyrirvara. Helgin var tekin frá snemma fyrir alla,” segir Þorleifur. Grímsey hefur alltaf kallað „Ég var alinn upp í Grímsey og var alltaf mikið þar þegar ég var á sjó. En eftir að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki þá hef ég ekki komist eins mikið. Undanfarið ekki nema einusinni á ári. Það er svo einstakt og allt öðruvísi að koma þangað. Maður er bara í sínum eigin heimi. Heyrir bara í fuglunum og lífið gengur hægar. Ég fer þarna til að núlla mig. Ég ólst upp við bjargfuglsegg og beina tengingu við náttúruna. Ég sækist eftir því. Flestir sem koma í Grímsey eru að sækjast eftir slökun og að fara norður fyrir heimskautsbauginn. Það er alltaf eitthvað sem fólk þarf að krossa út af listanum sínum. Við eigum 4 börn sem eru 5, 6, 10 og 14 ára. Þau elska Grímsey. Eyrún sem er 10 ára var núna í viku hjá ömmu sinni í Grímsey að týna kríuegg og sinna rollum og geitum. Hún elskar þetta,” bætir Þorleifur við sem er rafverktaki í Grindavík og búa þau hjónaleysin þar í dag en hann og Kristín Heiða Ingvarsdóttir ganga í það heilaga í Grímsey í ágúst.
Ástin og lífið Grímsey Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira