Þriggja daga brúðkaup í Grímsey Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 14:30 Verðandi brúðhjónin Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir. Ljótu hálfvitarnir ætla að spila í fyrsta skipti í Grímsey þann 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur aldrei áður spilað í Grímsey en meðlimi sveitarinnar hefur lengi langað til að bæta þeim stað á lista hinna fjölmörgu staða sem hljómsveitin hefur spilað. Það eru Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir sem standa fyrir því að hljómsveitin mun skemmta eyjarskeggjum og gestum eyjarinnar. „Þetta kom þannig til að við ákváðum að gifta okkur í Grímsey föstudaginn 14. ágúst. Það er svo engin ferja til baka fyrr en á sunnudeginum fyrir gestina. Við vildum endilega að Oddur Bjarni [Þorkelsson, liðsmaður í Ljótu hálfvitunum] myndi gifta okkur og hann var þá fastur í Grímsey á laugardeginum. Ég fékk þá þá hugmynd að tékka á Hálfvitunum hvort þeir hefðu áhuga á að spila á laugardagskvöldinu þar sem eyjan væri hvort sem er full af gestum út af brúðkaupinu. Þeir slógu til og þetta verður þriggja daga vakt, brúðkaup eins og á víkingatímanum. Flestir munu mæta á fimmtudeginum og fara heim á sunnudegi,” segir Þorleifur Hjalti Alfreðsson verðandi brúðgumi um uppákomuna. Tónleikar Ljótu Hálfvitanna verða opnir öllum laugardaginn 15. ágúst og er mikill spenningur í eyjunni fyrir komu þeirra. „Við eigum von á 130 gestum í brúðkaupið svo þetta verður mikið fjör. Við erum búin að fá lánuð hús út um allt svo þetta gangi upp með gistingu. Fjölskyldan mín er með tvö stór hús sem gistiheimili sem við tókum frá öll herbergin í með löngum fyrirvara. Helgin var tekin frá snemma fyrir alla,” segir Þorleifur. Grímsey hefur alltaf kallað „Ég var alinn upp í Grímsey og var alltaf mikið þar þegar ég var á sjó. En eftir að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki þá hef ég ekki komist eins mikið. Undanfarið ekki nema einusinni á ári. Það er svo einstakt og allt öðruvísi að koma þangað. Maður er bara í sínum eigin heimi. Heyrir bara í fuglunum og lífið gengur hægar. Ég fer þarna til að núlla mig. Ég ólst upp við bjargfuglsegg og beina tengingu við náttúruna. Ég sækist eftir því. Flestir sem koma í Grímsey eru að sækjast eftir slökun og að fara norður fyrir heimskautsbauginn. Það er alltaf eitthvað sem fólk þarf að krossa út af listanum sínum. Við eigum 4 börn sem eru 5, 6, 10 og 14 ára. Þau elska Grímsey. Eyrún sem er 10 ára var núna í viku hjá ömmu sinni í Grímsey að týna kríuegg og sinna rollum og geitum. Hún elskar þetta,” bætir Þorleifur við sem er rafverktaki í Grindavík og búa þau hjónaleysin þar í dag en hann og Kristín Heiða Ingvarsdóttir ganga í það heilaga í Grímsey í ágúst. Ástin og lífið Grímsey Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
Ljótu hálfvitarnir ætla að spila í fyrsta skipti í Grímsey þann 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur aldrei áður spilað í Grímsey en meðlimi sveitarinnar hefur lengi langað til að bæta þeim stað á lista hinna fjölmörgu staða sem hljómsveitin hefur spilað. Það eru Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir sem standa fyrir því að hljómsveitin mun skemmta eyjarskeggjum og gestum eyjarinnar. „Þetta kom þannig til að við ákváðum að gifta okkur í Grímsey föstudaginn 14. ágúst. Það er svo engin ferja til baka fyrr en á sunnudeginum fyrir gestina. Við vildum endilega að Oddur Bjarni [Þorkelsson, liðsmaður í Ljótu hálfvitunum] myndi gifta okkur og hann var þá fastur í Grímsey á laugardeginum. Ég fékk þá þá hugmynd að tékka á Hálfvitunum hvort þeir hefðu áhuga á að spila á laugardagskvöldinu þar sem eyjan væri hvort sem er full af gestum út af brúðkaupinu. Þeir slógu til og þetta verður þriggja daga vakt, brúðkaup eins og á víkingatímanum. Flestir munu mæta á fimmtudeginum og fara heim á sunnudegi,” segir Þorleifur Hjalti Alfreðsson verðandi brúðgumi um uppákomuna. Tónleikar Ljótu Hálfvitanna verða opnir öllum laugardaginn 15. ágúst og er mikill spenningur í eyjunni fyrir komu þeirra. „Við eigum von á 130 gestum í brúðkaupið svo þetta verður mikið fjör. Við erum búin að fá lánuð hús út um allt svo þetta gangi upp með gistingu. Fjölskyldan mín er með tvö stór hús sem gistiheimili sem við tókum frá öll herbergin í með löngum fyrirvara. Helgin var tekin frá snemma fyrir alla,” segir Þorleifur. Grímsey hefur alltaf kallað „Ég var alinn upp í Grímsey og var alltaf mikið þar þegar ég var á sjó. En eftir að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki þá hef ég ekki komist eins mikið. Undanfarið ekki nema einusinni á ári. Það er svo einstakt og allt öðruvísi að koma þangað. Maður er bara í sínum eigin heimi. Heyrir bara í fuglunum og lífið gengur hægar. Ég fer þarna til að núlla mig. Ég ólst upp við bjargfuglsegg og beina tengingu við náttúruna. Ég sækist eftir því. Flestir sem koma í Grímsey eru að sækjast eftir slökun og að fara norður fyrir heimskautsbauginn. Það er alltaf eitthvað sem fólk þarf að krossa út af listanum sínum. Við eigum 4 börn sem eru 5, 6, 10 og 14 ára. Þau elska Grímsey. Eyrún sem er 10 ára var núna í viku hjá ömmu sinni í Grímsey að týna kríuegg og sinna rollum og geitum. Hún elskar þetta,” bætir Þorleifur við sem er rafverktaki í Grindavík og búa þau hjónaleysin þar í dag en hann og Kristín Heiða Ingvarsdóttir ganga í það heilaga í Grímsey í ágúst.
Ástin og lífið Grímsey Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira