Klopp: Get ekki verið neikvæður um eitthvað sem er svo jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 07:30 Jürgen Klopp gat ekki leynt svekkelsi sínu eftir að Liverpool missti niður 1-0 forystu og tapaði á móti Arsenal í gær. EPA-EFE/Shaun Botterill Jürgen Klopp þurfti að horfa upp á það í gærkvöldi að mistök tveggja af traustustu leikmanna hans gáfu Arsenal sigur og um leið varð ljóst að Liverpool getur ekki lengur slegið stigametið í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool-liðið hefur nú misst af fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum og getur fyrir vikið aðeins náð í 99 stig. Stigamet Manchester City frá 2017-18 er 100 stig. Klopp sagði þó eftir leikinn að hann væri ekki vonsvikinn með það að Liverpool gæti ekki náð stigametinu í ár. Jurgen Klopp gives verdict on Liverpool failing to beat Man City points record #LFC #ARSLIVhttps://t.co/YPLnpk399f— Mirror Football (@MirrorFootball) July 16, 2020 „Nei ekki hið minnsta. Ég vil bara ná í þau stig sem við getum náð í og við sjáum síðan bara hver sá stigafjöldi verður í lok tímabilsins,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég get ekki verið neikvæður um eitthvað sem er svo jákvætt. Við erum meistarar og náðum því svona snemma á tímabilinu. Við erum komnir með 93 stig. Ég er ekki maðurinn sem býr til einhverja neikvæðni úr því að við getum ekki lengur náð í hundrað og eitthvað stig,“ sagði Klopp. „Þessir strákar átti einstakt tímabil og það getur enginn tekið það frá þeim. Við fáum þau stig sem við eigum skilið og þurfum bara að bíða og sjá hversu mörg þau verða,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp insists he won't get down about not reaching 100 points https://t.co/ujpULjgQeN— MailOnline Sport (@MailSport) July 16, 2020 „Ég er auðvitað vonsvikinn og reiður með nokkra hluti en leikurinn var góður hjá okkur og hugarfarið var flott. Við tókum okkur pásu eftir að við komust yfir og þess vegna töpuðum við leiknum. Þannig er fótboltinn. Einhverjir eru hissa á því að þessir strákar séu mannlegir en ekki ég. Það kemur fyrir að þeir eru ekki fullkomnir,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool á eftir tvo leiki sem eru á móti Chelsea á heimavelli 22. júlí og Newcastle United á útivelli 26. júlí. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
Jürgen Klopp þurfti að horfa upp á það í gærkvöldi að mistök tveggja af traustustu leikmanna hans gáfu Arsenal sigur og um leið varð ljóst að Liverpool getur ekki lengur slegið stigametið í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool-liðið hefur nú misst af fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum og getur fyrir vikið aðeins náð í 99 stig. Stigamet Manchester City frá 2017-18 er 100 stig. Klopp sagði þó eftir leikinn að hann væri ekki vonsvikinn með það að Liverpool gæti ekki náð stigametinu í ár. Jurgen Klopp gives verdict on Liverpool failing to beat Man City points record #LFC #ARSLIVhttps://t.co/YPLnpk399f— Mirror Football (@MirrorFootball) July 16, 2020 „Nei ekki hið minnsta. Ég vil bara ná í þau stig sem við getum náð í og við sjáum síðan bara hver sá stigafjöldi verður í lok tímabilsins,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég get ekki verið neikvæður um eitthvað sem er svo jákvætt. Við erum meistarar og náðum því svona snemma á tímabilinu. Við erum komnir með 93 stig. Ég er ekki maðurinn sem býr til einhverja neikvæðni úr því að við getum ekki lengur náð í hundrað og eitthvað stig,“ sagði Klopp. „Þessir strákar átti einstakt tímabil og það getur enginn tekið það frá þeim. Við fáum þau stig sem við eigum skilið og þurfum bara að bíða og sjá hversu mörg þau verða,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp insists he won't get down about not reaching 100 points https://t.co/ujpULjgQeN— MailOnline Sport (@MailSport) July 16, 2020 „Ég er auðvitað vonsvikinn og reiður með nokkra hluti en leikurinn var góður hjá okkur og hugarfarið var flott. Við tókum okkur pásu eftir að við komust yfir og þess vegna töpuðum við leiknum. Þannig er fótboltinn. Einhverjir eru hissa á því að þessir strákar séu mannlegir en ekki ég. Það kemur fyrir að þeir eru ekki fullkomnir,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool á eftir tvo leiki sem eru á móti Chelsea á heimavelli 22. júlí og Newcastle United á útivelli 26. júlí.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira