Terry Crews á Íslandi: „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2020 10:54 Crews var alveg til í myndatöku með börnunum. Helga Þórey Júlíusdóttir Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews er staddur hér á landi. Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine. Crews er á ferðalagi um Suðurlandið og sást til hans í Reynisfjöru í gær. Helga Þórey Júlíudóttir er á ferðlagi um landið og rakst á Crews. Hún þekkti reyndar ekki leikarann en börnin hennar vissu vel hvaða maður þetta var. „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig. Hann var nýbúinn að klappa mér aðeins á öxlina og þakka mér fyrir að hleypa honum framfyrir sig á göngustígnum,“ segir Helga Þórey, sérkennari, sem er á ferðlagi um landið ásamt vinafólki sínu og börnum, alls fjórar fjölskyldur. Helga Þórey vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hópurinn hitti Crews við Kvernufoss sem er rétt við Skógafoss. Crews var með leiðsögumann með sér og ljósmyndara. „Ég hefði kannski átt að kveikja á perunni því það var alltaf verið að taka eitthvað upp í kringum hann og svolítil læti í honum Terry. Hvað þetta væri allt fallegt og yndislegt. Ég geri mér síðan grein fyrir því að þetta er nú einhver frægur þegar vinkona mín tekur allt í einu upp á því að hlaupa, sem hún gerir nú ekkert svo mikið. Hún hleypur að honum og spyr hvort hún megi fá mynd.“ Hún segir að krakkarnir sem voru með í för hafi fattað um leið hver þetta væri. „Þau voru alveg með það á hreinu, sérstaklega unglingarnir. Við áttum í raun svolítið notalega stund með honum og hann var alveg til í þessa myndatöku.“ Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Hollywood Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Sjá meira
Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews er staddur hér á landi. Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine. Crews er á ferðalagi um Suðurlandið og sást til hans í Reynisfjöru í gær. Helga Þórey Júlíudóttir er á ferðlagi um landið og rakst á Crews. Hún þekkti reyndar ekki leikarann en börnin hennar vissu vel hvaða maður þetta var. „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig. Hann var nýbúinn að klappa mér aðeins á öxlina og þakka mér fyrir að hleypa honum framfyrir sig á göngustígnum,“ segir Helga Þórey, sérkennari, sem er á ferðlagi um landið ásamt vinafólki sínu og börnum, alls fjórar fjölskyldur. Helga Þórey vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hópurinn hitti Crews við Kvernufoss sem er rétt við Skógafoss. Crews var með leiðsögumann með sér og ljósmyndara. „Ég hefði kannski átt að kveikja á perunni því það var alltaf verið að taka eitthvað upp í kringum hann og svolítil læti í honum Terry. Hvað þetta væri allt fallegt og yndislegt. Ég geri mér síðan grein fyrir því að þetta er nú einhver frægur þegar vinkona mín tekur allt í einu upp á því að hlaupa, sem hún gerir nú ekkert svo mikið. Hún hleypur að honum og spyr hvort hún megi fá mynd.“ Hún segir að krakkarnir sem voru með í för hafi fattað um leið hver þetta væri. „Þau voru alveg með það á hreinu, sérstaklega unglingarnir. Við áttum í raun svolítið notalega stund með honum og hann var alveg til í þessa myndatöku.“
Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Hollywood Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Sjá meira