Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 08:30 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fær tækifæri til að eyða pening í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Það er óhætt að segja að úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins í gær hafi verið stærsti sigur Manchester City á tímabilinu og það lítur út fyrir að það í framhaldinu verði nóg af peningum í nýja leikmenn í sumar. Manchester City slapp við tveggja ára vann UEFA frá Evrópukeppnum og verður því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City liðið er því orðið mjög spennandi kostur á ný fyrir bestu leikmenn heims og það lítur út fyrir að það séu líka til peningar á Ethiad til að ná í öflugan liðstyrk úr hópi sterkra leikmanna sem verða í boði. Pep Guardiola clear for £150m transfer spend after Manchester City ban lifted @JamieJackson___ https://t.co/JIItDHQHEL pic.twitter.com/PrYgIgxReG— Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2020 Guardian hefur heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola fái 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar. Úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins tryggir það líka að bestu leikmenn liðsins eins og Kevin De Bruyne vilja nú örugglega halda áfram með liðnu. Sumarfríið verður ekki langt fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og enn styttra fyrir Manchester City liðið sem á eftir að klára Meistaradeildina en allir leikir hennar sem eru eftir fara fram í ágúst. Manchester City þarf því að hafa hraðar hendur í glugganum en það er ljóst á öllu að eigendur félagsins ætla að ýta á bensíngjöfina nú þegar UEFA-bannið heyrir sögunni til. Pep Guardiola fær því tækifæri til að ná í nýja menn til að styrkja veikustu hlekki liðsins en það hefur vantað talsvert upp á hjá Manchester City í toppbaráttunni á þessu tímabili. Liverpool stakk af snemma og vann að lokum enska meistaratitilinn með miklum yfirburðum. Á sama tíma hefur City nánast getað tapað fyrir öllum liðum og mikið vantar upp á stöðugleikann hjá liðinu. Inn á milli leikur City liðið sér hins vegar að andstæðingum sínum og vann meðal annars sannfærandi 4-0 sigur á Liverpool á dögunum. Það er vitað að Guardiola vill fá inn nýjan miðvörð og vinstri bakvörð. Þess vegna hafa margir horft til Svisslendingsins David Alaba hjá Bayern München sem Pep þekkir frá tíma sínum hjá bayern og er auk þess leikmaður sem getur spilað báðar þessar stöður. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
Það er óhætt að segja að úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins í gær hafi verið stærsti sigur Manchester City á tímabilinu og það lítur út fyrir að það í framhaldinu verði nóg af peningum í nýja leikmenn í sumar. Manchester City slapp við tveggja ára vann UEFA frá Evrópukeppnum og verður því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City liðið er því orðið mjög spennandi kostur á ný fyrir bestu leikmenn heims og það lítur út fyrir að það séu líka til peningar á Ethiad til að ná í öflugan liðstyrk úr hópi sterkra leikmanna sem verða í boði. Pep Guardiola clear for £150m transfer spend after Manchester City ban lifted @JamieJackson___ https://t.co/JIItDHQHEL pic.twitter.com/PrYgIgxReG— Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2020 Guardian hefur heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola fái 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar. Úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins tryggir það líka að bestu leikmenn liðsins eins og Kevin De Bruyne vilja nú örugglega halda áfram með liðnu. Sumarfríið verður ekki langt fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og enn styttra fyrir Manchester City liðið sem á eftir að klára Meistaradeildina en allir leikir hennar sem eru eftir fara fram í ágúst. Manchester City þarf því að hafa hraðar hendur í glugganum en það er ljóst á öllu að eigendur félagsins ætla að ýta á bensíngjöfina nú þegar UEFA-bannið heyrir sögunni til. Pep Guardiola fær því tækifæri til að ná í nýja menn til að styrkja veikustu hlekki liðsins en það hefur vantað talsvert upp á hjá Manchester City í toppbaráttunni á þessu tímabili. Liverpool stakk af snemma og vann að lokum enska meistaratitilinn með miklum yfirburðum. Á sama tíma hefur City nánast getað tapað fyrir öllum liðum og mikið vantar upp á stöðugleikann hjá liðinu. Inn á milli leikur City liðið sér hins vegar að andstæðingum sínum og vann meðal annars sannfærandi 4-0 sigur á Liverpool á dögunum. Það er vitað að Guardiola vill fá inn nýjan miðvörð og vinstri bakvörð. Þess vegna hafa margir horft til Svisslendingsins David Alaba hjá Bayern München sem Pep þekkir frá tíma sínum hjá bayern og er auk þess leikmaður sem getur spilað báðar þessar stöður.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira