Hvar á ég að búa? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 11. júlí 2020 09:00 ,,Rauði krossinn flytur suður” og ,,Fangelsinu á Akureyri verður lokað.'' Þessar tvær fyrirsagnir fóru fyrir brjóstið á mér í vikunni. Margar slíkar fyrirsagnir fara fram hjá þorra landsmanna möglega vegna aðstæðna í samfélaginu og heilsuógnar eða ef til vill vegna þess að um er að ræða ákvarðanir sem eru svo fjarlægar þeim. Hvaða máli skiptir það að fangelsinu á Akureyri lokar? Eða Rauði krossinn færir störfin suður. Er þetta ekki hvort sem er smávægileg breyting eða tilfærsla á störfum? Staðreyndin er þó sú að með ákvörðunum um að loka útibúum glatast störf og með störfunum flyst fólk sem leitar eftir störfum sem hæfa menntun þeirra og reynslu. Með fólkinu fer dýrmæt þekking úr sveitarfélaginu og jafnvel landshlutanum. Það munar mjög mikið um hvern og einn í litlu samfélagi. Fólkinu fækkar, börnunum í skólanum fækkar, þjónustan minnkar því að það er færra fólk að þjónusta. Minni innkoma verður til sveitarfélagsins og of kostnaðarsamt er að halda úti öllum litlu útibúunum út á landi sem þjónusta á þær fáu ,,hræður’’ sem telja það vera mannréttindi að búa áfram í húsunum sínum og samfélaginu sem það hefur alið manninn. Sækja þarf því þjónustuna suður eða í annað fjarlægara þéttbýli sem fjallvegir liggja stundum á milli með tilheyrandi erfiðleikum og tíma sem fer í að sækja sér grunnþjónustu hvort sem það er opinber þjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað. Erfitt getur verið síðan að fá fólk til að flytjast í sveitarfélagið aftur þrátt fyrir viðleitni sveitarfélaga um að hafa samfélagið aðlaðandi og fjölskylduvænt því að atvinnutækifærin eru fábreytt og lítil þjónusta er í nærumhverfinu. Slíkt er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk þegar það leitar að stað til að setjast að á og stofna fjölskyldu. Lokun starfsstöðva Landsbankans í Bolungarvík, fangelsisins á Akureyri, niðurlagning prestakallsins á Raufarhöfn og svo mætti lengi telja hefur því keðjuverkandi áhrif á samfélögin í landinu. Þetta þekkja flestir sem hafa búið eða búa í landsbyggðunum utan höfuðborgarsvæðisins. Samfélagsumræður varðandi flutning á ríkisstofnunum og störfum frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina einkennast oftar en ekki af því verið sé að flytja fólk með nauðung út á land sem hefur mikil áhrif á þeirra einka- og fjölskyldulíf. Þessi umræða á oft rétt á sér enda þarf að standa vel að slíkum flutningum, en hún virðist þó ekki vera á þann veg þegar störf eru lögð niður út á landi eða flutt suður og fólk þar með neytt til að hörfa annað í leit að atvinnu eða flytjast búferlum því oftar en ekki eru ekki sambærileg störf að finna í sveitarfélaginu eða nærliggjandi sveitarfélögum. Missirinn sem fólk í litlum samfélögum verður fyrir þegar hvort tveggja fólk og þjónusta flyst á brott er því mikill. Hér er það ekki bara starfið og einstaklingurinn sem líður fyrir breytinguna heldur samfélagið allt vegna hinna víðtæku áhrifa sem flutningur starfs úr minna byggðarlagi hefur. Eitt starf í litlu plássi er á við hundruð í stærri sveitarfélögum. Sem ung manneskja í háskólanámi, alin upp á landsbyggðinni, fæ ég oft spurninguna: ,,ætlar þú að flytja aftur heim í framtíðinni?’’ Svarið er yfirleitt á þá leið: ,,hvað ætti ég að fara gera fyrir vestan, munu verða einhver störf sem hæfa þeirri menntun sem ég hef þá numið og verður einhver þjónusta til staðar í plássinu?’’ Það er því ekki nema von að maður velti því fyrir sér hver og hvar hin raunverulega byggðastefna sé og hver sé ábyrgð stórfyrirtækja, félagasamtaka og ríkisins. Skiptir það máli að fólk hafi raunverulegt val um búsetu og að landið sé allt í byggð, að teknir séu samfélagslegir og ánægjukvarðar íbúa vegna búsetu við útreikninga á hagsæld eða á að byggja allt samfélagið á forsendum excelskjalsins og pennastrika þannig að allir landsmenn flytjist búferlum og búi í póstnúmerum undir 300? Er ekki nær að koma að borðinu með sveitarfélögunum og skoða hvernig megi viðhalda störfunum, fjölga þeim og auka starfsfjölbreytni með samstarfi og gera störfin þannig að þau geti verið án staðsetninga t.d. með skrifstofuhótelum í samstarfi við sveitarfélögin í veröld sem verður æ meira tæknivædd og ætti því að auðvelda okkur sem þjóð að hafa landið allt í byggð. Ég skora á landsmenn alla að gera það að sameiginlegu verkefni að halda landinu öllu í byggð og verja þau fámennu byggðarlög sem eru um landið í samstarfi við íbúa og sveitarfélögin. Það er gott að geta ferðast um hamingjusamt land og blómlegar byggðir. Gleðilegt ferðasumar! Höfundur er Vestfirðingur, laganemi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
,,Rauði krossinn flytur suður” og ,,Fangelsinu á Akureyri verður lokað.'' Þessar tvær fyrirsagnir fóru fyrir brjóstið á mér í vikunni. Margar slíkar fyrirsagnir fara fram hjá þorra landsmanna möglega vegna aðstæðna í samfélaginu og heilsuógnar eða ef til vill vegna þess að um er að ræða ákvarðanir sem eru svo fjarlægar þeim. Hvaða máli skiptir það að fangelsinu á Akureyri lokar? Eða Rauði krossinn færir störfin suður. Er þetta ekki hvort sem er smávægileg breyting eða tilfærsla á störfum? Staðreyndin er þó sú að með ákvörðunum um að loka útibúum glatast störf og með störfunum flyst fólk sem leitar eftir störfum sem hæfa menntun þeirra og reynslu. Með fólkinu fer dýrmæt þekking úr sveitarfélaginu og jafnvel landshlutanum. Það munar mjög mikið um hvern og einn í litlu samfélagi. Fólkinu fækkar, börnunum í skólanum fækkar, þjónustan minnkar því að það er færra fólk að þjónusta. Minni innkoma verður til sveitarfélagsins og of kostnaðarsamt er að halda úti öllum litlu útibúunum út á landi sem þjónusta á þær fáu ,,hræður’’ sem telja það vera mannréttindi að búa áfram í húsunum sínum og samfélaginu sem það hefur alið manninn. Sækja þarf því þjónustuna suður eða í annað fjarlægara þéttbýli sem fjallvegir liggja stundum á milli með tilheyrandi erfiðleikum og tíma sem fer í að sækja sér grunnþjónustu hvort sem það er opinber þjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað. Erfitt getur verið síðan að fá fólk til að flytjast í sveitarfélagið aftur þrátt fyrir viðleitni sveitarfélaga um að hafa samfélagið aðlaðandi og fjölskylduvænt því að atvinnutækifærin eru fábreytt og lítil þjónusta er í nærumhverfinu. Slíkt er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk þegar það leitar að stað til að setjast að á og stofna fjölskyldu. Lokun starfsstöðva Landsbankans í Bolungarvík, fangelsisins á Akureyri, niðurlagning prestakallsins á Raufarhöfn og svo mætti lengi telja hefur því keðjuverkandi áhrif á samfélögin í landinu. Þetta þekkja flestir sem hafa búið eða búa í landsbyggðunum utan höfuðborgarsvæðisins. Samfélagsumræður varðandi flutning á ríkisstofnunum og störfum frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina einkennast oftar en ekki af því verið sé að flytja fólk með nauðung út á land sem hefur mikil áhrif á þeirra einka- og fjölskyldulíf. Þessi umræða á oft rétt á sér enda þarf að standa vel að slíkum flutningum, en hún virðist þó ekki vera á þann veg þegar störf eru lögð niður út á landi eða flutt suður og fólk þar með neytt til að hörfa annað í leit að atvinnu eða flytjast búferlum því oftar en ekki eru ekki sambærileg störf að finna í sveitarfélaginu eða nærliggjandi sveitarfélögum. Missirinn sem fólk í litlum samfélögum verður fyrir þegar hvort tveggja fólk og þjónusta flyst á brott er því mikill. Hér er það ekki bara starfið og einstaklingurinn sem líður fyrir breytinguna heldur samfélagið allt vegna hinna víðtæku áhrifa sem flutningur starfs úr minna byggðarlagi hefur. Eitt starf í litlu plássi er á við hundruð í stærri sveitarfélögum. Sem ung manneskja í háskólanámi, alin upp á landsbyggðinni, fæ ég oft spurninguna: ,,ætlar þú að flytja aftur heim í framtíðinni?’’ Svarið er yfirleitt á þá leið: ,,hvað ætti ég að fara gera fyrir vestan, munu verða einhver störf sem hæfa þeirri menntun sem ég hef þá numið og verður einhver þjónusta til staðar í plássinu?’’ Það er því ekki nema von að maður velti því fyrir sér hver og hvar hin raunverulega byggðastefna sé og hver sé ábyrgð stórfyrirtækja, félagasamtaka og ríkisins. Skiptir það máli að fólk hafi raunverulegt val um búsetu og að landið sé allt í byggð, að teknir séu samfélagslegir og ánægjukvarðar íbúa vegna búsetu við útreikninga á hagsæld eða á að byggja allt samfélagið á forsendum excelskjalsins og pennastrika þannig að allir landsmenn flytjist búferlum og búi í póstnúmerum undir 300? Er ekki nær að koma að borðinu með sveitarfélögunum og skoða hvernig megi viðhalda störfunum, fjölga þeim og auka starfsfjölbreytni með samstarfi og gera störfin þannig að þau geti verið án staðsetninga t.d. með skrifstofuhótelum í samstarfi við sveitarfélögin í veröld sem verður æ meira tæknivædd og ætti því að auðvelda okkur sem þjóð að hafa landið allt í byggð. Ég skora á landsmenn alla að gera það að sameiginlegu verkefni að halda landinu öllu í byggð og verja þau fámennu byggðarlög sem eru um landið í samstarfi við íbúa og sveitarfélögin. Það er gott að geta ferðast um hamingjusamt land og blómlegar byggðir. Gleðilegt ferðasumar! Höfundur er Vestfirðingur, laganemi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF).
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar