Bylting að eiga sér stað á leigumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2020 19:20 Bylting er að eiga sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnisstjóri segir félagið hugsað til framtíðar og fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis. Það eru miklar byggingaframkvæmdir á Kirkjusandi þessa dagana. Öðru meginn götunnar er einkaframtakið að byggja íbúðir en hinum megin má segja að verið sé aðendurreisa verkamannabústaðakerfið sem var lagt af á tíunda áratug síðustu aldar. Því þar er Bjarg byggingarfélag að byggja áttatíu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í byrjun næsta árs. Félagið afhenti fyrstu íbúðirnar í Grafarvogi í fyrri og hefur afhent 223 íbúðir í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, er með 430 í byggingu og annan eins fjölda í hönnun og undirbúningi. Þröstur Bjarnason verkefnisstjóri hjá Bjargi segir að alls verð íbúðirnar 1.300 á næstu misserum. Þröstur Bjarnason verkefnastjóri hjá Bjargi segir leigjendur hjá félaginu fá tryggt húsnæði á mjög góðu verði.Stöð2/Sigurjón „Við reynum að byggja íbúðir fyrir alla fjölskylduhópa. Við erum með alveg frá fjölskylduíbúðum upp í fimm herbergjaíbúðir. Þar sem fólk getur verið með þrjú til fjögur börn. Þannig að við reynum að spanna alla breiddina,“ segir Þröstur. Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fólk í lægri tekjuþrepunum þar sem fólki er tryggð framtíðarleiga á bestu kjörum. „Og það þarf ekki að spyrja að því að þið eruð ekki í neinum vandræðum við að koma þessum íbúðum út? Nei, nei það bíður fólk í röðum og ánægjulegt að sjá þegar fólkið kemur og fær lyklana og sendibíllinn bíður bara við dyrnar til að flytja inn,“ segir Þröstur. Bjarg ætlar meðal annars að byggja fimmtíu íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.Mynd/Bjarg Þörfin fyrir öruggt leiguhúsnæði er því augljós en ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði og sveitarfélögin gefa eftir ýmis gjöld vegna lóða og gatnagerða. „Það fékkst nú breyting um síðutu áramót þar sem hámarks tekjumörk voru hækkuð. Þannig að það fjölgaði ansi mikið í hópnum sem kemst inn til okkar.“ Og fólk fær líka tryggingu fyrir því að það er ekki verið að henda því út eftir nokkra mánuði bara vegna þess að eigandinn skipti um skoðun? „Ó nei. Þú getur komið þarna inn um tvítugt og farið út níræður hjá okkur. Svo framarlega sem þú borgar leiguna þá ertu inni,“ segir Þröstur Bjarnason. Húsnæðismál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bylting er að eiga sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnisstjóri segir félagið hugsað til framtíðar og fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis. Það eru miklar byggingaframkvæmdir á Kirkjusandi þessa dagana. Öðru meginn götunnar er einkaframtakið að byggja íbúðir en hinum megin má segja að verið sé aðendurreisa verkamannabústaðakerfið sem var lagt af á tíunda áratug síðustu aldar. Því þar er Bjarg byggingarfélag að byggja áttatíu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í byrjun næsta árs. Félagið afhenti fyrstu íbúðirnar í Grafarvogi í fyrri og hefur afhent 223 íbúðir í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, er með 430 í byggingu og annan eins fjölda í hönnun og undirbúningi. Þröstur Bjarnason verkefnisstjóri hjá Bjargi segir að alls verð íbúðirnar 1.300 á næstu misserum. Þröstur Bjarnason verkefnastjóri hjá Bjargi segir leigjendur hjá félaginu fá tryggt húsnæði á mjög góðu verði.Stöð2/Sigurjón „Við reynum að byggja íbúðir fyrir alla fjölskylduhópa. Við erum með alveg frá fjölskylduíbúðum upp í fimm herbergjaíbúðir. Þar sem fólk getur verið með þrjú til fjögur börn. Þannig að við reynum að spanna alla breiddina,“ segir Þröstur. Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fólk í lægri tekjuþrepunum þar sem fólki er tryggð framtíðarleiga á bestu kjörum. „Og það þarf ekki að spyrja að því að þið eruð ekki í neinum vandræðum við að koma þessum íbúðum út? Nei, nei það bíður fólk í röðum og ánægjulegt að sjá þegar fólkið kemur og fær lyklana og sendibíllinn bíður bara við dyrnar til að flytja inn,“ segir Þröstur. Bjarg ætlar meðal annars að byggja fimmtíu íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.Mynd/Bjarg Þörfin fyrir öruggt leiguhúsnæði er því augljós en ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði og sveitarfélögin gefa eftir ýmis gjöld vegna lóða og gatnagerða. „Það fékkst nú breyting um síðutu áramót þar sem hámarks tekjumörk voru hækkuð. Þannig að það fjölgaði ansi mikið í hópnum sem kemst inn til okkar.“ Og fólk fær líka tryggingu fyrir því að það er ekki verið að henda því út eftir nokkra mánuði bara vegna þess að eigandinn skipti um skoðun? „Ó nei. Þú getur komið þarna inn um tvítugt og farið út níræður hjá okkur. Svo framarlega sem þú borgar leiguna þá ertu inni,“ segir Þröstur Bjarnason.
Húsnæðismál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira