Bylting að eiga sér stað á leigumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2020 19:20 Bylting er að eiga sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnisstjóri segir félagið hugsað til framtíðar og fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis. Það eru miklar byggingaframkvæmdir á Kirkjusandi þessa dagana. Öðru meginn götunnar er einkaframtakið að byggja íbúðir en hinum megin má segja að verið sé aðendurreisa verkamannabústaðakerfið sem var lagt af á tíunda áratug síðustu aldar. Því þar er Bjarg byggingarfélag að byggja áttatíu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í byrjun næsta árs. Félagið afhenti fyrstu íbúðirnar í Grafarvogi í fyrri og hefur afhent 223 íbúðir í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, er með 430 í byggingu og annan eins fjölda í hönnun og undirbúningi. Þröstur Bjarnason verkefnisstjóri hjá Bjargi segir að alls verð íbúðirnar 1.300 á næstu misserum. Þröstur Bjarnason verkefnastjóri hjá Bjargi segir leigjendur hjá félaginu fá tryggt húsnæði á mjög góðu verði.Stöð2/Sigurjón „Við reynum að byggja íbúðir fyrir alla fjölskylduhópa. Við erum með alveg frá fjölskylduíbúðum upp í fimm herbergjaíbúðir. Þar sem fólk getur verið með þrjú til fjögur börn. Þannig að við reynum að spanna alla breiddina,“ segir Þröstur. Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fólk í lægri tekjuþrepunum þar sem fólki er tryggð framtíðarleiga á bestu kjörum. „Og það þarf ekki að spyrja að því að þið eruð ekki í neinum vandræðum við að koma þessum íbúðum út? Nei, nei það bíður fólk í röðum og ánægjulegt að sjá þegar fólkið kemur og fær lyklana og sendibíllinn bíður bara við dyrnar til að flytja inn,“ segir Þröstur. Bjarg ætlar meðal annars að byggja fimmtíu íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.Mynd/Bjarg Þörfin fyrir öruggt leiguhúsnæði er því augljós en ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði og sveitarfélögin gefa eftir ýmis gjöld vegna lóða og gatnagerða. „Það fékkst nú breyting um síðutu áramót þar sem hámarks tekjumörk voru hækkuð. Þannig að það fjölgaði ansi mikið í hópnum sem kemst inn til okkar.“ Og fólk fær líka tryggingu fyrir því að það er ekki verið að henda því út eftir nokkra mánuði bara vegna þess að eigandinn skipti um skoðun? „Ó nei. Þú getur komið þarna inn um tvítugt og farið út níræður hjá okkur. Svo framarlega sem þú borgar leiguna þá ertu inni,“ segir Þröstur Bjarnason. Húsnæðismál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Bylting er að eiga sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnisstjóri segir félagið hugsað til framtíðar og fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis. Það eru miklar byggingaframkvæmdir á Kirkjusandi þessa dagana. Öðru meginn götunnar er einkaframtakið að byggja íbúðir en hinum megin má segja að verið sé aðendurreisa verkamannabústaðakerfið sem var lagt af á tíunda áratug síðustu aldar. Því þar er Bjarg byggingarfélag að byggja áttatíu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í byrjun næsta árs. Félagið afhenti fyrstu íbúðirnar í Grafarvogi í fyrri og hefur afhent 223 íbúðir í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, er með 430 í byggingu og annan eins fjölda í hönnun og undirbúningi. Þröstur Bjarnason verkefnisstjóri hjá Bjargi segir að alls verð íbúðirnar 1.300 á næstu misserum. Þröstur Bjarnason verkefnastjóri hjá Bjargi segir leigjendur hjá félaginu fá tryggt húsnæði á mjög góðu verði.Stöð2/Sigurjón „Við reynum að byggja íbúðir fyrir alla fjölskylduhópa. Við erum með alveg frá fjölskylduíbúðum upp í fimm herbergjaíbúðir. Þar sem fólk getur verið með þrjú til fjögur börn. Þannig að við reynum að spanna alla breiddina,“ segir Þröstur. Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fólk í lægri tekjuþrepunum þar sem fólki er tryggð framtíðarleiga á bestu kjörum. „Og það þarf ekki að spyrja að því að þið eruð ekki í neinum vandræðum við að koma þessum íbúðum út? Nei, nei það bíður fólk í röðum og ánægjulegt að sjá þegar fólkið kemur og fær lyklana og sendibíllinn bíður bara við dyrnar til að flytja inn,“ segir Þröstur. Bjarg ætlar meðal annars að byggja fimmtíu íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.Mynd/Bjarg Þörfin fyrir öruggt leiguhúsnæði er því augljós en ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði og sveitarfélögin gefa eftir ýmis gjöld vegna lóða og gatnagerða. „Það fékkst nú breyting um síðutu áramót þar sem hámarks tekjumörk voru hækkuð. Þannig að það fjölgaði ansi mikið í hópnum sem kemst inn til okkar.“ Og fólk fær líka tryggingu fyrir því að það er ekki verið að henda því út eftir nokkra mánuði bara vegna þess að eigandinn skipti um skoðun? „Ó nei. Þú getur komið þarna inn um tvítugt og farið út níræður hjá okkur. Svo framarlega sem þú borgar leiguna þá ertu inni,“ segir Þröstur Bjarnason.
Húsnæðismál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira