Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 06:37 Myndin umrædda. Þegar Fox notaði hana í umfjöllun sinni var Donald Trump þó hvergi sjáanlegur. Davidoff Studios/Getty Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell, sem handtekin var í síðustu viku fyrir meinta þátttöku sína í brotum Epstein. Á umræddri mynd mátti sjá Maxwell og Epstein ásamt Trump og eiginkonu hans, Melaniu. Myndin var notuð í tengslum við umfjöllun um lögmann fórnarlamba Epstein, en búið var að klippa forsetann út af myndinni, sem tekin var á hóteli hans, Mar-a-Lago í Flórída, í febrúar árið 2000. Í yfirlýsingu frá Fox segir að um mistök, sem fréttastofan harmaði, væri að ræða. Ekki liggur fyrir hvort Trump sá umfjöllunina, en oft hefur komið fram að hann er mikill aðdáandi Fox og fréttaflutningsins sem þar fer fram. Ákvörðun Fox um að klippa forsetann út af myndinni er til marks um þá viðleitni stjórnmálamanna og annarra þekktra einstaklinga í Bandaríkjunum að sverja af sér öll tengsl við Maxwell og Epstein, sem eins og áður segir var dæmdur barnaníðingur. Eric Trump, sonur forsetans, tísti í síðustu viku mynd úr brúðkaupi Chelsea Clinton, dóttur Bill og Hillary Clinton, þar sem Ghislaine Maxwell var meðal gesta. Búið var að gera rauðan hring utan um andlit hennar á myndinni. Með færslunni skrifaði Eric að fólkið væri „af sama sauðahúsi,“ og átti þar væntanlega við Clinton-fjölskylduna og Maxwell. Hann var þó fljótur að draga í land þegar netverjar tóku til við að svara tísti hans með myndum af föður hans, Maxwell og Epstein saman í samkvæmum. Þá bentu einhverjir á að Maxwell hefði árið 1997 „sníkt far“ í einkaþotu forsetans á leið til Flórída, en Eric var sjálfur í þeirri flugferð. Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell, sem handtekin var í síðustu viku fyrir meinta þátttöku sína í brotum Epstein. Á umræddri mynd mátti sjá Maxwell og Epstein ásamt Trump og eiginkonu hans, Melaniu. Myndin var notuð í tengslum við umfjöllun um lögmann fórnarlamba Epstein, en búið var að klippa forsetann út af myndinni, sem tekin var á hóteli hans, Mar-a-Lago í Flórída, í febrúar árið 2000. Í yfirlýsingu frá Fox segir að um mistök, sem fréttastofan harmaði, væri að ræða. Ekki liggur fyrir hvort Trump sá umfjöllunina, en oft hefur komið fram að hann er mikill aðdáandi Fox og fréttaflutningsins sem þar fer fram. Ákvörðun Fox um að klippa forsetann út af myndinni er til marks um þá viðleitni stjórnmálamanna og annarra þekktra einstaklinga í Bandaríkjunum að sverja af sér öll tengsl við Maxwell og Epstein, sem eins og áður segir var dæmdur barnaníðingur. Eric Trump, sonur forsetans, tísti í síðustu viku mynd úr brúðkaupi Chelsea Clinton, dóttur Bill og Hillary Clinton, þar sem Ghislaine Maxwell var meðal gesta. Búið var að gera rauðan hring utan um andlit hennar á myndinni. Með færslunni skrifaði Eric að fólkið væri „af sama sauðahúsi,“ og átti þar væntanlega við Clinton-fjölskylduna og Maxwell. Hann var þó fljótur að draga í land þegar netverjar tóku til við að svara tísti hans með myndum af föður hans, Maxwell og Epstein saman í samkvæmum. Þá bentu einhverjir á að Maxwell hefði árið 1997 „sníkt far“ í einkaþotu forsetans á leið til Flórída, en Eric var sjálfur í þeirri flugferð.
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira