Tvöfalt fleiri rafskútuóhöpp á borði lögreglu Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 6. júlí 2020 15:41 Rafhlaupahjól njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Vísir/vilhelm Fjöldi óhappa sem tengjast rafmagnshlaupahjólum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Aðalvarðstjóri brýnir fyrir almenningi að fara varlega en nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að reglum. Rafknúin hlaupahjól njóta aukinna vinsælda og hefur notkun þeirra farið vaxandi milli ára. Samhliða aukinni notkun hefur slysum einnig farið fjölgandi að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru í sjálfu sér ekki mörg tilvik en ef þannig er horft á það er þetta alveg helmingsaukning á óhöppum sem eru tilkynnt til lögreglu. Við vorum með í fyrra samkvæmt lögreglukerfunum eitthvað í kringum sjö óhöpp og nú eru þau þegar komin upp í 15, 16. Þannig að það er meira um þetta og svo vitum við af því að það er ekki allt sem ratar inn á borð til lögreglu. Fólk er að falla af þessu og hljóta smá skrámur, og það kemur ekki inn á borð okkar.“ Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2 Síðast í gær kom þó eitt tilfellifelli inn á borð lögreglunnar. „Það var rafhlaupahjól sem lendir á ungu barni.“ Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega og hvetur fullorðna til að sýna gott fordæmi. „Þetta eru samkvæmt umferðarlögum reiðhjól í C-flokki og það má ekki nota þau á götu, það má eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum. En við erum aftur á móti sjá fólk notandi þessi hjól á götum og það er því miður í flestum tilvikum fullorðið fólk sem er að nota þetta, og notar þetta á götum,“ segir Árni. Þrátt fyrir að rafmagnshlaupahjólin geti haft hættu í för með sér bendir Árni á að almennt sé aukin notkun þessa umhverfisvæna ferðamáta af hinu góða. „Í svona góðu veðri þá er þetta mjög kærkomin búbót fyrir samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ákveðið regluverk í kringum þessi rafhlaupahjól og við verðum að vona að bæði eigendur og þeir sem leigja svona, að þeir fari eftir því. Það er til dæmis eitt sem ég vil benda á að það er bannað að vera með farþega á þessu en við erum að sjá tvo, jafnvel þrjá á svona rafhlaupahjólum og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Árni. Samgöngur Lögreglumál Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22 Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjöldi óhappa sem tengjast rafmagnshlaupahjólum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Aðalvarðstjóri brýnir fyrir almenningi að fara varlega en nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að reglum. Rafknúin hlaupahjól njóta aukinna vinsælda og hefur notkun þeirra farið vaxandi milli ára. Samhliða aukinni notkun hefur slysum einnig farið fjölgandi að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru í sjálfu sér ekki mörg tilvik en ef þannig er horft á það er þetta alveg helmingsaukning á óhöppum sem eru tilkynnt til lögreglu. Við vorum með í fyrra samkvæmt lögreglukerfunum eitthvað í kringum sjö óhöpp og nú eru þau þegar komin upp í 15, 16. Þannig að það er meira um þetta og svo vitum við af því að það er ekki allt sem ratar inn á borð til lögreglu. Fólk er að falla af þessu og hljóta smá skrámur, og það kemur ekki inn á borð okkar.“ Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2 Síðast í gær kom þó eitt tilfellifelli inn á borð lögreglunnar. „Það var rafhlaupahjól sem lendir á ungu barni.“ Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega og hvetur fullorðna til að sýna gott fordæmi. „Þetta eru samkvæmt umferðarlögum reiðhjól í C-flokki og það má ekki nota þau á götu, það má eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum. En við erum aftur á móti sjá fólk notandi þessi hjól á götum og það er því miður í flestum tilvikum fullorðið fólk sem er að nota þetta, og notar þetta á götum,“ segir Árni. Þrátt fyrir að rafmagnshlaupahjólin geti haft hættu í för með sér bendir Árni á að almennt sé aukin notkun þessa umhverfisvæna ferðamáta af hinu góða. „Í svona góðu veðri þá er þetta mjög kærkomin búbót fyrir samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ákveðið regluverk í kringum þessi rafhlaupahjól og við verðum að vona að bæði eigendur og þeir sem leigja svona, að þeir fari eftir því. Það er til dæmis eitt sem ég vil benda á að það er bannað að vera með farþega á þessu en við erum að sjá tvo, jafnvel þrjá á svona rafhlaupahjólum og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Árni.
Samgöngur Lögreglumál Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22 Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22
Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05
Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00