Segir Alonso vera ástæðu þess að Chelsea tapaði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 10:30 Alonso ætti mögulega að einbeita sér að varnarleik frekar en bakfallsspyrnum. EPA-EFE/Michael Regan Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports á Englandi, kenndi spænska bakverðinum Marcos Alonso nær alfarið um 3-2 tap Chelsea gegn West Ham United í gærkvöld. Mikið hefur verið rætt um vinstri bakvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea undanfarið. Þrálátir orðrómar eru varðandi möguleg vistaskipti Ben Chilwell úr Leicester City í Chelsea. Frammistaða Marcos Alonso í óvæntu 3-2 tapi Chelsea í gær var ekkert að fara minnka þá orðróma en Alonso átti skelfilegan leik. Með sigri hefði Chelsea hoppað yfir Leicester í töflunni en lærisveinar Brendan Rodgers hafa engan veginn náð vopnum sínum eftir að úrvalsdeildin fór aftur af stað. Spánverjinn virðist einfaldlega ekki fær um að spila sem vinstri bakvörður eftir að hafa blómstrað sem vængbakvörður þegar Antonio Conte var við stjórnvölin á Brúnni. Gekk Gary Neville svo langt að kenna Alonso nær alfarið um tapið. Liðið missti boltann og West Ham sótti hratt í svæðið sem Alonso skildi eftir sig. Andriy Yarmolenko nýtti sér það pláss sem hafði myndast í fjarveru Alonso og tryggði West Ham öll þrjú stigin við mikinn fögnuðu David Moyes. Man of the Match, @WestHam s Michail Antonio 1 goal5 shots (most in match)2 on target1 assist (for Yarmolenko s winning goal)2 chances created pic.twitter.com/0gGnt1kvwC— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 1, 2020 „Horfið á hann, hvað er hann að gera? Hann er jafn Yarmalenko þegar skyndisóknin hefst en hann nennir ekki að hlaupa til baka. Þú hleypur til baka eins hratt og þú getur þegar liðið þitt tapar boltanum. Þetta er eitthvað sem þú lærir þegar þú ert sex ára gamall,“ sagði Neville þegar hann fór yfir leikinn á Sky í gær. Neville ætti að vita eitthvað um stöðu bakvarðar en hann lék nær allan sinn feril sem hægri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins. Lék hann 85 landsleiki fyrir England, enginn hægri bakvörður á fleiri. Þá vann hann 20 titla á ferli sínum sem leikmaður. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports á Englandi, kenndi spænska bakverðinum Marcos Alonso nær alfarið um 3-2 tap Chelsea gegn West Ham United í gærkvöld. Mikið hefur verið rætt um vinstri bakvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea undanfarið. Þrálátir orðrómar eru varðandi möguleg vistaskipti Ben Chilwell úr Leicester City í Chelsea. Frammistaða Marcos Alonso í óvæntu 3-2 tapi Chelsea í gær var ekkert að fara minnka þá orðróma en Alonso átti skelfilegan leik. Með sigri hefði Chelsea hoppað yfir Leicester í töflunni en lærisveinar Brendan Rodgers hafa engan veginn náð vopnum sínum eftir að úrvalsdeildin fór aftur af stað. Spánverjinn virðist einfaldlega ekki fær um að spila sem vinstri bakvörður eftir að hafa blómstrað sem vængbakvörður þegar Antonio Conte var við stjórnvölin á Brúnni. Gekk Gary Neville svo langt að kenna Alonso nær alfarið um tapið. Liðið missti boltann og West Ham sótti hratt í svæðið sem Alonso skildi eftir sig. Andriy Yarmolenko nýtti sér það pláss sem hafði myndast í fjarveru Alonso og tryggði West Ham öll þrjú stigin við mikinn fögnuðu David Moyes. Man of the Match, @WestHam s Michail Antonio 1 goal5 shots (most in match)2 on target1 assist (for Yarmolenko s winning goal)2 chances created pic.twitter.com/0gGnt1kvwC— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 1, 2020 „Horfið á hann, hvað er hann að gera? Hann er jafn Yarmalenko þegar skyndisóknin hefst en hann nennir ekki að hlaupa til baka. Þú hleypur til baka eins hratt og þú getur þegar liðið þitt tapar boltanum. Þetta er eitthvað sem þú lærir þegar þú ert sex ára gamall,“ sagði Neville þegar hann fór yfir leikinn á Sky í gær. Neville ætti að vita eitthvað um stöðu bakvarðar en hann lék nær allan sinn feril sem hægri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins. Lék hann 85 landsleiki fyrir England, enginn hægri bakvörður á fleiri. Þá vann hann 20 titla á ferli sínum sem leikmaður.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira