Telja að viðvörunarkerfi Icelandair-þotunnar hafi komið í veg fyrir flugslys Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 17:57 Þotan var af gerðinni Boeing 757. Vísir/vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að viðvörunarkerfi Icelandair-þotu sem kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í október 2016 hafi komið í veg fyrir flugslys. Þá telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“, þar sem hann þurfti að stilla og handvelja flug-og fallhraða. Þetta kemur fram í skýrslu RNSA um atvikið sem birt var í dag. Talsverð hætta skapaðist þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug óeðlilega nálægt jörðu í aðflugi að Keflavíkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow og kom að Keflavík úr norðri skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Lenda átti á flugbraut 19. Vonskuveður var í Keflavík umrætt síðdegi og í skýrslu rannsóknarnefndar segir að flugmennirnir hafi rætt sín á milli hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow, sem að endingu var ekki gert. Sáu ekki til jarðar fyrr en þeir sneru við Að sögn flugmannanna var gríðarmikil úrkoma þegar þeir komu niður úr skýjum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og sáu þeir ekki til jarðar. Þegar flugvélin var komin niður í um 500 feta hæð yfir jörðu fór svokallaður framsýnn jarðvari flugvélarinnar í gang, sem gaf til kynna að flugvélin væri of nálægt jörðu. Viðvaranirnar héldu áfram þar til flugvélin tók að hækka flugið á ný. Lægsta hæð flugvélarinnar yfir jörðu, samkvæmt gögnum ferðrita, varð 221 fet klukkan 15:15:12. Um tíu sekúndum síðar hafði flugturn samband við flugmennina til að gefa þeim heimild til lendingar en þeir létu þá vita að þeir hefðu byrjað fráhvarfsflug. Þeir sögðust ekki hafa séð til jarðar fyrr en eftir að þeir hófu fráhvarfsflugið. Vegna mikils hliðarvinds urðu flugmennirnir að fljúga tvö aðflug að flugbraut 11 áður en flugvélinni var lent á henni. Höfðu ekki fengið tækifæri til að æfa aðflugið Í niðurstöðum rannsóknarnefndar er ýmislegt tínt til um atvikið. Þannig hafi rannsókn gefið til kynna að flughermir sem notast var við í upphafi verklegar þjálfunar hermdi ekki rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (Area navigation, RNAV). Þá kvaðst flugstjórinn ekki viss um hvort þeir flugmennirnir væru að fljúga rétt aðflug við lendingu og tóku vangavelturnar um það bæði tíma og einbeitingu frá honum í aðfluginu. Rannsóknarnefndin telur að orsakir slyssins megi m.a. rekja til þess að flugmennirnir hafi ekki verið vanir að fljúga svokallað RNAV-aðflug, þ.e. aðflug eftir svæðisleiðsögu. Þá hefðu hvorki flugmenn né flugumferðarstjórar vitað hvaða aðflug samkvæmt svæðisleiðsögu var í gildi fyrir flugbraut 19. Flugmennirnir höfðu heldur ekki haft færi á að æfa slík aðflug og þá höfðu flugmenn og flugumferðarstjórar ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu framkvæmda á flugvellinum. Rannsóknarnefndin telur einnig líklegt að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni hafi verið með hugann við að stilla og handvelja flughraða og fallhraða og því „misst yfirsýn á örlagastundu í aðfluginu.“ Samvinnu í flugstjórnarklefanum á milli flugmanna hafi einnig líklega verið ábótavant, auk þess sem slæmt skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Þá telur rannsóknarnefndin að viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir að flugslys yrði. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að viðvörunarkerfi Icelandair-þotu sem kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í október 2016 hafi komið í veg fyrir flugslys. Þá telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“, þar sem hann þurfti að stilla og handvelja flug-og fallhraða. Þetta kemur fram í skýrslu RNSA um atvikið sem birt var í dag. Talsverð hætta skapaðist þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug óeðlilega nálægt jörðu í aðflugi að Keflavíkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow og kom að Keflavík úr norðri skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Lenda átti á flugbraut 19. Vonskuveður var í Keflavík umrætt síðdegi og í skýrslu rannsóknarnefndar segir að flugmennirnir hafi rætt sín á milli hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow, sem að endingu var ekki gert. Sáu ekki til jarðar fyrr en þeir sneru við Að sögn flugmannanna var gríðarmikil úrkoma þegar þeir komu niður úr skýjum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og sáu þeir ekki til jarðar. Þegar flugvélin var komin niður í um 500 feta hæð yfir jörðu fór svokallaður framsýnn jarðvari flugvélarinnar í gang, sem gaf til kynna að flugvélin væri of nálægt jörðu. Viðvaranirnar héldu áfram þar til flugvélin tók að hækka flugið á ný. Lægsta hæð flugvélarinnar yfir jörðu, samkvæmt gögnum ferðrita, varð 221 fet klukkan 15:15:12. Um tíu sekúndum síðar hafði flugturn samband við flugmennina til að gefa þeim heimild til lendingar en þeir létu þá vita að þeir hefðu byrjað fráhvarfsflug. Þeir sögðust ekki hafa séð til jarðar fyrr en eftir að þeir hófu fráhvarfsflugið. Vegna mikils hliðarvinds urðu flugmennirnir að fljúga tvö aðflug að flugbraut 11 áður en flugvélinni var lent á henni. Höfðu ekki fengið tækifæri til að æfa aðflugið Í niðurstöðum rannsóknarnefndar er ýmislegt tínt til um atvikið. Þannig hafi rannsókn gefið til kynna að flughermir sem notast var við í upphafi verklegar þjálfunar hermdi ekki rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (Area navigation, RNAV). Þá kvaðst flugstjórinn ekki viss um hvort þeir flugmennirnir væru að fljúga rétt aðflug við lendingu og tóku vangavelturnar um það bæði tíma og einbeitingu frá honum í aðfluginu. Rannsóknarnefndin telur að orsakir slyssins megi m.a. rekja til þess að flugmennirnir hafi ekki verið vanir að fljúga svokallað RNAV-aðflug, þ.e. aðflug eftir svæðisleiðsögu. Þá hefðu hvorki flugmenn né flugumferðarstjórar vitað hvaða aðflug samkvæmt svæðisleiðsögu var í gildi fyrir flugbraut 19. Flugmennirnir höfðu heldur ekki haft færi á að æfa slík aðflug og þá höfðu flugmenn og flugumferðarstjórar ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu framkvæmda á flugvellinum. Rannsóknarnefndin telur einnig líklegt að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni hafi verið með hugann við að stilla og handvelja flughraða og fallhraða og því „misst yfirsýn á örlagastundu í aðfluginu.“ Samvinnu í flugstjórnarklefanum á milli flugmanna hafi einnig líklega verið ábótavant, auk þess sem slæmt skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Þá telur rannsóknarnefndin að viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir að flugslys yrði.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira