N1 mótið hefst í dag: Aldrei fleiri lið skráð til leiks 1. júlí 2020 12:15 N1 mótið á Akureyri hefst í dag. Vísir/N1 Þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks en einmitt nú. Mótið stendur frá deginum í dag, 1. júlí, og lýkur þann 4. júlí eða á laugardaginn kemur. N1 mótið er einn umfangsmesti og vinsælasti íþróttaviðburður landsins og rétt tæplega 2.000 ungir drengir leggja land undir fót og og etja kappi í vinsælustu íþróttagrein Íslands. Skráð lið í ár eru 212 talsins og hafa aldrei fleiri lið verið skráð til leiks, en þau voru 204 á síðasta ári sem var metfjöldi. Þátttakendafjöldi er 1.940 talsins og nær nánast sömu höfðatölu og í fyrra, en það var fjölmennasta N1 mótið frá upphafi. Breiðablik úr Kópavogi sendir flest lið til leiks að þessu sinni, eða 16 talsins, en Hafnfirðingarnir í Fimleikafélagi bæjarins fylgja fast á hæla nágranna þeirra og senda 11 lið. Ekkert erlent lið kemur til leiks í ár af skiljanlegum ástæðum. N1 hefur um árabil stutt grasrótarstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og í samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðarleikmönnum, t.d. í gegnum Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Í ár mætir fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnar Þór Viðarsson til að fylgjast með þátttakendum og því ljóst að margir eiga eftir að sýna sitt besta með hann á hliðarlínunni. Eins og ætíð áður fylgir fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið og minna skipuleggjendur á að sýna tillit vegna þess ástands sem ríkt hefur, en einnig umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. N1 er styrktaraðili mótsins en framkvæmdin er í höndum KA. „Eins og fyrri ár höfum við talið niður dagana þar til N1 mótið hefst, enda einn af hápunktum sumarsins hjá okkur í KA og við getum ekki beðið eftir að taka á móti strákunum og þeirra fólki og sjá hér allt iða af lífi og fjöri. Kappið, leikgleðin, köllin og fögnin fylla bæinn og það eru sannkölluð forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa alltaf jafn gott. Venju samkvæmt minnum við forráðamenn á að vera duglega við að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig söguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Við hjá N1 erum alltaf jafn stolt af þessu móti og reiknum eins og áður með stórskemmtilegum dögum þar sem keppnisskapið verður allsráðandi með heiðarleika og drengskap í fyrirrúmi. Samstarfið við KA er afar ánægjulegt og N1 mun sem fyrr halda áfram að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1. Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks en einmitt nú. Mótið stendur frá deginum í dag, 1. júlí, og lýkur þann 4. júlí eða á laugardaginn kemur. N1 mótið er einn umfangsmesti og vinsælasti íþróttaviðburður landsins og rétt tæplega 2.000 ungir drengir leggja land undir fót og og etja kappi í vinsælustu íþróttagrein Íslands. Skráð lið í ár eru 212 talsins og hafa aldrei fleiri lið verið skráð til leiks, en þau voru 204 á síðasta ári sem var metfjöldi. Þátttakendafjöldi er 1.940 talsins og nær nánast sömu höfðatölu og í fyrra, en það var fjölmennasta N1 mótið frá upphafi. Breiðablik úr Kópavogi sendir flest lið til leiks að þessu sinni, eða 16 talsins, en Hafnfirðingarnir í Fimleikafélagi bæjarins fylgja fast á hæla nágranna þeirra og senda 11 lið. Ekkert erlent lið kemur til leiks í ár af skiljanlegum ástæðum. N1 hefur um árabil stutt grasrótarstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og í samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðarleikmönnum, t.d. í gegnum Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Í ár mætir fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnar Þór Viðarsson til að fylgjast með þátttakendum og því ljóst að margir eiga eftir að sýna sitt besta með hann á hliðarlínunni. Eins og ætíð áður fylgir fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið og minna skipuleggjendur á að sýna tillit vegna þess ástands sem ríkt hefur, en einnig umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. N1 er styrktaraðili mótsins en framkvæmdin er í höndum KA. „Eins og fyrri ár höfum við talið niður dagana þar til N1 mótið hefst, enda einn af hápunktum sumarsins hjá okkur í KA og við getum ekki beðið eftir að taka á móti strákunum og þeirra fólki og sjá hér allt iða af lífi og fjöri. Kappið, leikgleðin, köllin og fögnin fylla bæinn og það eru sannkölluð forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa alltaf jafn gott. Venju samkvæmt minnum við forráðamenn á að vera duglega við að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig söguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Við hjá N1 erum alltaf jafn stolt af þessu móti og reiknum eins og áður með stórskemmtilegum dögum þar sem keppnisskapið verður allsráðandi með heiðarleika og drengskap í fyrirrúmi. Samstarfið við KA er afar ánægjulegt og N1 mun sem fyrr halda áfram að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1.
Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira