Pulisic fremstur meðal jafningja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 12:30 Pulisic kemur Chelsea yfir gegn Manchester City. EPA-EFE/Paul Childs Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic hefur ekki heillað alla upp úr skónum í vetur en hann er samt sem áður markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef miðað er við leikmenn 21 árs eða yngri. Pulisic er fæddur árið 1998 og verður 22 ára þann 18. september næstkomandi. Skoraði hann sitt sjöunda mark á tímabilinu í gær þegar hann kom Chelsea yfir gegn Manchester City. Hefur enginn skorað fleiri mörk. Fór það svo að Chelsea vann leikinn 2-1 og tryggði þar með Liverpool Englandsmeistaratitilinn – þann fyrsta í 30 ár eins og alþjóð eflaust veit. 7 - Christian Pulisic has now scored seven @premierleague goals this season, the most of any player in the competition aged 21 or under. Pond. #CHEMCI pic.twitter.com/9FWkp1dzIi— OptaJoe (@OptaJoe) June 25, 2020 Var þetta annar leikurinn í röð þar sem mark Pulisic tryggir Chelsea þrjú stig en hann skoraði einnig í 2-1 sigri á Aston Villa þann 21. júní. Næstur á lista markahæstu leikmanna 21 árs og yngri er svo annar Chelsea maður, Mason Mount. Markaskorun Pulisic er í raun enn merkilegri ef horft er til þess að hann hefur aðeins byrjað 13 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu og aðeins komið fimm sinnum af bekknum. Þá hefur Bandaríkjamaðurinn lagt upp tvö mörk. Reikna má með Pulisic enn sterkari á næstu leiktíð en leikmaðurinn var keyptur frá þýska félaginu Borussia Dortmund í janúar 2019 og gekk í raðir Chelsea það sumar. Þetta er því fyrsta tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni. Ljóst er að Frank Lampard mun hafa nóg af valmöguleikum fram á við á næstu leiktíð en Chelsea hefur nú þegar staðfest kaup á vængmanninum Hakim Ziych frá Ajax og framherjanum Timo Werner frá RB Leipzig. Með sigrinum í gær náði Chelsea fimm stiga forystu á Manchester United og Wolverhampton Wanderers en Lundúnaliðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic hefur ekki heillað alla upp úr skónum í vetur en hann er samt sem áður markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef miðað er við leikmenn 21 árs eða yngri. Pulisic er fæddur árið 1998 og verður 22 ára þann 18. september næstkomandi. Skoraði hann sitt sjöunda mark á tímabilinu í gær þegar hann kom Chelsea yfir gegn Manchester City. Hefur enginn skorað fleiri mörk. Fór það svo að Chelsea vann leikinn 2-1 og tryggði þar með Liverpool Englandsmeistaratitilinn – þann fyrsta í 30 ár eins og alþjóð eflaust veit. 7 - Christian Pulisic has now scored seven @premierleague goals this season, the most of any player in the competition aged 21 or under. Pond. #CHEMCI pic.twitter.com/9FWkp1dzIi— OptaJoe (@OptaJoe) June 25, 2020 Var þetta annar leikurinn í röð þar sem mark Pulisic tryggir Chelsea þrjú stig en hann skoraði einnig í 2-1 sigri á Aston Villa þann 21. júní. Næstur á lista markahæstu leikmanna 21 árs og yngri er svo annar Chelsea maður, Mason Mount. Markaskorun Pulisic er í raun enn merkilegri ef horft er til þess að hann hefur aðeins byrjað 13 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu og aðeins komið fimm sinnum af bekknum. Þá hefur Bandaríkjamaðurinn lagt upp tvö mörk. Reikna má með Pulisic enn sterkari á næstu leiktíð en leikmaðurinn var keyptur frá þýska félaginu Borussia Dortmund í janúar 2019 og gekk í raðir Chelsea það sumar. Þetta er því fyrsta tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni. Ljóst er að Frank Lampard mun hafa nóg af valmöguleikum fram á við á næstu leiktíð en Chelsea hefur nú þegar staðfest kaup á vængmanninum Hakim Ziych frá Ajax og framherjanum Timo Werner frá RB Leipzig. Með sigrinum í gær náði Chelsea fimm stiga forystu á Manchester United og Wolverhampton Wanderers en Lundúnaliðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira
Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01