Ungstirni verðandi Englandsmeistara Liverpool segir Beckham þann besta í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:30 Spyrnutækni Trent Alexander-Arnold hefur verið líkt við spyrnutækni hins magnaða David Beckham. EPA-EFE/PETER POWELL Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður verðandi Englandsmeistara Liverpool, skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 4-0 sigri á Crystal Palace í gær. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú aðeins einum leik – fari það svo að Manchester City vinni ekki Chelsea á Brúnni í kvöld – frá fyrsta Englandsmeistaratitli liðsins í 30 ár eða frá 1990. Spyrnutækni hins unga Alexander-Arnold þykir minna á spyrnutækni David Beckham sem gerði garðinn frægan með Manchester United, Real Madrid og LA Galaxy á árum áður. Í dag er Beckham einn af eigendum Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Eftir leik gærdagsins ræddi Trent við Sky Sports í dag. Aðspurður hvort hann hefði getað hitt boltann betur í markinu var svarið frekar einfalt. „Ég held ekki,“ svaraði bakvörðurinn um hæl. Í kjölfarið var honum sagt að Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports, hefði líkt tækninni við þá hjá Beckham. Var leikmaðurinn svo spurður hversu mikið hrós það væri. „Það er augljóslega mikið hrós enda er hann líklega sá besti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er þó enn mikil vinna til að komast á sama stall og Beckham,“ sagði auðmjúkur Trent einnig en viðtalið má sjá hér að neðan. "He's the best free-kick taker in Premier League history." Trent Alexander-Arnold reacts to comparisons to David Beckham from @Carra23 after his wonder strike against #CPFC. pic.twitter.com/kNmxcLef8Y— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 24, 2020 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður verðandi Englandsmeistara Liverpool, skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 4-0 sigri á Crystal Palace í gær. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú aðeins einum leik – fari það svo að Manchester City vinni ekki Chelsea á Brúnni í kvöld – frá fyrsta Englandsmeistaratitli liðsins í 30 ár eða frá 1990. Spyrnutækni hins unga Alexander-Arnold þykir minna á spyrnutækni David Beckham sem gerði garðinn frægan með Manchester United, Real Madrid og LA Galaxy á árum áður. Í dag er Beckham einn af eigendum Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Eftir leik gærdagsins ræddi Trent við Sky Sports í dag. Aðspurður hvort hann hefði getað hitt boltann betur í markinu var svarið frekar einfalt. „Ég held ekki,“ svaraði bakvörðurinn um hæl. Í kjölfarið var honum sagt að Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports, hefði líkt tækninni við þá hjá Beckham. Var leikmaðurinn svo spurður hversu mikið hrós það væri. „Það er augljóslega mikið hrós enda er hann líklega sá besti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er þó enn mikil vinna til að komast á sama stall og Beckham,“ sagði auðmjúkur Trent einnig en viðtalið má sjá hér að neðan. "He's the best free-kick taker in Premier League history." Trent Alexander-Arnold reacts to comparisons to David Beckham from @Carra23 after his wonder strike against #CPFC. pic.twitter.com/kNmxcLef8Y— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 24, 2020
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira