Hoppaðu á ljósmæðra-vagninn Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 25. júní 2020 07:00 Nú hringsólar um göturnar grænn strætisvagn skreyttur allsnöktum fæðandi konum, dularfullum höndum og slagorðinu „við tökum vel á móti þér“. En hvers vegna? Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra Á síðasta þingi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, var helsta umræðuefnið hvernig hægt væri að bjarga lífum og stuðla að betri velferð kvenna og barna. Viðfangsefnið að þessu sinni var „gæða-ljósmæðraþjónusta“. Einnig ákvað WHO að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020 en þá eru einnig liðin 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale, helsta frumkvöðul nútíma-hjúkrunarfræði . Með þessu vildi stofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gegna í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu í heild. WHO hefur áður hvatt þjóðir heimsins til að hámarka framlag þessara tveggja starfsstétta í samfélaginu, fjárfesta af meiri krafti í hjúkrun og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Nú er því tilefni fyrir Ísland, sem og samfélög víða um heim, til að einbeita sér að því að veita vandaða hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu til allra kvenna, nýbura og fjölskyldna þeirra. Hvers vegna er ljósmæðraþjónusta mikilvæg? Ljósmæður eru ábyrgir fagaðilar sem sinna konum og fjölskyldum í gegnum allt barneignarferlið. Sérþekking þeirra snýr að eðlilegu ferli. Við búum svo vel hér á landi að ef konur eru heilbrigðar á meðgöngunni og eiga von á heilbrigðu barni, getur ljósmóðir verið eini fagaðilinn sem foreldrar hitta í gegnum allt ferlið. Ljósmæður líta á fæðingu barns í heiminn sem fjölskylduviðburð og eðlilegt ferli, þar til annað kemur í ljós. Þær hafa hins vegar þekkingu og reynslu til að koma auga á hið óeðlilega og blanda þá viðeigandi fagaðila í málið þegar þörf er á. Ljósmæður sinna einnig fræðslu og veita þjónustu tengda heilbrigði, kvenheilsu og kvenlíkamanum. Þær starfa hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á einkastofum eða á heilsugæslustöðvum. Fleiri sjónarmið í mótun heilbrigðisstefnu Skapa þarf öflugan vettvang fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til að taka þátt stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þar sem ljósmæður sinna barneignarþjónustu dregur úr líkum á dánartíðni og sjúkdómum hjá móður og barni um rúm 80% og fyrirburafæðingum um 24%. Að auki eru fleiri konur með börn sín á brjósti þar sem ljósmæður veita umönnun, sálfélagsleg líðan kvenna er betri og inngrip í fæðingu eru færri, sérstaklega keisaraskurðir. Starf ljósmæðra er því óumdeilanlega mikilvægt fyrir velferð nýbura og kvenna en ungbarnadauði hérlendis er með þeim lægsta í heiminum. Af þessu tilefni vildi Ljósmæðrafélag Íslands nýta tækifærið, minna á sig og þannig ítreka mikilvægi ljósmæðraþjónustu hér á landi. Þrátt fyrir góðan árangur er alltaf hægt að gera betur. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú hringsólar um göturnar grænn strætisvagn skreyttur allsnöktum fæðandi konum, dularfullum höndum og slagorðinu „við tökum vel á móti þér“. En hvers vegna? Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra Á síðasta þingi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, var helsta umræðuefnið hvernig hægt væri að bjarga lífum og stuðla að betri velferð kvenna og barna. Viðfangsefnið að þessu sinni var „gæða-ljósmæðraþjónusta“. Einnig ákvað WHO að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020 en þá eru einnig liðin 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale, helsta frumkvöðul nútíma-hjúkrunarfræði . Með þessu vildi stofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gegna í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu í heild. WHO hefur áður hvatt þjóðir heimsins til að hámarka framlag þessara tveggja starfsstétta í samfélaginu, fjárfesta af meiri krafti í hjúkrun og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Nú er því tilefni fyrir Ísland, sem og samfélög víða um heim, til að einbeita sér að því að veita vandaða hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu til allra kvenna, nýbura og fjölskyldna þeirra. Hvers vegna er ljósmæðraþjónusta mikilvæg? Ljósmæður eru ábyrgir fagaðilar sem sinna konum og fjölskyldum í gegnum allt barneignarferlið. Sérþekking þeirra snýr að eðlilegu ferli. Við búum svo vel hér á landi að ef konur eru heilbrigðar á meðgöngunni og eiga von á heilbrigðu barni, getur ljósmóðir verið eini fagaðilinn sem foreldrar hitta í gegnum allt ferlið. Ljósmæður líta á fæðingu barns í heiminn sem fjölskylduviðburð og eðlilegt ferli, þar til annað kemur í ljós. Þær hafa hins vegar þekkingu og reynslu til að koma auga á hið óeðlilega og blanda þá viðeigandi fagaðila í málið þegar þörf er á. Ljósmæður sinna einnig fræðslu og veita þjónustu tengda heilbrigði, kvenheilsu og kvenlíkamanum. Þær starfa hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á einkastofum eða á heilsugæslustöðvum. Fleiri sjónarmið í mótun heilbrigðisstefnu Skapa þarf öflugan vettvang fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til að taka þátt stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þar sem ljósmæður sinna barneignarþjónustu dregur úr líkum á dánartíðni og sjúkdómum hjá móður og barni um rúm 80% og fyrirburafæðingum um 24%. Að auki eru fleiri konur með börn sín á brjósti þar sem ljósmæður veita umönnun, sálfélagsleg líðan kvenna er betri og inngrip í fæðingu eru færri, sérstaklega keisaraskurðir. Starf ljósmæðra er því óumdeilanlega mikilvægt fyrir velferð nýbura og kvenna en ungbarnadauði hérlendis er með þeim lægsta í heiminum. Af þessu tilefni vildi Ljósmæðrafélag Íslands nýta tækifærið, minna á sig og þannig ítreka mikilvægi ljósmæðraþjónustu hér á landi. Þrátt fyrir góðan árangur er alltaf hægt að gera betur. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun