Holskefla ásakana um kynferðisbrot í Hollywood Heiðar Sumarliðason skrifar 23. júní 2020 14:29 Justin Bieber, Chris D´Elia, Danny Masterson og Ansel Elgort voru allir sakaðir um kynferðisglæpi í síðustu viku. Óvenju mikið magn fregna af kynferðisbrotum karlmanna í skemmtanaiðnaðinum hafa borist í þessari og síðustu viku. Stærsta fréttin var þegar til tíðinda dró í máli Dannys Mastersons, sem undanfarin ár hefur setið undir ásökunum um kynferðisglæpi úr ýmsum áttum. Í síðustu viku voru honum birtar ákærur um þrjár mismunandi nauðganir, sem áttu sér stað á árunum 2001 til 2003. Einnig eru menn innan Vísindakirkjunnar ásakaðir um að hafa aðstoðað hann við að hylma yfir atvikin, en Masterson er meðlimur í sértrúarsöfnuðinum. Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni en árið 2017 rannsakaði lögreglan í Los Angeles aðkomu hans að fjórum kynferðisofbeldismálum, en hann var ekki ákærður í það skiptið. Sú rannsókn hafði hins vegar þær afleiðingar í för með sér að hann missti hlutverk sitt í Netflix-þáttaröðinni The Ranch. En nauðganirnar sem hann er nú ákærður fyrir munu vera þær sömu og voru rannsakaðar árið 2017. Konurnar voru allar meðlimir í Vísindakirkjunni þegar atburðirnir áttu sér stað. Í einkamáli sem þær höfðuðu gegn Masterson segir að tvær þeirra hafi sagt hátt settum mönnum innan kirkjunnar frá atvikunum. Viðbrögðin hafi verið að reisa skjaldborg í kringum Masterson og þrýsta á þær að segja ekki frá atburðunum. Tvær kvennanna segjast hafa átt í ástarsambandi við Masterson þegar nauðganirnar áttu sér stað. Önnur þeirra segir hann ítrekað hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð á árunum 1997 til 2002. Þegar ásakanirnar komu upprunalega fram sökuðu talsmenn Mastersons leikkonuna Leuh Remini um að standa að baki þeim, en hún er fyrrum meðlimur Vísindakirkjunnar, og hefur haldið úti mikilli herferð gegn söfnuðinum. Hún var sökuð um að hafa skipulagt ásakanirnar til að kynna sjónvarpsþátt sinn Leah Remini: Scientology and the Aftermath. Masterson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Steven Hyde í That 70s Show, er nú laus gegn tryggingu, en hann gæti átt von á allt að 45 ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hér að neðan er sýnishorn úr annarri þáttaröð Leah Remini: Scientology and the Aftermath, þar sem sýnt er brot úr viðtali hennar við eina af konunum sem saka Masterson um kynferðisofbeldi. Chris D´Elia sakaður um ósæmilega hegðun Chris D´Elia ásamt fyrrum mótleikkonu sinni Whitney Cummings, sem nú hefur fordæmt leikarann. Grínistinn og leikarinn Chris D´Elia var s.l. þriðjudag sakaður um ítrekaða kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Hann er m.a. sakaður um að hafa reynt að fá stúlkur undir lögaldri til að senda sér nektarmyndir. D´Elia brást við þessu með því að segja slúðurmiðlinum TMZ að hann hafi aldrei beðið stúlkur, sem hann vissi að væru undir lögaldri, um nektarmyndir. Hann viðurkennir þó að hafa á stundum hegðað sér óviðurkvæmilega við konur og að hann sjái eftir því, en segir að öll hans ástarsambönd hafi verið með samþykki beggja og að allar hafi konurnar verið yfir lögaldri. Þetta er aðeins brotabrot af þeim skilaboðum sem hafa komið fram á þræðinum. Ásakanirnar komu fyrst fram á Twitter-reikningi sem kallast She Rates Dogs, sem er í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar Michaela Okland. Eftir það hefur þráðurinn lengst töluvert og óteljandi ásakanir um ósæmilega hegðun leikarans birst. D´Elia lék nýverið grínista í Netflix-þáttaröðinni You, sem stundar það að tæla unglingsstúlkur heim til sín og misnota, einnig lék hann barnaníðing í þáttunum Workaholics, sem nú hefur verið fjarlægður af Hulu og Amazon Prime. Leikkonan Whitney Cummings, sem lék á móti honum í gamanþáttunum Whitney, gaf frá sér yfirlýsingu um málið, þar sem hún fordæmdi D´Elia og aðra karlkyns grínista sem nota stöðu sína til að tæla aðdáendur undir lögaldri til lags við sig. Whitney Cummings er bálreið yfir hegðun D´Elia. Þekktur teiknimynda- og handritshöfundur ásakaður Höfundurinn Warren Ellis er stórt nafn í teiknimyndaiðnaðinum. Warren Ellis er þekktur höfundur teiknimyndablaða og handrita að teiknimyndum, en hann var nafngreindur á Twitter-reikningi rithöfundarins og ljósmyndarans Jhayne Holmes. Í kjölfar þess hefur mikill fjöldi kvenna úr teiknimyndaiðnaðinum gefið sig fram og sagt frá aðförum Ellisar, hvernig hann bauðst til að aðstoða þær með feril sinn, en reyndi svo fljótt að gera sambandið kynferðislegt. Þær segjast hafa verið hræddar við að hafna honum vegna áhrifa hans í iðnaðinum. Þær saka hann um að beita þeim aðferðum sem oftast eru tengdar orðræðu um barnaníðinga, sem á ensku er kallað „grooming,“ þar sem níðingurinn nær trausti fórnarlambsins, áður en hann misnotar það. Holmes segir af aðförum hans: „Munstrið er skýrt. 1. Hann fann mig þegar ég var ung/viðkvæm/óörugg. 2. Hann lét sem hann væri lærifaðir minn og gaf mér þá athygli sem ég þráði. 3. Hann reyndi að þenja mörk sambandsins. 4. Hann sagði mér að ég væri honum allt, við værum bestu vinir, hann studdi starfsframa minn með ráðum og dáðum, því fannst mér ég ekki geta hafnað honum.“ Hún segist nú vera í sambandi við tugi kvenna sem hafi allar sömu sögu að segja varðandi hegðun hans. Margmiðlunarlistakonan Zoetica Ebb skrifaði Twitter-þráð um kynni sín og kvennanna af Ellis. „Þetta er allt satt. Og já, þetta henti mig líka. Og já, hann hefur gert margt gott, en það er kerfið sem er vandamálið. Það þarf að brenna það.“ Ebb vill meina að hvernig vald er misnotað sé það sem þurfi að útrýma, að þetta hafi ekkert með samþykki beggja aðila í kynlífi að gera. Heldur með að engin kvennanna hafi samþykkt að vera beittar blekkingum á þann máta sem Ellis hefur ítrekað gert við tugi kvenna s.l. áratugi, að rífa þurfi niður það kerfi sem leyfir karlmönnum að misnota stöðu sína til að fá ungar konur til lags við sig. Ansel Elgort neitar ásökunum Leikarinn Ansel Elgort neitar ásökunum. Ungstirnið Ansel Elgort, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í væntanlegri West Side Story-kvikmynd Stevens Spielbergs, var í síðustu viku sakaður um kynferðisárás af konu, sem átti sér stað þegar hún var 17 ára gömul. Ásakanirnar birti hún á Twitter, þar sem hún gekk aðeins undir nafninu Gaby, en reikningi hennar hefur nú verið eytt, ásamt færslunni. Elgort brást við með því að segja að hann hafi átt í stuttu ástarsambandi við konuna árið 2014, en hafi svo hætt að svara skilaboðum hennar og símtölum. Hann neitar öllum ásökunum um að hafa beitt hana ofbeldi og segir samskipti þeirra hafa verið með samþykki beggja. View this post on Instagram A post shared by @ansel on Jun 20, 2020 at 6:36pm PDT Tvær konur ásaka Justin Bieber Justin Bieber neitar ásökunum um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi. Eftir ásakanirnar á hendur Ansel, ákvað önnur kona að stíga fram og segja frá samskiptum sínum við söngvarann Justin Bieber. Hún segir hann hafa nauðgað sér á Four Seasons hótelinu í Austin í Texas árið 2015. Hún notaði Twitter til þess að bera fram ásakanirnar, en reikningi hennar hefur nú verið eytt. Bieber brást við með því að segjast ekki hafa gist á Four Seasons hótelinu daginn sem um ræðir, að hann hafi dvalið í íbúð sem hann leigði af Airbnb og birti kvittanir því til sönnunar. Hins vegar hefur komið á daginn að Bieber sást á hótelinu þennan dag, hann segist hins vegar aðeins hafa snætt á veitingastað hótelsins, en ekki gist þar. Málið flæktist þó enn meira þegar fyrirsætan Khadidja Djibrine sakaði Bieber einnig um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Hún segir að ásakanir fyrrnefndrar konu hafi veitt henni hugrekki til að segja frá samskiptum sínum við Bieber, en hún sakar hann um að hafa nauðgað sér í maí árið 2015. I believe Danielle, I am a victim of sexual assault by Justin Bieber too pic.twitter.com/AA0Y72xE1s— Kadi (@ItsnotKadi) June 21, 2020 Cole Sprouse sakaður um ofbeldi Líklegast þekkja fleiri Cole Sprouse frá þeim tíma sem hann lék Ben í Friends. Leikarinn Cole Sprouse bættist svo í vikunni í þennan hóp ásakaðra manna. Ásakanirnar eru nafnlausar og koma af Twitter-reikningnum Victori66680029, sem má sjà hér að neðan. I want to tell about my sexual abuse by cole sprouse. It was at a party in 2013 when cole was at nyu. I was invited to one of his parties by a mutual friend, he came up during the party and started flirting with me and obviously I was flattered, we talked for quite a while,— Victoria (@Victori66680029) June 21, 2020 Cole hefur brugðist við og segir þetta ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Sprouse leikur eitt af aðalhlutverkunum í unglingadramanu Riverdale, en hann og tvíburabróðir hans Dylan, léku m.a. hlutverk Ben Geller, sonar Ross í Friends. Earlier today myself and three other cast mates were falsely accused of sexual offense by anonymous accounts on twitter. I take these accusations very seriously, and will be working with the right teams to get to the root of it. (1)— Cole M. Sprouse (@colesprouse) June 22, 2020 Hollywood MeToo Bandaríkin Mál Danny Masterson Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Óvenju mikið magn fregna af kynferðisbrotum karlmanna í skemmtanaiðnaðinum hafa borist í þessari og síðustu viku. Stærsta fréttin var þegar til tíðinda dró í máli Dannys Mastersons, sem undanfarin ár hefur setið undir ásökunum um kynferðisglæpi úr ýmsum áttum. Í síðustu viku voru honum birtar ákærur um þrjár mismunandi nauðganir, sem áttu sér stað á árunum 2001 til 2003. Einnig eru menn innan Vísindakirkjunnar ásakaðir um að hafa aðstoðað hann við að hylma yfir atvikin, en Masterson er meðlimur í sértrúarsöfnuðinum. Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni en árið 2017 rannsakaði lögreglan í Los Angeles aðkomu hans að fjórum kynferðisofbeldismálum, en hann var ekki ákærður í það skiptið. Sú rannsókn hafði hins vegar þær afleiðingar í för með sér að hann missti hlutverk sitt í Netflix-þáttaröðinni The Ranch. En nauðganirnar sem hann er nú ákærður fyrir munu vera þær sömu og voru rannsakaðar árið 2017. Konurnar voru allar meðlimir í Vísindakirkjunni þegar atburðirnir áttu sér stað. Í einkamáli sem þær höfðuðu gegn Masterson segir að tvær þeirra hafi sagt hátt settum mönnum innan kirkjunnar frá atvikunum. Viðbrögðin hafi verið að reisa skjaldborg í kringum Masterson og þrýsta á þær að segja ekki frá atburðunum. Tvær kvennanna segjast hafa átt í ástarsambandi við Masterson þegar nauðganirnar áttu sér stað. Önnur þeirra segir hann ítrekað hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð á árunum 1997 til 2002. Þegar ásakanirnar komu upprunalega fram sökuðu talsmenn Mastersons leikkonuna Leuh Remini um að standa að baki þeim, en hún er fyrrum meðlimur Vísindakirkjunnar, og hefur haldið úti mikilli herferð gegn söfnuðinum. Hún var sökuð um að hafa skipulagt ásakanirnar til að kynna sjónvarpsþátt sinn Leah Remini: Scientology and the Aftermath. Masterson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Steven Hyde í That 70s Show, er nú laus gegn tryggingu, en hann gæti átt von á allt að 45 ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hér að neðan er sýnishorn úr annarri þáttaröð Leah Remini: Scientology and the Aftermath, þar sem sýnt er brot úr viðtali hennar við eina af konunum sem saka Masterson um kynferðisofbeldi. Chris D´Elia sakaður um ósæmilega hegðun Chris D´Elia ásamt fyrrum mótleikkonu sinni Whitney Cummings, sem nú hefur fordæmt leikarann. Grínistinn og leikarinn Chris D´Elia var s.l. þriðjudag sakaður um ítrekaða kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Hann er m.a. sakaður um að hafa reynt að fá stúlkur undir lögaldri til að senda sér nektarmyndir. D´Elia brást við þessu með því að segja slúðurmiðlinum TMZ að hann hafi aldrei beðið stúlkur, sem hann vissi að væru undir lögaldri, um nektarmyndir. Hann viðurkennir þó að hafa á stundum hegðað sér óviðurkvæmilega við konur og að hann sjái eftir því, en segir að öll hans ástarsambönd hafi verið með samþykki beggja og að allar hafi konurnar verið yfir lögaldri. Þetta er aðeins brotabrot af þeim skilaboðum sem hafa komið fram á þræðinum. Ásakanirnar komu fyrst fram á Twitter-reikningi sem kallast She Rates Dogs, sem er í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar Michaela Okland. Eftir það hefur þráðurinn lengst töluvert og óteljandi ásakanir um ósæmilega hegðun leikarans birst. D´Elia lék nýverið grínista í Netflix-þáttaröðinni You, sem stundar það að tæla unglingsstúlkur heim til sín og misnota, einnig lék hann barnaníðing í þáttunum Workaholics, sem nú hefur verið fjarlægður af Hulu og Amazon Prime. Leikkonan Whitney Cummings, sem lék á móti honum í gamanþáttunum Whitney, gaf frá sér yfirlýsingu um málið, þar sem hún fordæmdi D´Elia og aðra karlkyns grínista sem nota stöðu sína til að tæla aðdáendur undir lögaldri til lags við sig. Whitney Cummings er bálreið yfir hegðun D´Elia. Þekktur teiknimynda- og handritshöfundur ásakaður Höfundurinn Warren Ellis er stórt nafn í teiknimyndaiðnaðinum. Warren Ellis er þekktur höfundur teiknimyndablaða og handrita að teiknimyndum, en hann var nafngreindur á Twitter-reikningi rithöfundarins og ljósmyndarans Jhayne Holmes. Í kjölfar þess hefur mikill fjöldi kvenna úr teiknimyndaiðnaðinum gefið sig fram og sagt frá aðförum Ellisar, hvernig hann bauðst til að aðstoða þær með feril sinn, en reyndi svo fljótt að gera sambandið kynferðislegt. Þær segjast hafa verið hræddar við að hafna honum vegna áhrifa hans í iðnaðinum. Þær saka hann um að beita þeim aðferðum sem oftast eru tengdar orðræðu um barnaníðinga, sem á ensku er kallað „grooming,“ þar sem níðingurinn nær trausti fórnarlambsins, áður en hann misnotar það. Holmes segir af aðförum hans: „Munstrið er skýrt. 1. Hann fann mig þegar ég var ung/viðkvæm/óörugg. 2. Hann lét sem hann væri lærifaðir minn og gaf mér þá athygli sem ég þráði. 3. Hann reyndi að þenja mörk sambandsins. 4. Hann sagði mér að ég væri honum allt, við værum bestu vinir, hann studdi starfsframa minn með ráðum og dáðum, því fannst mér ég ekki geta hafnað honum.“ Hún segist nú vera í sambandi við tugi kvenna sem hafi allar sömu sögu að segja varðandi hegðun hans. Margmiðlunarlistakonan Zoetica Ebb skrifaði Twitter-þráð um kynni sín og kvennanna af Ellis. „Þetta er allt satt. Og já, þetta henti mig líka. Og já, hann hefur gert margt gott, en það er kerfið sem er vandamálið. Það þarf að brenna það.“ Ebb vill meina að hvernig vald er misnotað sé það sem þurfi að útrýma, að þetta hafi ekkert með samþykki beggja aðila í kynlífi að gera. Heldur með að engin kvennanna hafi samþykkt að vera beittar blekkingum á þann máta sem Ellis hefur ítrekað gert við tugi kvenna s.l. áratugi, að rífa þurfi niður það kerfi sem leyfir karlmönnum að misnota stöðu sína til að fá ungar konur til lags við sig. Ansel Elgort neitar ásökunum Leikarinn Ansel Elgort neitar ásökunum. Ungstirnið Ansel Elgort, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í væntanlegri West Side Story-kvikmynd Stevens Spielbergs, var í síðustu viku sakaður um kynferðisárás af konu, sem átti sér stað þegar hún var 17 ára gömul. Ásakanirnar birti hún á Twitter, þar sem hún gekk aðeins undir nafninu Gaby, en reikningi hennar hefur nú verið eytt, ásamt færslunni. Elgort brást við með því að segja að hann hafi átt í stuttu ástarsambandi við konuna árið 2014, en hafi svo hætt að svara skilaboðum hennar og símtölum. Hann neitar öllum ásökunum um að hafa beitt hana ofbeldi og segir samskipti þeirra hafa verið með samþykki beggja. View this post on Instagram A post shared by @ansel on Jun 20, 2020 at 6:36pm PDT Tvær konur ásaka Justin Bieber Justin Bieber neitar ásökunum um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi. Eftir ásakanirnar á hendur Ansel, ákvað önnur kona að stíga fram og segja frá samskiptum sínum við söngvarann Justin Bieber. Hún segir hann hafa nauðgað sér á Four Seasons hótelinu í Austin í Texas árið 2015. Hún notaði Twitter til þess að bera fram ásakanirnar, en reikningi hennar hefur nú verið eytt. Bieber brást við með því að segjast ekki hafa gist á Four Seasons hótelinu daginn sem um ræðir, að hann hafi dvalið í íbúð sem hann leigði af Airbnb og birti kvittanir því til sönnunar. Hins vegar hefur komið á daginn að Bieber sást á hótelinu þennan dag, hann segist hins vegar aðeins hafa snætt á veitingastað hótelsins, en ekki gist þar. Málið flæktist þó enn meira þegar fyrirsætan Khadidja Djibrine sakaði Bieber einnig um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Hún segir að ásakanir fyrrnefndrar konu hafi veitt henni hugrekki til að segja frá samskiptum sínum við Bieber, en hún sakar hann um að hafa nauðgað sér í maí árið 2015. I believe Danielle, I am a victim of sexual assault by Justin Bieber too pic.twitter.com/AA0Y72xE1s— Kadi (@ItsnotKadi) June 21, 2020 Cole Sprouse sakaður um ofbeldi Líklegast þekkja fleiri Cole Sprouse frá þeim tíma sem hann lék Ben í Friends. Leikarinn Cole Sprouse bættist svo í vikunni í þennan hóp ásakaðra manna. Ásakanirnar eru nafnlausar og koma af Twitter-reikningnum Victori66680029, sem má sjà hér að neðan. I want to tell about my sexual abuse by cole sprouse. It was at a party in 2013 when cole was at nyu. I was invited to one of his parties by a mutual friend, he came up during the party and started flirting with me and obviously I was flattered, we talked for quite a while,— Victoria (@Victori66680029) June 21, 2020 Cole hefur brugðist við og segir þetta ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Sprouse leikur eitt af aðalhlutverkunum í unglingadramanu Riverdale, en hann og tvíburabróðir hans Dylan, léku m.a. hlutverk Ben Geller, sonar Ross í Friends. Earlier today myself and three other cast mates were falsely accused of sexual offense by anonymous accounts on twitter. I take these accusations very seriously, and will be working with the right teams to get to the root of it. (1)— Cole M. Sprouse (@colesprouse) June 22, 2020
Hollywood MeToo Bandaríkin Mál Danny Masterson Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira