Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Sylvía Hall skrifar 20. júní 2020 07:38 Geofrrey Berman hefur verið saksóknari í New York frá því í janúar 2018. Vísir/Getty Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Berman segist hann ekki hafa í hyggju að segja af sér og að hann muni ekki gera það fyrr en annar maður verði tilnefndur í starfið af forseta líkt og lög kveða á um. Berman komst að væntanlegri afsögn sinni þegar hann sjálfur sá fréttatilkynningu sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi frá sér á föstudagskvöld. Engar skýringar fylgdu tilkynningunni heldur kom aðeins fram að saksóknarinn myndi stíga til hliðar og að Jay Clayton myndi taka við. Þá var honum þakkað fyrir störf sín og sagður hafa staðið sig vel frá því hann tók við í janúar árið 2018. Attorney General William P. Barr on the Nomination of Jay Clayton to Serve as U.S. Attorney for the Southern District of New York https://t.co/lziVbkLxGP— Justice Department (@TheJusticeDept) June 20, 2020 Berman segir allar rannsóknir á hans borði því vera enn í vinnslu, en hann hefur rannsakað þónokkur mál sem tengjast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Á vef BBC segir að hann hafi meðal annars rannsakað Michael Cohen, fyrrum lögmann Trump, sem var dæmdur fyrir fjársvik í tengslum við kosningabaráttu forsetans og fyrir það að hafa logið að þinginu. Þá hefur hann einnig verið að rannsaka Rudy Giuliani, núverandi lögmann forsetans. Á meðal helstu mála sem nú eru til rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Berman sagði Andrés ítrekað hafa neitað að mæta í viðtal en ef honum væri alvara með að sýna samvinnuvilja stæðu dyr hans ávallt opnar. Tímasetningin þykir undarleg Í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins segir að forsetinn muni tilnefna Jay Clayton, formann öryggis- og viðskiptanefndar ríkisstjórnarinnar, en sá hefur aldrei sinnt starfi saksóknara áður. Berman segist ætla að sinna starfi sínu og rannsóknum þar til sú tilnefning hefur farið í gegn samkvæmt lögum. Málið hefur vakið furðu margra og sagði Preet Bharara, forveri Berman í starfi, tímasetninguna undarlega í ljósi þess að aðeins fimm mánuðir væru til kosninga. Í ofanálag hafði Trump sjálfur valið Berman í starfið í janúar 2018 þegar hann rak Bharara. Why does a president get rid of his own hand-picked US Attorney in SDNY on a Friday night, less than 5 months before the election?— Preet Bharara (@PreetBharara) June 20, 2020 „Af hverju myndi forseti losa sig við sinn eigin saksóknara í suðurhluta New York á föstudagskvöldi, aðeins fimm mánuðum fyrir kosningar?“ skrifaði Bharara á Twitter-síðu sína. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. 19. júní 2020 23:31 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Berman segist hann ekki hafa í hyggju að segja af sér og að hann muni ekki gera það fyrr en annar maður verði tilnefndur í starfið af forseta líkt og lög kveða á um. Berman komst að væntanlegri afsögn sinni þegar hann sjálfur sá fréttatilkynningu sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi frá sér á föstudagskvöld. Engar skýringar fylgdu tilkynningunni heldur kom aðeins fram að saksóknarinn myndi stíga til hliðar og að Jay Clayton myndi taka við. Þá var honum þakkað fyrir störf sín og sagður hafa staðið sig vel frá því hann tók við í janúar árið 2018. Attorney General William P. Barr on the Nomination of Jay Clayton to Serve as U.S. Attorney for the Southern District of New York https://t.co/lziVbkLxGP— Justice Department (@TheJusticeDept) June 20, 2020 Berman segir allar rannsóknir á hans borði því vera enn í vinnslu, en hann hefur rannsakað þónokkur mál sem tengjast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Á vef BBC segir að hann hafi meðal annars rannsakað Michael Cohen, fyrrum lögmann Trump, sem var dæmdur fyrir fjársvik í tengslum við kosningabaráttu forsetans og fyrir það að hafa logið að þinginu. Þá hefur hann einnig verið að rannsaka Rudy Giuliani, núverandi lögmann forsetans. Á meðal helstu mála sem nú eru til rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Berman sagði Andrés ítrekað hafa neitað að mæta í viðtal en ef honum væri alvara með að sýna samvinnuvilja stæðu dyr hans ávallt opnar. Tímasetningin þykir undarleg Í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins segir að forsetinn muni tilnefna Jay Clayton, formann öryggis- og viðskiptanefndar ríkisstjórnarinnar, en sá hefur aldrei sinnt starfi saksóknara áður. Berman segist ætla að sinna starfi sínu og rannsóknum þar til sú tilnefning hefur farið í gegn samkvæmt lögum. Málið hefur vakið furðu margra og sagði Preet Bharara, forveri Berman í starfi, tímasetninguna undarlega í ljósi þess að aðeins fimm mánuðir væru til kosninga. Í ofanálag hafði Trump sjálfur valið Berman í starfið í janúar 2018 þegar hann rak Bharara. Why does a president get rid of his own hand-picked US Attorney in SDNY on a Friday night, less than 5 months before the election?— Preet Bharara (@PreetBharara) June 20, 2020 „Af hverju myndi forseti losa sig við sinn eigin saksóknara í suðurhluta New York á föstudagskvöldi, aðeins fimm mánuðum fyrir kosningar?“ skrifaði Bharara á Twitter-síðu sína.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. 19. júní 2020 23:31 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. 19. júní 2020 23:31
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11