Kvenréttindi um allan heim Brynhildur Bolladóttir skrifar 19. júní 2020 09:30 Um leið og við fögnum kvenréttindadeginum og öllum þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttu fyrir jafnrétti eru milljónir kvenna sem þurfa enn að þola mismunun af ýmsu tagi og fá ekki þau tækifæri sem okkur bjóðast. Á dögum sem þessum hugsa ég til systra minna um allan heim sem standa ekki jafnfætis karlmönnum, einungis vegna kynferðis síns. Verkefnin eru ærin. Í Sómalíu eru um 98% stúlkna umskornar á aldursbilinu 5-11 ára. Ástæður þessarar skaðlegu siðvenju eru mismunandi milli samfélaga. Sums staðar eru stúlkur sagðar „hreinni” ef þær eru umskornar og annars staðar eru stúlkur umskornar til að tryggja að þær geti ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband. Þá er þetta oft partur af helgiathöfn sem talin er nauðsynlegur hluti af menningu og sjálfsmynd samfélaga. Í kórónuveirufaraldrinum, þegar fólk hefur haldið sig heima og einangrast meira, hefur það sýnt sig að súlkur eru enn útsettari fyrir umskurði þar sem fólk sem hagnast á því að framkvæma þessar óafturkræfu aðgerðir hefur nýtt sér ástandið. Fólk gengur hús úr húsi og framkvæmir aðgerðina, oft með hrikalegum afleiðingum og erfiðum ef ekki lífshættulegum fylgikvillum. Þá eru óupptaldir sálrænir erfiðleikar sem fylgja slíku inngripi. Undirstaða baráttunnar gegn umskurði er að tryggja að samfélögin hafi aðgang að réttum upplýsingum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins leggja áherslu á að vinna með samfélögum og veita fræðslu um skaðsemi umskurðar. Umskurður er ekki siðvenja sem aðeins karlmenn þrýsta á. Konur eiga mikinn þátt í að viðhalda venjunni. Konur framkvæma aðgerðina, mæður hvetja dætur sínar til að gangast undir hana og í mörgum tilfellum vilja dæturnar það sjálfar því þær vilja ekki vera öðruvísi en aðrar stúlkur í samfélaginu, vilja ekki eiga minni möguleika á að giftast og finnst það jafnvel heiður að vera umskornar. Mikið traust er lagt á trúarleiðtoga og höfðingja í samfélögum Sómalíu og því er nauðsynlegt að taka umræðuna við þá og tryggja að þeir hafi allar upplýsingar, til að mynda um þær skelfilegu afleiðingar sem umskurður getur haft og áhrifin, bæði líkamleg og andleg, sem hann hefur á líf stúlkna og kvenna. Þá benda sjálfboðaliðar á fleiri leiðir til að fagna kynþroska stúlkna, s.s. með dansi, tónlist og gjöfum. Eitt af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, er að útrýma umskurði kvenna fyrir árið 2030. Það verður fyrst og fremst gert með fræðslu í heimabyggð, fræðslu sem Rauði krossinn sinnir. Þú getur hjálpað okkur að efla hana enn frekar með því að styðja við verkefni okkar í Sómalíu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og við fögnum kvenréttindadeginum og öllum þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttu fyrir jafnrétti eru milljónir kvenna sem þurfa enn að þola mismunun af ýmsu tagi og fá ekki þau tækifæri sem okkur bjóðast. Á dögum sem þessum hugsa ég til systra minna um allan heim sem standa ekki jafnfætis karlmönnum, einungis vegna kynferðis síns. Verkefnin eru ærin. Í Sómalíu eru um 98% stúlkna umskornar á aldursbilinu 5-11 ára. Ástæður þessarar skaðlegu siðvenju eru mismunandi milli samfélaga. Sums staðar eru stúlkur sagðar „hreinni” ef þær eru umskornar og annars staðar eru stúlkur umskornar til að tryggja að þær geti ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband. Þá er þetta oft partur af helgiathöfn sem talin er nauðsynlegur hluti af menningu og sjálfsmynd samfélaga. Í kórónuveirufaraldrinum, þegar fólk hefur haldið sig heima og einangrast meira, hefur það sýnt sig að súlkur eru enn útsettari fyrir umskurði þar sem fólk sem hagnast á því að framkvæma þessar óafturkræfu aðgerðir hefur nýtt sér ástandið. Fólk gengur hús úr húsi og framkvæmir aðgerðina, oft með hrikalegum afleiðingum og erfiðum ef ekki lífshættulegum fylgikvillum. Þá eru óupptaldir sálrænir erfiðleikar sem fylgja slíku inngripi. Undirstaða baráttunnar gegn umskurði er að tryggja að samfélögin hafi aðgang að réttum upplýsingum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins leggja áherslu á að vinna með samfélögum og veita fræðslu um skaðsemi umskurðar. Umskurður er ekki siðvenja sem aðeins karlmenn þrýsta á. Konur eiga mikinn þátt í að viðhalda venjunni. Konur framkvæma aðgerðina, mæður hvetja dætur sínar til að gangast undir hana og í mörgum tilfellum vilja dæturnar það sjálfar því þær vilja ekki vera öðruvísi en aðrar stúlkur í samfélaginu, vilja ekki eiga minni möguleika á að giftast og finnst það jafnvel heiður að vera umskornar. Mikið traust er lagt á trúarleiðtoga og höfðingja í samfélögum Sómalíu og því er nauðsynlegt að taka umræðuna við þá og tryggja að þeir hafi allar upplýsingar, til að mynda um þær skelfilegu afleiðingar sem umskurður getur haft og áhrifin, bæði líkamleg og andleg, sem hann hefur á líf stúlkna og kvenna. Þá benda sjálfboðaliðar á fleiri leiðir til að fagna kynþroska stúlkna, s.s. með dansi, tónlist og gjöfum. Eitt af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, er að útrýma umskurði kvenna fyrir árið 2030. Það verður fyrst og fremst gert með fræðslu í heimabyggð, fræðslu sem Rauði krossinn sinnir. Þú getur hjálpað okkur að efla hana enn frekar með því að styðja við verkefni okkar í Sómalíu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun