Samkeppniseftirlit og hagur neytenda Ólafur Stephensen skrifar 18. júní 2020 08:30 Það má orðið heita fastur liður að talsmenn stórfyrirtækja, sem Samkeppniseftirlitið sektar fyrir samkeppnisbrot, beri sig illa og segi ákvörðunina ganga gegn hagsmunum neytenda af því að nú neyðist þeir til að hækka verðið á þjónustu sinni. Þetta var viðkvæðið hjá talsmönnum Mjólkursamsölunnar þegar Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið 480 milljóna króna sekt sumarið 2015 (sem var staðfest í Landsrétti í vor). Þetta er líka vörn forsvarsmanna Símans í fjölmiðlum, eftir að Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið um 500 milljónir króna – þeir segjast bara ekkert botna í því að þessi eftirlitsstofnun gangi þannig gegn hagsmunum neytenda með því að banna þeim að bjóða viðskiptavinunum Enska boltann á þúsundkall ef þeir skuldbinda sig til að kaupa um leið alls kyns aðra þjónustu af Símanum. Langtímasjónarmiðin Í augum neytandans kunna þessar röksemdir að hljóma mjög skynsamlega – eða eins og stóð í ritstjórnargrein í dagblaði um sektina á Símann: „Hvar er glæpurinn?“ Hagnast neytendur ekki á slíkum tilboðum? Svarið er að þeir kunna að gera það til skemmri tíma litið, en ekki endilega til lengri tíma litið. Slík hegðun öflugra fyrirtækja kann að verða til þess að þau draga að sér viðskiptavini og auka markaðshlutdeild sína og verða á endanum svo ráðandi á markaðnum að þau geta hækkað verðið aftur. Þannig hefur samkeppnin á markaðnum, sem neytendur njóta góðs af, skaðazt til lengri tíma litið. Góði díllinn hindrar samkeppni Í þessu tilviki hafði fyrirtæki, sem lengst af hefur haft yfirburðastöðu á íslenzkum fjarskiptamarkaði, skuldbundið sig með sátt við Samkeppniseftirlitið til að tvinna ekki saman ólíka þjónustuþætti með þessum hætti. Síminn hefur margsinnis verið fundinn sekur um samkeppnisbrot og eins hefur félagið gert sáttir við Samkeppniseftirlitið vegna samkeppnisbrota. Tilgangurinn með þeim skilyrðum, sem Símanum voru þar sett, var að koma í veg fyrir að hann gæti, í ljósi sterkrar stöðu sinnar á mikilvægum mörkuðum fjarskipta, „nýtt hið breiða þjónustuframboð sitt til þess að draga að sér og halda viðskiptum á þann hátt að keppinautar þeirra geti ekki boðið samkeppnishæft verð eða þjónustu,“ eins og Samkeppniseftirlitið orðar það. Með öðrum orðum má Síminn ekki nota lágt verð á Enska boltanum til að festa fólk í viðskiptum með ýmsa aðra fjarskiptaþjónustu og hindra það þannig í því að færa sig yfir til keppinauta ef þeir bjóða betra verð á einstökum þjónustuþáttum. Sambærilegt bann við samtvinnun þjónustu er eitt algengasta tæki samkeppnisyfirvalda víða um hinn vestræna heim til að hindra að ráðandi fyrirtæki hagnýti sér óeðlilega stöðu sína og hamli samkeppni. Það er rétt að hafa í huga að þótt samkeppnislöggjöfin feli í sér ákveðna vernd fyrir fyrirtæki í samkeppnisrekstri, er neytendavernd hinn rauði þráður löggjafarinnar. Það er skylda samkeppnisyfirvalda að hafa augun á langtímasjónarmiðunum í þessu efni og tryggja virka samkeppni til framtíðar. Sömu langtímasjónarmið eiga við um skaðlega undirverðlagningu; jafnvel þótt tilboð stórfyrirtækja kunni að hljóma sem tónlist í eyrum neytenda ber samkeppnisyfirvöldum að grípa inn í ef markaðsráðandi fyrirtæki verðleggur vöru eða þjónustu undir kostnaðarverði til að leggja steina í götu keppinauta sinna. Dæmi um slík inngrip eru þegar Bónusi var bannað að selja mjólk undir kostnaðarverði og þegar Síminn var sektaður um 60 milljónir króna fyrir að bjóða viðskiptavinum 3G-lykil og ókeypis þjónustu í heilt sumar árið 2012. Háum sektum fyrir samkeppnisbrot er ætlað að fæla fyrirtæki frá slíkri háttsemi. Ekkert fyrirtæki hefur fengið hærri samkeppnissektir en Síminn, eða samanlagt um 1,35 milljarða króna frá árinu 2007 (1,75 milljarða ef sekt á dótturfélag er tekin með). Það má velta fyrir sér hvort þær sektir hafi verið nógu háar, svona miðað við nýjustu tíðindi. Ekki tímapunkturinn til að veikja samkeppniseftirlit Það hefur verið dálítið í tízku undanfarið, ekki sízt hjá stærri fyrirtækjum, að kvarta undan inngripum Samkeppniseftirlitsins og biðja um að stjórnvöld breyti lögum til að draga úr stofnuninni tennurnar. Félag atvinnurekenda hefur lagzt gegn slíkum áformum. FA hefur þvert á móti bent á að við núverandi aðstæður, þegar mörg minni og meðalstór fyrirtæki standa höllum fæti vegna kreppunnar í kjölfar kórónaveirufaraldursins, sé enn mikilvægara en áður að tryggja virkt aðhald með samkeppni og hindra aukna samþjöppun á mörkuðum. Slík samþjöppun getur átt sér stað þegar minni fyrirtæki neyðast til að hætta rekstri og stöndugri keppinautar þeirra hirða viðskiptin, eða þegar stóru fyrirtækin, sem hafa greiðari aðgang að fjármögnun, kaupa upp þau minni. Samkeppniseftirlitið er ekki óskeikult fremur en aðrar eftirlitsstofnanir, en núna er að minnsta kosti alls ekki tímapunkturinn til að veikja það. Aukið aðhald frá þolendum samkeppnisbrota FA hefur sömuleiðis sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tillögur um hvernig styrkja megi samkeppnislöggjöfina með því að bæta möguleika fyrirtækja og neytenda, sem verða fyrir tjóni vegna samkeppnisbrota, til að sækja skaðabætur úr hendi brotlegra fyrirtækja. Slík úrræði eru í samkeppnislöggjöf ýmissa nágrannalanda okkar og stuðla að meiri varnaðaráhrifum og öflugri framkvæmd samkeppnisreglna. Neytendur, fjölmiðlar og stjórnmálamenn ættu ekki að hlusta á kveinstafi stórfyrirtækja sem bera sig illa undan ákvörðunum samkeppnisyfirvalda. Gott og skilvirkt samkeppniseftirlit er hverju hagkerfi nauðsynlegt – alveg sérstaklega þegar á móti blæs og mikið umrót er á mörkuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Neytendur Ólafur Stephensen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það má orðið heita fastur liður að talsmenn stórfyrirtækja, sem Samkeppniseftirlitið sektar fyrir samkeppnisbrot, beri sig illa og segi ákvörðunina ganga gegn hagsmunum neytenda af því að nú neyðist þeir til að hækka verðið á þjónustu sinni. Þetta var viðkvæðið hjá talsmönnum Mjólkursamsölunnar þegar Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið 480 milljóna króna sekt sumarið 2015 (sem var staðfest í Landsrétti í vor). Þetta er líka vörn forsvarsmanna Símans í fjölmiðlum, eftir að Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið um 500 milljónir króna – þeir segjast bara ekkert botna í því að þessi eftirlitsstofnun gangi þannig gegn hagsmunum neytenda með því að banna þeim að bjóða viðskiptavinunum Enska boltann á þúsundkall ef þeir skuldbinda sig til að kaupa um leið alls kyns aðra þjónustu af Símanum. Langtímasjónarmiðin Í augum neytandans kunna þessar röksemdir að hljóma mjög skynsamlega – eða eins og stóð í ritstjórnargrein í dagblaði um sektina á Símann: „Hvar er glæpurinn?“ Hagnast neytendur ekki á slíkum tilboðum? Svarið er að þeir kunna að gera það til skemmri tíma litið, en ekki endilega til lengri tíma litið. Slík hegðun öflugra fyrirtækja kann að verða til þess að þau draga að sér viðskiptavini og auka markaðshlutdeild sína og verða á endanum svo ráðandi á markaðnum að þau geta hækkað verðið aftur. Þannig hefur samkeppnin á markaðnum, sem neytendur njóta góðs af, skaðazt til lengri tíma litið. Góði díllinn hindrar samkeppni Í þessu tilviki hafði fyrirtæki, sem lengst af hefur haft yfirburðastöðu á íslenzkum fjarskiptamarkaði, skuldbundið sig með sátt við Samkeppniseftirlitið til að tvinna ekki saman ólíka þjónustuþætti með þessum hætti. Síminn hefur margsinnis verið fundinn sekur um samkeppnisbrot og eins hefur félagið gert sáttir við Samkeppniseftirlitið vegna samkeppnisbrota. Tilgangurinn með þeim skilyrðum, sem Símanum voru þar sett, var að koma í veg fyrir að hann gæti, í ljósi sterkrar stöðu sinnar á mikilvægum mörkuðum fjarskipta, „nýtt hið breiða þjónustuframboð sitt til þess að draga að sér og halda viðskiptum á þann hátt að keppinautar þeirra geti ekki boðið samkeppnishæft verð eða þjónustu,“ eins og Samkeppniseftirlitið orðar það. Með öðrum orðum má Síminn ekki nota lágt verð á Enska boltanum til að festa fólk í viðskiptum með ýmsa aðra fjarskiptaþjónustu og hindra það þannig í því að færa sig yfir til keppinauta ef þeir bjóða betra verð á einstökum þjónustuþáttum. Sambærilegt bann við samtvinnun þjónustu er eitt algengasta tæki samkeppnisyfirvalda víða um hinn vestræna heim til að hindra að ráðandi fyrirtæki hagnýti sér óeðlilega stöðu sína og hamli samkeppni. Það er rétt að hafa í huga að þótt samkeppnislöggjöfin feli í sér ákveðna vernd fyrir fyrirtæki í samkeppnisrekstri, er neytendavernd hinn rauði þráður löggjafarinnar. Það er skylda samkeppnisyfirvalda að hafa augun á langtímasjónarmiðunum í þessu efni og tryggja virka samkeppni til framtíðar. Sömu langtímasjónarmið eiga við um skaðlega undirverðlagningu; jafnvel þótt tilboð stórfyrirtækja kunni að hljóma sem tónlist í eyrum neytenda ber samkeppnisyfirvöldum að grípa inn í ef markaðsráðandi fyrirtæki verðleggur vöru eða þjónustu undir kostnaðarverði til að leggja steina í götu keppinauta sinna. Dæmi um slík inngrip eru þegar Bónusi var bannað að selja mjólk undir kostnaðarverði og þegar Síminn var sektaður um 60 milljónir króna fyrir að bjóða viðskiptavinum 3G-lykil og ókeypis þjónustu í heilt sumar árið 2012. Háum sektum fyrir samkeppnisbrot er ætlað að fæla fyrirtæki frá slíkri háttsemi. Ekkert fyrirtæki hefur fengið hærri samkeppnissektir en Síminn, eða samanlagt um 1,35 milljarða króna frá árinu 2007 (1,75 milljarða ef sekt á dótturfélag er tekin með). Það má velta fyrir sér hvort þær sektir hafi verið nógu háar, svona miðað við nýjustu tíðindi. Ekki tímapunkturinn til að veikja samkeppniseftirlit Það hefur verið dálítið í tízku undanfarið, ekki sízt hjá stærri fyrirtækjum, að kvarta undan inngripum Samkeppniseftirlitsins og biðja um að stjórnvöld breyti lögum til að draga úr stofnuninni tennurnar. Félag atvinnurekenda hefur lagzt gegn slíkum áformum. FA hefur þvert á móti bent á að við núverandi aðstæður, þegar mörg minni og meðalstór fyrirtæki standa höllum fæti vegna kreppunnar í kjölfar kórónaveirufaraldursins, sé enn mikilvægara en áður að tryggja virkt aðhald með samkeppni og hindra aukna samþjöppun á mörkuðum. Slík samþjöppun getur átt sér stað þegar minni fyrirtæki neyðast til að hætta rekstri og stöndugri keppinautar þeirra hirða viðskiptin, eða þegar stóru fyrirtækin, sem hafa greiðari aðgang að fjármögnun, kaupa upp þau minni. Samkeppniseftirlitið er ekki óskeikult fremur en aðrar eftirlitsstofnanir, en núna er að minnsta kosti alls ekki tímapunkturinn til að veikja það. Aukið aðhald frá þolendum samkeppnisbrota FA hefur sömuleiðis sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tillögur um hvernig styrkja megi samkeppnislöggjöfina með því að bæta möguleika fyrirtækja og neytenda, sem verða fyrir tjóni vegna samkeppnisbrota, til að sækja skaðabætur úr hendi brotlegra fyrirtækja. Slík úrræði eru í samkeppnislöggjöf ýmissa nágrannalanda okkar og stuðla að meiri varnaðaráhrifum og öflugri framkvæmd samkeppnisreglna. Neytendur, fjölmiðlar og stjórnmálamenn ættu ekki að hlusta á kveinstafi stórfyrirtækja sem bera sig illa undan ákvörðunum samkeppnisyfirvalda. Gott og skilvirkt samkeppniseftirlit er hverju hagkerfi nauðsynlegt – alveg sérstaklega þegar á móti blæs og mikið umrót er á mörkuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar