Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 07:26 Stjórnarráðið. Samkvæmt nýjum lögum hefur forsætisráðherra heimild til þess að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Vilhelm/Vísír Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi móttekið kröfuna og vísað henni til setts ríkislögmanns sem fer nú yfir málið. Arnar Þór var tveggja ára þegar blóðfaðir hans, Tryggvi Rúnar, var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 í tengslum við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, en hann er annar tveggja sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða er kennt við. Hann var síðan látinn laus úr fangelsi árið 1981. Arnar var ættleiddur árið 1985, þá 12 ára. Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra. Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna. Krafan sem Arnar Þór hefur sett fram á hendur ríkinu byggir á því að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og hann hafi aldrei fengið bætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Þá byggir Arnar á því að eftirlifandi eiginkona Tryggva og ættleidd dóttir hafi báðar fengið bætur upp á 85 milljónir í sinn hlut vegna málsins. Í kröfunni er ríkinu veittur frestur til 15. júní næstkomandi til að bregðast við. Verði það ekki gert áskilur Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi móttekið kröfuna og vísað henni til setts ríkislögmanns sem fer nú yfir málið. Arnar Þór var tveggja ára þegar blóðfaðir hans, Tryggvi Rúnar, var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 í tengslum við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, en hann er annar tveggja sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða er kennt við. Hann var síðan látinn laus úr fangelsi árið 1981. Arnar var ættleiddur árið 1985, þá 12 ára. Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra. Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna. Krafan sem Arnar Þór hefur sett fram á hendur ríkinu byggir á því að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og hann hafi aldrei fengið bætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Þá byggir Arnar á því að eftirlifandi eiginkona Tryggva og ættleidd dóttir hafi báðar fengið bætur upp á 85 milljónir í sinn hlut vegna málsins. Í kröfunni er ríkinu veittur frestur til 15. júní næstkomandi til að bregðast við. Verði það ekki gert áskilur Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira