Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2020 23:33 Albertína Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Stöð 2/Einar Árnason. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örri þróun í smíði rafmagnsflugvéla var lýst í fréttum okkar í gærkvöldi en þar spáði Friðrik Pálsson því að Íslendingar yrðu farnir að fljúga á rafmagni innan sjö til átta ára. „Ég held að það sé virkilega raunhæfur kostur að við séum að sjá, sérstaklega þessar styttri leiðir, bara rafvæddar á þeim tíma,“ segir Albertína, sem er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Magni X flaug í fyrsta sinn á rafmagnshreyfli fyrir hálfum mánuði í Bandaríkjunum og varð þar með stærsta rafmagnsflugvél heims. Þetta er í raun breytt vél af gerðinni Cessna Grand Caravan og tekur níu farþega.Mynd/Magni X. Albertína er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. Þar er lagt til að rannsóknir og undirbúningur rafvæðingar flugsins fari strax inn á samgönguáætlun. Hún segir Íslendinga ekki mega sitja eftir þegar aðrar Norðurlandaþjóðir séu að marka slíka stefnu. „Nordic Innovation, sem er undir Norðurlandaráði, er að vinna að þessu statt og stöðugt bara núna,“ segir Albertína en í greinargerð tillögunnar kemur fram að stofnunin hafi styrkt sameiginlegt verkefni systurstofnana Isavia; Swedavia, Finavia og Avinor, til þess að þróa staðla fyrir rafmagnsflugvélar. Þannig stefni Norðurlöndin að því að verða í forystu á þessu sviði. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir að því að þessi 19 sæta vél verði farin að fljúga með farþega eftir 5 ár. Henni er ætlað að þjóna áfangastöðum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Loftlínan milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar, lengstu áætlunarleiðarinnar á Íslandi, er 380 kílómetrar.Mynd/Heart Aerospace. Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu, að mati Albertínu, og leggja sitt af mörkum til þess að rafvæða flugið. Hún segir þarna gríðarleg tækifæri. „Þá erum við að tala um að nota innlenda orkugjafa til þess að keyra flugið, - að ég tali ekki um að lækka kolefnisfótsporið af fluginu. En flugið er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir bæði höfuðborg og landsbyggðina,“ segir hún. Athygli vekur að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli flytja málið, þess flokks sem leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli. En er rafvæðing flugsins ekki rök fyrir því að halda flugvellinum? „Nei, þetta kemur flugvellinum í rauninni ekkert við. Við þurfum að rafvæða flugið hvort sem flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar. Hins vegar varðandi Reykjavíkurflugvöll þá er náttúrlega alveg ljóst að góð tenging er nauðsynleg milli landsbyggðanna og höfuðborgarinnar. En það liggur fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verður þar sem hann er þangað til jafngóður eða betri kostur finnst. Og við það samkomulag á að standa,“ segir Albertína Elíasdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Borgarstjórn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örri þróun í smíði rafmagnsflugvéla var lýst í fréttum okkar í gærkvöldi en þar spáði Friðrik Pálsson því að Íslendingar yrðu farnir að fljúga á rafmagni innan sjö til átta ára. „Ég held að það sé virkilega raunhæfur kostur að við séum að sjá, sérstaklega þessar styttri leiðir, bara rafvæddar á þeim tíma,“ segir Albertína, sem er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Magni X flaug í fyrsta sinn á rafmagnshreyfli fyrir hálfum mánuði í Bandaríkjunum og varð þar með stærsta rafmagnsflugvél heims. Þetta er í raun breytt vél af gerðinni Cessna Grand Caravan og tekur níu farþega.Mynd/Magni X. Albertína er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. Þar er lagt til að rannsóknir og undirbúningur rafvæðingar flugsins fari strax inn á samgönguáætlun. Hún segir Íslendinga ekki mega sitja eftir þegar aðrar Norðurlandaþjóðir séu að marka slíka stefnu. „Nordic Innovation, sem er undir Norðurlandaráði, er að vinna að þessu statt og stöðugt bara núna,“ segir Albertína en í greinargerð tillögunnar kemur fram að stofnunin hafi styrkt sameiginlegt verkefni systurstofnana Isavia; Swedavia, Finavia og Avinor, til þess að þróa staðla fyrir rafmagnsflugvélar. Þannig stefni Norðurlöndin að því að verða í forystu á þessu sviði. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir að því að þessi 19 sæta vél verði farin að fljúga með farþega eftir 5 ár. Henni er ætlað að þjóna áfangastöðum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Loftlínan milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar, lengstu áætlunarleiðarinnar á Íslandi, er 380 kílómetrar.Mynd/Heart Aerospace. Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu, að mati Albertínu, og leggja sitt af mörkum til þess að rafvæða flugið. Hún segir þarna gríðarleg tækifæri. „Þá erum við að tala um að nota innlenda orkugjafa til þess að keyra flugið, - að ég tali ekki um að lækka kolefnisfótsporið af fluginu. En flugið er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir bæði höfuðborg og landsbyggðina,“ segir hún. Athygli vekur að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli flytja málið, þess flokks sem leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli. En er rafvæðing flugsins ekki rök fyrir því að halda flugvellinum? „Nei, þetta kemur flugvellinum í rauninni ekkert við. Við þurfum að rafvæða flugið hvort sem flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar. Hins vegar varðandi Reykjavíkurflugvöll þá er náttúrlega alveg ljóst að góð tenging er nauðsynleg milli landsbyggðanna og höfuðborgarinnar. En það liggur fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verður þar sem hann er þangað til jafngóður eða betri kostur finnst. Og við það samkomulag á að standa,“ segir Albertína Elíasdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Borgarstjórn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24