Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2020 11:51 Wind farm, Dun Law, Scottish borders. Wind farm, Dun Law, Scottish borders. (Photo by Universal Images Group via Getty Images) Getty/Universal Images Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Eyjólfur vísar þá gagnrýni á sveitarfélagið vegna málsins til föðurhúsanna. Fyrirtækið Stormorka hafa undanfarin ár unnið að undirbúningi vindmyllugarðs sem reisa á í Dalabyggð. Sveitarfélagið og eigendur Stormorku undirrituðu í október 2018 viljayfirlýsingu um garð með allt að 40 vindmyllum. Eitthvað hefur borið á ósætti hjá landeigendum vegna áætlananna en sveitarstjóri segir fullkomlega eðlilegt að ekki séu allir sammála. „Það er alltaf svona þegar umdeild mál eru til umfjöllunar, það er fullkomlega eðlilegt,“ sagði Eyjólfur Ingvi en Sigurður Sigurbjörnsson landeigandi á næsta landi við Hróðnýjarstaði hafði gagnrýnt fyrirætlanir Stormorku og sveitarfélagsins harðlega í Bítinu 8. júní síðastliðinn. Oddvitinn sagðist þó ekki hafa mætt frekari mótspyrnu en frá Sigurði. „Ég verð ekki var við annað en að fólk sé jákvætt í garð þessa. Menn horfa til þess að þetta verði einhvern tímann að veruleika. Svona uppbygging mun skilja eftir mjög mörg störf hér á uppbyggingartímanum,“ sagði Eyjólfur. „Sveitarfélagið hefur ekki verið að keyra í gegn neinar breytingar á aðalskipulagi eins og Sigurður heldur fram. Við höfum fengið lögfræðing til að vinna með okkur og við höfum farið eftir öllum stjórnsýslureglum og ég vísa því á byg að við séum að brjóta einhver lög. Nærri þrjú ár eru liðin frá því að viljayfirlýsingin var undirrituð en enn er langt í land áður en að vindmyllugarður verður reistur í Dalabyggð. Kynningarfundir voru haldnir í Búðardal í byrjun mánaðar og fór málið að þeim loknum til umræðu hjá Umhverfis- og skipulagsnefndar. Eyjólfur segir að sveitarstjórn muni funda í næstu viku þar sem vindmyllugarðurinn verður til umræðu. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar sem mun yfirfara hana og ákveða hvort hún verður auglýst. „Það eru mörg dæmi um að aðalskipulagi hafi verið breytt en ekki hafi komið til framkvæmda. Það að breyta aðalskipulagi veitir ekki heimild til framkvæmda,“ segir Eyjólfur og nefnir frekari skref eins og aðkomu Alþingis og Landsnets að framkvæmdum. Eyjólfur segir þá enga tilviljun ráða því að forsvarsmenn verkefnisins líti til Hróðnýjarstaða vegna staðsetningar núverandi byggðalínu sem liggi um land Hróðnýjarstaða. „Þetta skapar tekjur fyrir lítið sveitarfélag eins og okkar. Það er nú vandamálið í rekstri lítils sveitarfélags að það vantar tekjur. Þetta bætir líka afhendingaröryggi raforku á þessu svæði sem hefur verið vandamál,“ sagði oddvitinn áður en hann lauk máli sínu með því að svara gagnrýni um að vindmyllugarður sem þessi yrði sjónmengun. „Það er misjafnt hvað fólki finnst. Ég held þetta venjist eins og allt annað.“ Í viðtali í Bítinu 9. júní sögðu þeir Magnús og Sigurður hjá Stormorku að líklega yrðu vindmyllurnar í vindorkugarðinum 18 til 25 talsins og mun hver þeirra kosta um 300 – 400 milljónir króna. Blöð myllanna yrðu 80 metrar á lengd og gæti grunnur þeirra skagað 100 metra upp í loft. Dalabyggð Orkumál Bítið Tengdar fréttir Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Eyjólfur vísar þá gagnrýni á sveitarfélagið vegna málsins til föðurhúsanna. Fyrirtækið Stormorka hafa undanfarin ár unnið að undirbúningi vindmyllugarðs sem reisa á í Dalabyggð. Sveitarfélagið og eigendur Stormorku undirrituðu í október 2018 viljayfirlýsingu um garð með allt að 40 vindmyllum. Eitthvað hefur borið á ósætti hjá landeigendum vegna áætlananna en sveitarstjóri segir fullkomlega eðlilegt að ekki séu allir sammála. „Það er alltaf svona þegar umdeild mál eru til umfjöllunar, það er fullkomlega eðlilegt,“ sagði Eyjólfur Ingvi en Sigurður Sigurbjörnsson landeigandi á næsta landi við Hróðnýjarstaði hafði gagnrýnt fyrirætlanir Stormorku og sveitarfélagsins harðlega í Bítinu 8. júní síðastliðinn. Oddvitinn sagðist þó ekki hafa mætt frekari mótspyrnu en frá Sigurði. „Ég verð ekki var við annað en að fólk sé jákvætt í garð þessa. Menn horfa til þess að þetta verði einhvern tímann að veruleika. Svona uppbygging mun skilja eftir mjög mörg störf hér á uppbyggingartímanum,“ sagði Eyjólfur. „Sveitarfélagið hefur ekki verið að keyra í gegn neinar breytingar á aðalskipulagi eins og Sigurður heldur fram. Við höfum fengið lögfræðing til að vinna með okkur og við höfum farið eftir öllum stjórnsýslureglum og ég vísa því á byg að við séum að brjóta einhver lög. Nærri þrjú ár eru liðin frá því að viljayfirlýsingin var undirrituð en enn er langt í land áður en að vindmyllugarður verður reistur í Dalabyggð. Kynningarfundir voru haldnir í Búðardal í byrjun mánaðar og fór málið að þeim loknum til umræðu hjá Umhverfis- og skipulagsnefndar. Eyjólfur segir að sveitarstjórn muni funda í næstu viku þar sem vindmyllugarðurinn verður til umræðu. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar sem mun yfirfara hana og ákveða hvort hún verður auglýst. „Það eru mörg dæmi um að aðalskipulagi hafi verið breytt en ekki hafi komið til framkvæmda. Það að breyta aðalskipulagi veitir ekki heimild til framkvæmda,“ segir Eyjólfur og nefnir frekari skref eins og aðkomu Alþingis og Landsnets að framkvæmdum. Eyjólfur segir þá enga tilviljun ráða því að forsvarsmenn verkefnisins líti til Hróðnýjarstaða vegna staðsetningar núverandi byggðalínu sem liggi um land Hróðnýjarstaða. „Þetta skapar tekjur fyrir lítið sveitarfélag eins og okkar. Það er nú vandamálið í rekstri lítils sveitarfélags að það vantar tekjur. Þetta bætir líka afhendingaröryggi raforku á þessu svæði sem hefur verið vandamál,“ sagði oddvitinn áður en hann lauk máli sínu með því að svara gagnrýni um að vindmyllugarður sem þessi yrði sjónmengun. „Það er misjafnt hvað fólki finnst. Ég held þetta venjist eins og allt annað.“ Í viðtali í Bítinu 9. júní sögðu þeir Magnús og Sigurður hjá Stormorku að líklega yrðu vindmyllurnar í vindorkugarðinum 18 til 25 talsins og mun hver þeirra kosta um 300 – 400 milljónir króna. Blöð myllanna yrðu 80 metrar á lengd og gæti grunnur þeirra skagað 100 metra upp í loft.
Dalabyggð Orkumál Bítið Tengdar fréttir Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53