Inga Sæland telur að Lilja eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2020 14:02 Inga segir Framsóknarspillinguna sama við sig en nú sé komið gott. Lilja ætti, að mati formanns Flokks fólksins, að taka pokann sinn. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ritar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína en tilefnið er ráðuneytisstjóramálið sem verið hefur í deiglunni undanfarna daga. „Ætlar forsætisráðherra og formaður VG sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femenimsma, að láta það líðast að Menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög?“ spyr Inga. Stæk sérhagsmunapólitík Á dögunum kvað úrskurðarnefnd jafnréttismála uppúr með það að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. En kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, hafi verið vanmetin í samanburði við Pál í ráðningarferlinu. Hafdís var af hæfnisnefndinni ekki talin ein af þeim þremur fjórum sem af nefndinni þóttu hæfust. Hafdís hefur vísað málinu áfram til umboðsmanns Alþingis. Inga spyr og svarar sér sjálf: „Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík? Svarið er einfalt: ALDREI! Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni.“ Inga bendir á að Sigríður Á Andersen hafi verið látin taka poka sinn úr dómsmálaráðuneyti vegna Landsréttarmálsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig en þá vegna Lekamálsins. „Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga og svarið liggur í loftinu. Framsóknarfrændhyglin blómstrar Þá bendir Inga jafnframt á að Lilja haldi því fram að hæfasta fólkið hafi verið ráðið í öllum þeim málum hvar hún hefur komið að málum. Inga Sæland gefur minna en ekkert fyrir þau orð. Reyndar telur hún slíkar staðhæfingar fráleitar. „Nei,“ segir Inga. „Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ritar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína en tilefnið er ráðuneytisstjóramálið sem verið hefur í deiglunni undanfarna daga. „Ætlar forsætisráðherra og formaður VG sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femenimsma, að láta það líðast að Menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög?“ spyr Inga. Stæk sérhagsmunapólitík Á dögunum kvað úrskurðarnefnd jafnréttismála uppúr með það að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. En kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, hafi verið vanmetin í samanburði við Pál í ráðningarferlinu. Hafdís var af hæfnisnefndinni ekki talin ein af þeim þremur fjórum sem af nefndinni þóttu hæfust. Hafdís hefur vísað málinu áfram til umboðsmanns Alþingis. Inga spyr og svarar sér sjálf: „Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík? Svarið er einfalt: ALDREI! Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni.“ Inga bendir á að Sigríður Á Andersen hafi verið látin taka poka sinn úr dómsmálaráðuneyti vegna Landsréttarmálsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig en þá vegna Lekamálsins. „Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga og svarið liggur í loftinu. Framsóknarfrændhyglin blómstrar Þá bendir Inga jafnframt á að Lilja haldi því fram að hæfasta fólkið hafi verið ráðið í öllum þeim málum hvar hún hefur komið að málum. Inga Sæland gefur minna en ekkert fyrir þau orð. Reyndar telur hún slíkar staðhæfingar fráleitar. „Nei,“ segir Inga. „Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21