Vellíðan skólanemenda Gunnar Einarsson skrifar 4. júní 2020 13:30 Í Garðabæ er framsækið og öflugt skólastarf á öllum skólastigum þar sem hagsmunir nemenda eru ávallt í fyrirrúmi. Vellíðan barna er forsenda árangurs hvort sem það er í námi eða félagslegri tengslamyndum og mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu nemendanna okkar alveg eins og líkamlegri. Garðabær er nú að fara af stað með tilraunaverkefni í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Mín líðan fyrir börn á elsta stigi grunnskóla Garðabæjar sem eru að glíma við kvíða. Nemendurnir munu eiga kost á nokkrum viðtölum við sálfræðing í fjarþjónustu í gegnum netið þar sem þau fá aðstoð og leiðbeiningar. Fyrstu viðtölin fara af stað nú í lok vorannar í Sjálandsskóla en verða svo í boði í fleiri skólum Garðabæjar fram að áramótum þegar verkefnið verður tekið út og endurmetið. Með því að bjóða upp á þessa nýjung sem felst í þessu tilraunaverkefni er verið að bæta við þá mikilvægu sálfræðiþjónustu sem þegar er til staðar og veitt af sálfræðingum sem starfa hjá fræðslusviði Garðabæjar. Við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja Við sem störfum hjá og fyrir Garðabæ höfum það að leiðarljósi að standa vörð um vellíðan nemenda. Eitt af aðalfyrirheitum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að efla aðgengi að sérfræðingum innan skólanna, svo sem náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum. Tilraunaverkefnið „Mín líðan“ er liður í að efna það kosningaloforð. Fyrir tveimur árum ritaði ég grein sem bar heitið „Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt“ og á það enn við sem þar var ritað. Aukin vanlíðan ungmenna er ekki vandamál eins heldur verðum við sem samfélag að takast á við það í sameiningu hvort sem það eru leik- og grunnskólar sveitarfélaga eða stofnanir ríkis, frístunda- og íþróttafélög, foreldrar og allir sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er framsækið og öflugt skólastarf á öllum skólastigum þar sem hagsmunir nemenda eru ávallt í fyrirrúmi. Vellíðan barna er forsenda árangurs hvort sem það er í námi eða félagslegri tengslamyndum og mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu nemendanna okkar alveg eins og líkamlegri. Garðabær er nú að fara af stað með tilraunaverkefni í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Mín líðan fyrir börn á elsta stigi grunnskóla Garðabæjar sem eru að glíma við kvíða. Nemendurnir munu eiga kost á nokkrum viðtölum við sálfræðing í fjarþjónustu í gegnum netið þar sem þau fá aðstoð og leiðbeiningar. Fyrstu viðtölin fara af stað nú í lok vorannar í Sjálandsskóla en verða svo í boði í fleiri skólum Garðabæjar fram að áramótum þegar verkefnið verður tekið út og endurmetið. Með því að bjóða upp á þessa nýjung sem felst í þessu tilraunaverkefni er verið að bæta við þá mikilvægu sálfræðiþjónustu sem þegar er til staðar og veitt af sálfræðingum sem starfa hjá fræðslusviði Garðabæjar. Við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja Við sem störfum hjá og fyrir Garðabæ höfum það að leiðarljósi að standa vörð um vellíðan nemenda. Eitt af aðalfyrirheitum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að efla aðgengi að sérfræðingum innan skólanna, svo sem náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum. Tilraunaverkefnið „Mín líðan“ er liður í að efna það kosningaloforð. Fyrir tveimur árum ritaði ég grein sem bar heitið „Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt“ og á það enn við sem þar var ritað. Aukin vanlíðan ungmenna er ekki vandamál eins heldur verðum við sem samfélag að takast á við það í sameiningu hvort sem það eru leik- og grunnskólar sveitarfélaga eða stofnanir ríkis, frístunda- og íþróttafélög, foreldrar og allir sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar