Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2020 23:00 Nýja hverfið rís austan við núverandi byggð í Skerjafirði. Hér má sjá fyrri áfanga en síðari áfangi verður að hluta á uppfyllingu. Mynd/Reykjavíkurborg. Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 íbúðum í nýja hverfinu í tveggja til fimm hæða húsum auk leik- og grunnskóla. Í fyrri áfanga verða allt að 700 íbúðir en síðan er gert ráð fyrir uppfyllingu og strönd sem hluta seinni áfanga en nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt á fundi síðdegis. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum gríðarlega stolt af þessari uppbyggingu og þá sérstaklega það að þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur, og stúdenta,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur . Athygli vekur að einkabílnum er að mestu vikið til hliðar. „Þetta hverfi er skipulagt þannig að gangandi og hjólandi eru í algerum forgangi í allri innviðahönnun og bílastæðamál verða í rauninni leyst í einu miðlægu bílastæðahúsi,“ segir Sigurborg en í bílastæðahúsinu verður einnig þjónustukjarni með matvöruverslun. Bílastæðahúsið verður jafnframt þjónustukjarni með matvöruverslun.Mynd/Reykjavíkurborg Hverfið rís á svæði sem núna tilheyrir flugvellinum og gerir borgin ráð fyrir að flugvallargirðingin verði færð í sumar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur að með því að ráðast í framkvæmdir þarna áður en nýtt flugvallarstæði liggur fyrir sé borgin að brjóta gegn samkomulagi við ríkið. Þessu hafnar Sigurborg. „Það er ekki verið að brjóta neina samninga. Það er verið að uppfylla þá samninga sem hafa verið gerðir milli ríkis og borgar.“ Hún segir hverfið ekki hafa bein áhrif á rekstur flugvallarins. Nothæfisstuðull hans haldist óbreyttur, ekki sé verið að byggja upp fyrir hindranafleti og öll uppbyggingin eigi sér stað fyrir utan öryggissvæði vallarins. Markmiðið sé þó að flugvöllurinn fari. „Íbúar hafa kosið flugvöllinn burt. Aðalskipulagið segir að flugvöllurinn skuli fara. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja flugvöllinn. Nú stöndum við frammi fyrir loftlagsbreytingum og þá er eitt stærsta skref sem við getum gert er að þétta byggðina og byggja íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 íbúðum í nýja hverfinu í tveggja til fimm hæða húsum auk leik- og grunnskóla. Í fyrri áfanga verða allt að 700 íbúðir en síðan er gert ráð fyrir uppfyllingu og strönd sem hluta seinni áfanga en nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt á fundi síðdegis. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum gríðarlega stolt af þessari uppbyggingu og þá sérstaklega það að þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur, og stúdenta,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur . Athygli vekur að einkabílnum er að mestu vikið til hliðar. „Þetta hverfi er skipulagt þannig að gangandi og hjólandi eru í algerum forgangi í allri innviðahönnun og bílastæðamál verða í rauninni leyst í einu miðlægu bílastæðahúsi,“ segir Sigurborg en í bílastæðahúsinu verður einnig þjónustukjarni með matvöruverslun. Bílastæðahúsið verður jafnframt þjónustukjarni með matvöruverslun.Mynd/Reykjavíkurborg Hverfið rís á svæði sem núna tilheyrir flugvellinum og gerir borgin ráð fyrir að flugvallargirðingin verði færð í sumar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur að með því að ráðast í framkvæmdir þarna áður en nýtt flugvallarstæði liggur fyrir sé borgin að brjóta gegn samkomulagi við ríkið. Þessu hafnar Sigurborg. „Það er ekki verið að brjóta neina samninga. Það er verið að uppfylla þá samninga sem hafa verið gerðir milli ríkis og borgar.“ Hún segir hverfið ekki hafa bein áhrif á rekstur flugvallarins. Nothæfisstuðull hans haldist óbreyttur, ekki sé verið að byggja upp fyrir hindranafleti og öll uppbyggingin eigi sér stað fyrir utan öryggissvæði vallarins. Markmiðið sé þó að flugvöllurinn fari. „Íbúar hafa kosið flugvöllinn burt. Aðalskipulagið segir að flugvöllurinn skuli fara. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja flugvöllinn. Nú stöndum við frammi fyrir loftlagsbreytingum og þá er eitt stærsta skref sem við getum gert er að þétta byggðina og byggja íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30