Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 06:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. Fyrirtækjum eins og Twitter, Facebook og Alphabet, móðurfélag Google. Samkvæmt fjölmiðlum ytra felur tilskipunin í sér endurskoðun á lögum sem koma í veg fyrir að fyrirtækin séu ábyrg fyrir það sem notendur setja á samfélagsmiðlana. Í gær hótaði Trump því að loka Twitter og Facebook og sakaði hann fyrirtækin um að þagga niður í röddum íhaldsmanna. Tilefni þeirrar hótunar var að Twitter hafði sett fyrirvara við tíst forsetans, þar sem hann sagði ósannindi um meint kosningasvik. Forsetinn og stuðningsmenn hans brugðust reiðir við þessu og saka forsvarsmenn Twitter um að hafa ritskoðað forsetann. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilskipuninni eigi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að mynda starfshóp sem fara eigi yfir lög einstakra ríkja varðandi starfsemi samfélagsmiðla og athuga hvort þeim sé framfylgt. Þar að auki á Hvíta húsið að stofna starfshóp sem þróa á tól til að auðvelda borgurum að kvarta yfir „ritskoðun“ á internetinu. Tilskipun Trump er einnig sögð fela í sér að Federal Trade Commision, nokkurs konar viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, á að kanna hvort ritstjórnarstefnur samfélagsmiðlanna sé í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækjanna um hlutleysi. Samkvæmt Washington Post mun tilskipunin einnig þvinga forsvarsmenn ríkisstofnana til að endurskoða hve miklu er varið í auglýsingar á samfélagsmiðlum. Tilskipunin er ekki fullkláruð og gæti tekið breytingum en eins og áður segir er búist við því að Trump muni skrifa undir hana í dag. Í gærkvöldi tísti forsetinn og sakaði samfélagsmiðlafyrirtæki um að hafa reynt að koma í veg fyrir kjör hans árið 2016. Svipað væri upp á teningnum núna. Big Tech is doing everything in their very considerable power to CENSOR in advance of the 2020 Election. If that happens, we no longer have our freedom. I will never let it happen! They tried hard in 2016, and lost. Now they are going absolutely CRAZY. Stay Tuned!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 28, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Google Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. Fyrirtækjum eins og Twitter, Facebook og Alphabet, móðurfélag Google. Samkvæmt fjölmiðlum ytra felur tilskipunin í sér endurskoðun á lögum sem koma í veg fyrir að fyrirtækin séu ábyrg fyrir það sem notendur setja á samfélagsmiðlana. Í gær hótaði Trump því að loka Twitter og Facebook og sakaði hann fyrirtækin um að þagga niður í röddum íhaldsmanna. Tilefni þeirrar hótunar var að Twitter hafði sett fyrirvara við tíst forsetans, þar sem hann sagði ósannindi um meint kosningasvik. Forsetinn og stuðningsmenn hans brugðust reiðir við þessu og saka forsvarsmenn Twitter um að hafa ritskoðað forsetann. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilskipuninni eigi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að mynda starfshóp sem fara eigi yfir lög einstakra ríkja varðandi starfsemi samfélagsmiðla og athuga hvort þeim sé framfylgt. Þar að auki á Hvíta húsið að stofna starfshóp sem þróa á tól til að auðvelda borgurum að kvarta yfir „ritskoðun“ á internetinu. Tilskipun Trump er einnig sögð fela í sér að Federal Trade Commision, nokkurs konar viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, á að kanna hvort ritstjórnarstefnur samfélagsmiðlanna sé í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækjanna um hlutleysi. Samkvæmt Washington Post mun tilskipunin einnig þvinga forsvarsmenn ríkisstofnana til að endurskoða hve miklu er varið í auglýsingar á samfélagsmiðlum. Tilskipunin er ekki fullkláruð og gæti tekið breytingum en eins og áður segir er búist við því að Trump muni skrifa undir hana í dag. Í gærkvöldi tísti forsetinn og sakaði samfélagsmiðlafyrirtæki um að hafa reynt að koma í veg fyrir kjör hans árið 2016. Svipað væri upp á teningnum núna. Big Tech is doing everything in their very considerable power to CENSOR in advance of the 2020 Election. If that happens, we no longer have our freedom. I will never let it happen! They tried hard in 2016, and lost. Now they are going absolutely CRAZY. Stay Tuned!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 28, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Google Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira