Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2020 22:53 Vindmyllur Landsvirkjunar á Hafinu séðar frá Tröllkonuhlaupi í Þjórsá. Austurhlíð Búrfells í forgrunni. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áhuginn á því að reisa vindmyllugarða á Íslandi lýsir sér best í því að 34 slíkir orkukostir voru í síðasta mánuði sendir verkefnisstjórn rammaáætlunar til skoðunar. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu, telur vindorku ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Sjá hér: Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það mat bæði síns ráðuneytis sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að vindorka heyri undir rammaáætlun og vísar til þess fordæmis að búið sé að fjalla um vindorkuver við Blöndu og Búrfell. „Þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna undir,“ sagði ráðherrann á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrirspurn um vindorkugarða á Alþingi.Mynd/Alþingi. Hann var að svara fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, sem spurði nánar um afstöðu ráðherrans til vindmyllugarða. „Hver er afstaða hæstvirts ráðherra til þessara svokölluðu vindmyllugarða? Hugnast ráðherranum þetta vel sem framtíðarorkunýting eða hefur hann efasemdir um að þarna sé fetuð skynsamleg leið?“ spurði Bergþór. Guðmundur Ingi sagði að verið væri að skoða á milli ráðuneytanna þá leið að skipta landinu upp eftir því hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. „Að grófskipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá einhverjum ákveðnum viðmiðum — gæti verið friðlýst svæði, viðkvæmt fuglasvæði og svo framvegis — þá erum við búin að takmarka í rauninni það svæði þar sem hægt væri að nýta það.“ Ráðherrann kveðst vilja fara varlega í vindorkuna. „Það er gera það út frá þeim þáttum sem snúa að náttúrunni og náttúruverndinni, til þess að við getum áfram verið hér það land sem við auglýsum okkur fyrir að vera, sem hentar vel fyrir ferðaþjónustu, en tel að sjálfsögðu að vindorka sé eitthvað sem við eigum að skoða líka jafnframt öðru,“ svaraði Guðmundur Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Alþingi Dalabyggð Umhverfismál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áhuginn á því að reisa vindmyllugarða á Íslandi lýsir sér best í því að 34 slíkir orkukostir voru í síðasta mánuði sendir verkefnisstjórn rammaáætlunar til skoðunar. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu, telur vindorku ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Sjá hér: Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það mat bæði síns ráðuneytis sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að vindorka heyri undir rammaáætlun og vísar til þess fordæmis að búið sé að fjalla um vindorkuver við Blöndu og Búrfell. „Þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna undir,“ sagði ráðherrann á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrirspurn um vindorkugarða á Alþingi.Mynd/Alþingi. Hann var að svara fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, sem spurði nánar um afstöðu ráðherrans til vindmyllugarða. „Hver er afstaða hæstvirts ráðherra til þessara svokölluðu vindmyllugarða? Hugnast ráðherranum þetta vel sem framtíðarorkunýting eða hefur hann efasemdir um að þarna sé fetuð skynsamleg leið?“ spurði Bergþór. Guðmundur Ingi sagði að verið væri að skoða á milli ráðuneytanna þá leið að skipta landinu upp eftir því hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. „Að grófskipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá einhverjum ákveðnum viðmiðum — gæti verið friðlýst svæði, viðkvæmt fuglasvæði og svo framvegis — þá erum við búin að takmarka í rauninni það svæði þar sem hægt væri að nýta það.“ Ráðherrann kveðst vilja fara varlega í vindorkuna. „Það er gera það út frá þeim þáttum sem snúa að náttúrunni og náttúruverndinni, til þess að við getum áfram verið hér það land sem við auglýsum okkur fyrir að vera, sem hentar vel fyrir ferðaþjónustu, en tel að sjálfsögðu að vindorka sé eitthvað sem við eigum að skoða líka jafnframt öðru,“ svaraði Guðmundur Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Alþingi Dalabyggð Umhverfismál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira