Innlent

Göngin undir Breiða­dals- og Botns­heiði lokuð vegna slyss

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir meiðsl á fólki ekki vera alvarleg.
Lögregla segir meiðsl á fólki ekki vera alvarleg. Vísir/Vilhelm

Göngin undir Breiðadals- og Botnsheiði á Vestfjörðum (Vestfjarðagöng) hafa verið lokuð eftir að umferðaróhapp varð í gangamunnanum, Tungudalsmegin. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar segir ennfremur að meiðsl hafi ekki verið alvarleg. 

„Lögreglan er að vinna á vettvangi og eru göngin því lokuð fyrir umferð. Vænta má þess að opnað verði fyrir umferð fljótlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×