Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 18:03 Keflavíkurflugvöllur á tímum kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Niðurfelling gjaldanna varir á meðan ferðabann Bandaríkjaforseta er í gildi, sem komið var á vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Katrín Óskar eftir símafundi með Trump Í tilkynningu segir að með þessu styðji Isavia við viðskiptavini sína á fordæmalausum óvissutímum með það að markmiði að auðvelda flugfélögum að taka ákvarðanir um áframhaldandi flug til Íslands þrátt fyrir lakari sætanýtingu. Undir notendagjöld á Keflavíkurflugvelli falla m.a. lendingargjöld, farþegagjöld, stæðisgjöld og flugleiðsögugjöld og flugverndargjöld. Þessi ákvörðun Isavia mun gilda á meðan núverandi ferðabann borgara innan Schengen-svæðisins til Bandaríkjanna varir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fagnar þessari ákvörðun, að því er haft er eftir henni í tilkynningu. „Með ákvörðun sinni leggur Isavia sitt lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til að styðja við íslenska ferðaþjónustu á krefjandi tímum. Mikilvægt er að viðhalda öflugri flugstarfsemi sem er lykilþáttur í íslenskri ferðaþjónustu og efnahagslífi.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í vikunni um ferðabann frá landa innan Schengen-svæðisins í Evrópu til Bandaríkjanna. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanninu en bandarískir ferðamenn hafa þannig verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Keflavíkurflugvöll frá því árið 2016. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Flugfarþegar eiga rétt á fullri endurgreiðslu farmiða falli flugferðir niður hætti flugrekandi við flugferðir. 13. mars 2020 13:30 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Niðurfelling gjaldanna varir á meðan ferðabann Bandaríkjaforseta er í gildi, sem komið var á vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Katrín Óskar eftir símafundi með Trump Í tilkynningu segir að með þessu styðji Isavia við viðskiptavini sína á fordæmalausum óvissutímum með það að markmiði að auðvelda flugfélögum að taka ákvarðanir um áframhaldandi flug til Íslands þrátt fyrir lakari sætanýtingu. Undir notendagjöld á Keflavíkurflugvelli falla m.a. lendingargjöld, farþegagjöld, stæðisgjöld og flugleiðsögugjöld og flugverndargjöld. Þessi ákvörðun Isavia mun gilda á meðan núverandi ferðabann borgara innan Schengen-svæðisins til Bandaríkjanna varir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fagnar þessari ákvörðun, að því er haft er eftir henni í tilkynningu. „Með ákvörðun sinni leggur Isavia sitt lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til að styðja við íslenska ferðaþjónustu á krefjandi tímum. Mikilvægt er að viðhalda öflugri flugstarfsemi sem er lykilþáttur í íslenskri ferðaþjónustu og efnahagslífi.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í vikunni um ferðabann frá landa innan Schengen-svæðisins í Evrópu til Bandaríkjanna. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanninu en bandarískir ferðamenn hafa þannig verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Keflavíkurflugvöll frá því árið 2016.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Flugfarþegar eiga rétt á fullri endurgreiðslu farmiða falli flugferðir niður hætti flugrekandi við flugferðir. 13. mars 2020 13:30 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17
Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Flugfarþegar eiga rétt á fullri endurgreiðslu farmiða falli flugferðir niður hætti flugrekandi við flugferðir. 13. mars 2020 13:30
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52