Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft afskipti af á sjöunda hundrað vegna aksturs undir áhrifum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. maí 2020 22:51 Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á árinu haft afskipti af nokkur hundruð ökumönnum sem hafa verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Í fyrra slösuðust 36 manns í umferðinni vegna vímuefnaaksturs. Akstur undir áhrifum áfengis, lyfja eða ávana- og fíkniefna hefur löngum verið vandamál hér á landi. Það sem af er ári hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft afskipti af 407 ökumönnum sem höfðu verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn og 285 ökumönnum sem höfðu verið undir áhrifum áfengis. „Við hjá Samgöngustofu höfum áhyggjur af því þegar fólk er að blanda saman inntöku efna sem hafa ýmist slævandi eða örvandi áhrif vegna þess að það hefur áhrif á aksturshæfni og ákvarðanatöku undir stýri,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Hún segir ölvunar- og vímuefnaakstur geta valdið óbætanlegum skaða. Akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja er ein af þremur algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. „Undangengin ár þá sáum við mjög vaxandi fjölda slysa vegna fíkniefnaaksturs og það keyrði eiginlega um þverbak árið 2018,“ segir Þórhildur. Árið 2018 slösuðust 85 manns í umferðinni vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna þar af fjórtán alvarlega. Í fyrra slösuðust 36 manns og þar af fjórir alvarlega. Þórhildur vonast til að þróunin haldi áfram að vera jákvæð. Þá hefur verið nokkuð um það að fólk slasist í umferðinni vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu en sautján slösuðust í fyrra, þar af fimm alvarlega. „Ef fólk er að taka lyf sem getur valdið einhvers konar skerðingu á aksturshæfni þá er það alltaf áhættuþáttur sem við hjá Samgöngustofu viljum fyrir alla muni biðja fólk um að hafa í huga.“ Lögreglumál Fíkn Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Erill hjá lögreglu vegna vímuefnaaksturs Lögregla sinnti í það minnsta sex útköllum frá klukkan 15 í gær þar til klukkan 5 í morgun vegna vímuefnaaksturs á höfuðborgarsvæðinu. 20. apríl 2020 06:53 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á árinu haft afskipti af nokkur hundruð ökumönnum sem hafa verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Í fyrra slösuðust 36 manns í umferðinni vegna vímuefnaaksturs. Akstur undir áhrifum áfengis, lyfja eða ávana- og fíkniefna hefur löngum verið vandamál hér á landi. Það sem af er ári hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft afskipti af 407 ökumönnum sem höfðu verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn og 285 ökumönnum sem höfðu verið undir áhrifum áfengis. „Við hjá Samgöngustofu höfum áhyggjur af því þegar fólk er að blanda saman inntöku efna sem hafa ýmist slævandi eða örvandi áhrif vegna þess að það hefur áhrif á aksturshæfni og ákvarðanatöku undir stýri,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Hún segir ölvunar- og vímuefnaakstur geta valdið óbætanlegum skaða. Akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja er ein af þremur algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. „Undangengin ár þá sáum við mjög vaxandi fjölda slysa vegna fíkniefnaaksturs og það keyrði eiginlega um þverbak árið 2018,“ segir Þórhildur. Árið 2018 slösuðust 85 manns í umferðinni vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna þar af fjórtán alvarlega. Í fyrra slösuðust 36 manns og þar af fjórir alvarlega. Þórhildur vonast til að þróunin haldi áfram að vera jákvæð. Þá hefur verið nokkuð um það að fólk slasist í umferðinni vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu en sautján slösuðust í fyrra, þar af fimm alvarlega. „Ef fólk er að taka lyf sem getur valdið einhvers konar skerðingu á aksturshæfni þá er það alltaf áhættuþáttur sem við hjá Samgöngustofu viljum fyrir alla muni biðja fólk um að hafa í huga.“
Lögreglumál Fíkn Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Erill hjá lögreglu vegna vímuefnaaksturs Lögregla sinnti í það minnsta sex útköllum frá klukkan 15 í gær þar til klukkan 5 í morgun vegna vímuefnaaksturs á höfuðborgarsvæðinu. 20. apríl 2020 06:53 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Erill hjá lögreglu vegna vímuefnaaksturs Lögregla sinnti í það minnsta sex útköllum frá klukkan 15 í gær þar til klukkan 5 í morgun vegna vímuefnaaksturs á höfuðborgarsvæðinu. 20. apríl 2020 06:53
122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16