Biður umboðsmann barna um aðstoð vegna myglueinkenna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2020 20:57 Þórdís Katla Einarsdóttir er ellefu ára nemandi í Fossvogsskóla. Hún ætlar að senda umboðsmanni barna bréf á morgun og óska eftir aðstoð vegna myglueinkenna í skólanum. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Hin ellefu ára Þórdís Katla ætlar að afhenda umboðsmanni barna bréf á morgun þar sem hún óskar eftir aðstoð vegna myglueinkenna í Fossvogsskóla. Hún segist stundum óttast að mæta í skólann vegna þrálátra höfuðverkja og fer fram á að umboðsmaður ræði við borgaryfirvöld. Þórdís Katla er nemandi í sjötta bekk í Fossvogsskóla og finnur fyrir einkennum myglu í skólanum. Hún fær þráláta höfuðverki sem valda því að hún getur stundum ekki farið á æfingar eftir skóla vegna verkja. Afhverju ætlar þú að senda umboðsmanni barna bréf? „Af því að það er mygla í skólanum mínum og starfsmönnum og krökkum líður illa út af því,“ sagði Þórdís Katla. Í bréfinu kemur fram að stundum vilji hún ekki fara í skólann af hræðslu við að fá höfuðverk. Hvernig líður þér þegar þú ert í skólanum á daginn? „Ekki það vel því ef ég fæ höfuðverki þá get ég ekki unnið nægilega vel og það þýðir að ég verð eftir á í áætlun,“ sagði Þórdís. Áður en einkenni myglu komu upp leið Þórdísi almennt vel í skólanum og var einbeitingin góð. FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Foreldrafélagið vill frekari mælingar Sýnataka sem gerð var í fyrra leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál í húsnæðinu og var ráðist í endurbætur. Skólanum var lokað í mars á síðasta ári og skólahald fært í höfuðstöðvar KSÍ. Skólinn var opnaður aftur í haust en samkvæmt formanni foreldrafélagsins fóru nemendur að finna fyrir einkennum á ný í nóvember. Hann gagnrýnir aðgerðaleysi borgarinnar og fer fram á að samtal fari fram auk frekari mælinga á húsnæðinu. Hvað vilt þú að umboðsmaður barna geri? „Í raun og veru bara tala við Reykjavíkurborg eða eitthvað og láta laga skólann og reyna að gera eins mikið og þeir geta,“ sagði Þórdís. Henni þykir yfirvöld ekki taka nægilega vel á málum. „Illa af því að við fórum í KSÍ og eitthvað þannig og það var reynt að laga það en það virkaði ekki og þá finnst mér að það ætti að gera eins mikið og hægt er á meðan við erum í sumarfríi,“ sagði Þórdís. Þórdís segir ekki eðlilegt að líða illa í skólanum. „Alls ekki mér finnst eins og maður ætti að vera í góðu skapi og hafa gaman í skólanum,“ sagði Þórdís. Bréfið ætlar Þórdís Katla að senda umboðsmanni barna í fyrramálið. Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00 Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Sjá meira
Hin ellefu ára Þórdís Katla ætlar að afhenda umboðsmanni barna bréf á morgun þar sem hún óskar eftir aðstoð vegna myglueinkenna í Fossvogsskóla. Hún segist stundum óttast að mæta í skólann vegna þrálátra höfuðverkja og fer fram á að umboðsmaður ræði við borgaryfirvöld. Þórdís Katla er nemandi í sjötta bekk í Fossvogsskóla og finnur fyrir einkennum myglu í skólanum. Hún fær þráláta höfuðverki sem valda því að hún getur stundum ekki farið á æfingar eftir skóla vegna verkja. Afhverju ætlar þú að senda umboðsmanni barna bréf? „Af því að það er mygla í skólanum mínum og starfsmönnum og krökkum líður illa út af því,“ sagði Þórdís Katla. Í bréfinu kemur fram að stundum vilji hún ekki fara í skólann af hræðslu við að fá höfuðverk. Hvernig líður þér þegar þú ert í skólanum á daginn? „Ekki það vel því ef ég fæ höfuðverki þá get ég ekki unnið nægilega vel og það þýðir að ég verð eftir á í áætlun,“ sagði Þórdís. Áður en einkenni myglu komu upp leið Þórdísi almennt vel í skólanum og var einbeitingin góð. FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Foreldrafélagið vill frekari mælingar Sýnataka sem gerð var í fyrra leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál í húsnæðinu og var ráðist í endurbætur. Skólanum var lokað í mars á síðasta ári og skólahald fært í höfuðstöðvar KSÍ. Skólinn var opnaður aftur í haust en samkvæmt formanni foreldrafélagsins fóru nemendur að finna fyrir einkennum á ný í nóvember. Hann gagnrýnir aðgerðaleysi borgarinnar og fer fram á að samtal fari fram auk frekari mælinga á húsnæðinu. Hvað vilt þú að umboðsmaður barna geri? „Í raun og veru bara tala við Reykjavíkurborg eða eitthvað og láta laga skólann og reyna að gera eins mikið og þeir geta,“ sagði Þórdís. Henni þykir yfirvöld ekki taka nægilega vel á málum. „Illa af því að við fórum í KSÍ og eitthvað þannig og það var reynt að laga það en það virkaði ekki og þá finnst mér að það ætti að gera eins mikið og hægt er á meðan við erum í sumarfríi,“ sagði Þórdís. Þórdís segir ekki eðlilegt að líða illa í skólanum. „Alls ekki mér finnst eins og maður ætti að vera í góðu skapi og hafa gaman í skólanum,“ sagði Þórdís. Bréfið ætlar Þórdís Katla að senda umboðsmanni barna í fyrramálið.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00 Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Sjá meira
Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00
Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23