22 ára glímustjarna látin Sylvía Hall skrifar 23. maí 2020 17:59 Hana Kimura var fædd árið 1997. Vísir/Getty Hin japanska Hana Kimura er látin aðeins 22 ára að aldri. Kimura var upprennandi glímustjarna og kom fram í japönsku raunveruleikaþáttunum Terrace House á Netflix. Dánarorsök hefur ekki verið gefin út en skömmu fyrir andlát sitt hafði Kimura birt færslur á samfélagsmiðlum sem gáfu í skyn að hún hefði orðið fyrir neteinelti að því er fram kemur á vef BBC. Við síðustu mynd sína sem hún birti á Instagram á föstudag skrifaði hún einfaldlega „bless“. Þá birti hún einnig færslur á Twitter-síðu sinni á föstudag þar sem mátti sjá myndir af sjálfskaða og skilaboð þar sem hún sagðist ekki vilja vera manneskja lengur. „Það var líf þar sem ég vildi vera elskuð. Takk allir, ég elska ykkur. Bless.“ Kimura hafði unnið Fighting Spirit verðlaunin árið 2019 og tók líkt og áður sagði þátt í raunveruleikaþáttunum Terrace House, þar til tökum á þáttunum var frestað vegna kórónuveirunnar. Þættirnir fylgja eftir þremur konum og þremur körlum á meðan þau búa saman í einu húsi. Glímublaðamaðurinn Adam Pacitti minntist Kimura á Twitter-síðu sinni og sagði andlát hennar vera harmleik. Hann biðlaði til fólks að sýna náungakærleik og sagði þetta vera erfiða áminningu um það að skilaboð á samfélagsmiðlum geti haft alvarleg áhrif á geðheilsu annarra. The death of Hana Kimura is an absolute tragedy. I hope this serves as a reminder that interactions on social media can have a serious effect on the mental health of anyone, no matter who they are. Be kind. RIP.— Adam Pacitti (@adampacitti) May 23, 2020 Japan Samfélagsmiðlar Andlát Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Hin japanska Hana Kimura er látin aðeins 22 ára að aldri. Kimura var upprennandi glímustjarna og kom fram í japönsku raunveruleikaþáttunum Terrace House á Netflix. Dánarorsök hefur ekki verið gefin út en skömmu fyrir andlát sitt hafði Kimura birt færslur á samfélagsmiðlum sem gáfu í skyn að hún hefði orðið fyrir neteinelti að því er fram kemur á vef BBC. Við síðustu mynd sína sem hún birti á Instagram á föstudag skrifaði hún einfaldlega „bless“. Þá birti hún einnig færslur á Twitter-síðu sinni á föstudag þar sem mátti sjá myndir af sjálfskaða og skilaboð þar sem hún sagðist ekki vilja vera manneskja lengur. „Það var líf þar sem ég vildi vera elskuð. Takk allir, ég elska ykkur. Bless.“ Kimura hafði unnið Fighting Spirit verðlaunin árið 2019 og tók líkt og áður sagði þátt í raunveruleikaþáttunum Terrace House, þar til tökum á þáttunum var frestað vegna kórónuveirunnar. Þættirnir fylgja eftir þremur konum og þremur körlum á meðan þau búa saman í einu húsi. Glímublaðamaðurinn Adam Pacitti minntist Kimura á Twitter-síðu sinni og sagði andlát hennar vera harmleik. Hann biðlaði til fólks að sýna náungakærleik og sagði þetta vera erfiða áminningu um það að skilaboð á samfélagsmiðlum geti haft alvarleg áhrif á geðheilsu annarra. The death of Hana Kimura is an absolute tragedy. I hope this serves as a reminder that interactions on social media can have a serious effect on the mental health of anyone, no matter who they are. Be kind. RIP.— Adam Pacitti (@adampacitti) May 23, 2020
Japan Samfélagsmiðlar Andlát Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira