22 ára glímustjarna látin Sylvía Hall skrifar 23. maí 2020 17:59 Hana Kimura var fædd árið 1997. Vísir/Getty Hin japanska Hana Kimura er látin aðeins 22 ára að aldri. Kimura var upprennandi glímustjarna og kom fram í japönsku raunveruleikaþáttunum Terrace House á Netflix. Dánarorsök hefur ekki verið gefin út en skömmu fyrir andlát sitt hafði Kimura birt færslur á samfélagsmiðlum sem gáfu í skyn að hún hefði orðið fyrir neteinelti að því er fram kemur á vef BBC. Við síðustu mynd sína sem hún birti á Instagram á föstudag skrifaði hún einfaldlega „bless“. Þá birti hún einnig færslur á Twitter-síðu sinni á föstudag þar sem mátti sjá myndir af sjálfskaða og skilaboð þar sem hún sagðist ekki vilja vera manneskja lengur. „Það var líf þar sem ég vildi vera elskuð. Takk allir, ég elska ykkur. Bless.“ Kimura hafði unnið Fighting Spirit verðlaunin árið 2019 og tók líkt og áður sagði þátt í raunveruleikaþáttunum Terrace House, þar til tökum á þáttunum var frestað vegna kórónuveirunnar. Þættirnir fylgja eftir þremur konum og þremur körlum á meðan þau búa saman í einu húsi. Glímublaðamaðurinn Adam Pacitti minntist Kimura á Twitter-síðu sinni og sagði andlát hennar vera harmleik. Hann biðlaði til fólks að sýna náungakærleik og sagði þetta vera erfiða áminningu um það að skilaboð á samfélagsmiðlum geti haft alvarleg áhrif á geðheilsu annarra. The death of Hana Kimura is an absolute tragedy. I hope this serves as a reminder that interactions on social media can have a serious effect on the mental health of anyone, no matter who they are. Be kind. RIP.— Adam Pacitti (@adampacitti) May 23, 2020 Japan Samfélagsmiðlar Andlát Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Hin japanska Hana Kimura er látin aðeins 22 ára að aldri. Kimura var upprennandi glímustjarna og kom fram í japönsku raunveruleikaþáttunum Terrace House á Netflix. Dánarorsök hefur ekki verið gefin út en skömmu fyrir andlát sitt hafði Kimura birt færslur á samfélagsmiðlum sem gáfu í skyn að hún hefði orðið fyrir neteinelti að því er fram kemur á vef BBC. Við síðustu mynd sína sem hún birti á Instagram á föstudag skrifaði hún einfaldlega „bless“. Þá birti hún einnig færslur á Twitter-síðu sinni á föstudag þar sem mátti sjá myndir af sjálfskaða og skilaboð þar sem hún sagðist ekki vilja vera manneskja lengur. „Það var líf þar sem ég vildi vera elskuð. Takk allir, ég elska ykkur. Bless.“ Kimura hafði unnið Fighting Spirit verðlaunin árið 2019 og tók líkt og áður sagði þátt í raunveruleikaþáttunum Terrace House, þar til tökum á þáttunum var frestað vegna kórónuveirunnar. Þættirnir fylgja eftir þremur konum og þremur körlum á meðan þau búa saman í einu húsi. Glímublaðamaðurinn Adam Pacitti minntist Kimura á Twitter-síðu sinni og sagði andlát hennar vera harmleik. Hann biðlaði til fólks að sýna náungakærleik og sagði þetta vera erfiða áminningu um það að skilaboð á samfélagsmiðlum geti haft alvarleg áhrif á geðheilsu annarra. The death of Hana Kimura is an absolute tragedy. I hope this serves as a reminder that interactions on social media can have a serious effect on the mental health of anyone, no matter who they are. Be kind. RIP.— Adam Pacitti (@adampacitti) May 23, 2020
Japan Samfélagsmiðlar Andlát Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira