Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2020 12:31 Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi segir Reykjavíkurborg mismuna börnum eftir búsetu og kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. Sérskólaúrræði borgarinnar séu í lamasessi. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær gagnrýndu foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun Reykjavíkurborg fyrir að synja dóttur þeirra um skólavist í Arnarskóla í Kópavogi. En þau segja skólann henta fötlun barnsins best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á starfsemi Arnarskóla svo hún samræmist örugglega lögum og reglum. Borgin hafi þó ekki umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum þar sem hann er starfræktur í Kópavogi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins segir ummæli Helga fyrirslátt. „Við erum að treysta skólanum fyrir börnum úr Reykjavík og það hefur ekki farið þetta svokallaða ytra mat. Hvað skeður ef við opnum fyrir frekari umsóknir þar til þetta mat liggur fyrir, það er engin stórhætta á ferðum hér. Það er búið að meta það af fagaðilum og foreldrum að þetta eru úrræði sem hentar þeim vel. Þarna myndu þau sinna sínu námi meðal jafningja og líða vel. Þessi vandi er stór í Reykjavík. Þessi sérskólaúrræði eru í lamasessi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Skjáskot/Stöð 2 Þá hefur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjarvíburborgar bent á að borgin reki sjálf einhverfudeildir og Klettaskóla. Kolbrún segir skólana ekki sambærilega. „Arnarskóli er alveg einstakur að því leyti til að hann er með heildstæða stefnu. Í skólanum getur nemandinn sinnt öllu, allt frá námi að tómstundum. Þar er ekki þessi þvælingur barns á milli staða. Ég hef þess vegna sagt að borgin ætti einfaldlega að reka sinn eigin Arnarskóla, þ.e.a.s. akkúrat svona úrræði,“ sagði Kolbrún. Kolbrún segir að í þessu tilfelli sé barninu mismunað eftir búsetu. „Reykjavíkurborg hafnar að greiða inntökugjöldin eða umsókn fyrir barnið inn í þennan skóla en getur ekki boðið barninu upp á nákvæmlega sama úrræði sem talið er að henti barninu best, þá er það auðvitað ekkert annað en mismunun,“ sagði Kolbrún. Reykjavík Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Borgarfulltrúi segir Reykjavíkurborg mismuna börnum eftir búsetu og kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. Sérskólaúrræði borgarinnar séu í lamasessi. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær gagnrýndu foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun Reykjavíkurborg fyrir að synja dóttur þeirra um skólavist í Arnarskóla í Kópavogi. En þau segja skólann henta fötlun barnsins best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á starfsemi Arnarskóla svo hún samræmist örugglega lögum og reglum. Borgin hafi þó ekki umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum þar sem hann er starfræktur í Kópavogi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins segir ummæli Helga fyrirslátt. „Við erum að treysta skólanum fyrir börnum úr Reykjavík og það hefur ekki farið þetta svokallaða ytra mat. Hvað skeður ef við opnum fyrir frekari umsóknir þar til þetta mat liggur fyrir, það er engin stórhætta á ferðum hér. Það er búið að meta það af fagaðilum og foreldrum að þetta eru úrræði sem hentar þeim vel. Þarna myndu þau sinna sínu námi meðal jafningja og líða vel. Þessi vandi er stór í Reykjavík. Þessi sérskólaúrræði eru í lamasessi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Skjáskot/Stöð 2 Þá hefur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjarvíburborgar bent á að borgin reki sjálf einhverfudeildir og Klettaskóla. Kolbrún segir skólana ekki sambærilega. „Arnarskóli er alveg einstakur að því leyti til að hann er með heildstæða stefnu. Í skólanum getur nemandinn sinnt öllu, allt frá námi að tómstundum. Þar er ekki þessi þvælingur barns á milli staða. Ég hef þess vegna sagt að borgin ætti einfaldlega að reka sinn eigin Arnarskóla, þ.e.a.s. akkúrat svona úrræði,“ sagði Kolbrún. Kolbrún segir að í þessu tilfelli sé barninu mismunað eftir búsetu. „Reykjavíkurborg hafnar að greiða inntökugjöldin eða umsókn fyrir barnið inn í þennan skóla en getur ekki boðið barninu upp á nákvæmlega sama úrræði sem talið er að henti barninu best, þá er það auðvitað ekkert annað en mismunun,“ sagði Kolbrún.
Reykjavík Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00