Play nægilega fjármagnað og stefnir á að fljúga í haust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2020 20:00 Flugfélagið Play kynnt í Perlunni í haust. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play er nægilega vel fjármagnað og er stefnt á að hefja flug í síðasta lagi í haust sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, í Reykjavík síðdegis í dag. „Það hefur gengið mjög vel, við höfum nýtt síðustu vikur og mánuði í lokaundirbúning,“ bætti hann við. Félagið er með 36 starfsmenn í dag og segir Arnar að félagið hafi byggt upp starfslið hægt og rólega síðan síðasta haust. „Blessunarlega tafðist það örlítið hjá okkur þannig að við verðum betur í stakk búin þegar flugsamgöngur hefjast af alvöru á ný.“ Hann segir flugrekstrarleyfið ekki komið í hús en von sé á því von bráðar. „Öll vinna á bak við það er búin en það er í þessu eins og svo mörgu sem tengist þessu Covid að það hefur örlítið tafist en á góðum stað. Við vinnum mjög náið með samgöngustofu í þeim efnum,“ segir Arnar. „Hjá okkur, eins og flestum, er rosalega erfitt að spá til um það [hvenær byrjað verður að fljúga] akkúrat eins og staðan er núna en við erum með margar sviðsmyndir uppi sem að taka á því hvenær fyrsta flug verður en við erum í grunninn tilbúin til þess.“ „Við erum búin að vera í þessu verkefni núna í rúmt ár. Það hefur tekið svo sannarlega á en með þessu kraftmikla og frábæra starfsfólki sem er innan raða Play þá hefur þetta gengið óskaplega vel undanfarnar vikur.“ Margir innan raða Play eru fyrrverandi starfsmenn WOW Air og segir Arnar að byggt sé á þeirri reynslu sem aflað var hjá WOW. „Já, við byggjum á þeirri reynslu. Hér inni er fólk með mikla flugrekstrarþekkingu. Það góða hér hjá okkur er að við höfum aðgang að frábæru starfsfólki sem er með réttindi á þessa flugvél og hyggjumst við nýta það enda er þetta frábær vél inn í þetta leiðakerfi,“ segir hann. Arnar segir að allt liggi fyrir hvað varðar kjarasamninga við framtíðar starfsmenn. „Við höfum samið við stéttarfélag um alla þessa samninga, bæði flugmenn og flugliða.“ Þá segir hann að félagið sé búið að tryggja sér vélar sem verða leigðar. „Það hefur verið upp og ofan í gegn um tíðina en aðgangur að flugvélum í þessu árferði hefur batnað gríðarlega og við erum að horfa fram á mjög flottan framtíðarflugvélaflota.“ Félagið mun byrja með eina flugvél en Arnar segir að staðan sé þannig að hægt verði að fjölga þeim að vild. Þá segir hann að leiðakerfið sé tilbúið og það sé búið að kynna en nú muni þurfa að greina betur stöðuna á mörkuðum erlendis og sjá hvert verði fyrst flogið og hvernig verði byrjað. Hann segir stöðuna á íslenskum flugmarkaði grafalvarlega. „Ég vil ekki beint fara í stöðu Icelandair. Við höfum svo sannarlega mörg hér gengið í gegn um svona erfiðleika og óskum þeim alls hins besta og vonandi gengur þetta vel. Við erum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum og koma okkur af stað og tryggja þannig samkeppni fyrir íslenska neytendur.“ Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Play Tengdar fréttir Ræða tilboð sitt en ekki Icelandair Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur ekki í hyggju að kynna „lokatilboð“ Icelandair til félagsins fyrir félagsmönnum sínum. Á fundum flugfreyja í dag mun orkan fara í að ræða tilboð flugfreyja til flugfélagsins. 22. maí 2020 12:43 Góð staða Play kom Ragnari Þór á óvart Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn. 22. maí 2020 12:13 Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Flugfélagið Play er nægilega vel fjármagnað og er stefnt á að hefja flug í síðasta lagi í haust sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, í Reykjavík síðdegis í dag. „Það hefur gengið mjög vel, við höfum nýtt síðustu vikur og mánuði í lokaundirbúning,“ bætti hann við. Félagið er með 36 starfsmenn í dag og segir Arnar að félagið hafi byggt upp starfslið hægt og rólega síðan síðasta haust. „Blessunarlega tafðist það örlítið hjá okkur þannig að við verðum betur í stakk búin þegar flugsamgöngur hefjast af alvöru á ný.“ Hann segir flugrekstrarleyfið ekki komið í hús en von sé á því von bráðar. „Öll vinna á bak við það er búin en það er í þessu eins og svo mörgu sem tengist þessu Covid að það hefur örlítið tafist en á góðum stað. Við vinnum mjög náið með samgöngustofu í þeim efnum,“ segir Arnar. „Hjá okkur, eins og flestum, er rosalega erfitt að spá til um það [hvenær byrjað verður að fljúga] akkúrat eins og staðan er núna en við erum með margar sviðsmyndir uppi sem að taka á því hvenær fyrsta flug verður en við erum í grunninn tilbúin til þess.“ „Við erum búin að vera í þessu verkefni núna í rúmt ár. Það hefur tekið svo sannarlega á en með þessu kraftmikla og frábæra starfsfólki sem er innan raða Play þá hefur þetta gengið óskaplega vel undanfarnar vikur.“ Margir innan raða Play eru fyrrverandi starfsmenn WOW Air og segir Arnar að byggt sé á þeirri reynslu sem aflað var hjá WOW. „Já, við byggjum á þeirri reynslu. Hér inni er fólk með mikla flugrekstrarþekkingu. Það góða hér hjá okkur er að við höfum aðgang að frábæru starfsfólki sem er með réttindi á þessa flugvél og hyggjumst við nýta það enda er þetta frábær vél inn í þetta leiðakerfi,“ segir hann. Arnar segir að allt liggi fyrir hvað varðar kjarasamninga við framtíðar starfsmenn. „Við höfum samið við stéttarfélag um alla þessa samninga, bæði flugmenn og flugliða.“ Þá segir hann að félagið sé búið að tryggja sér vélar sem verða leigðar. „Það hefur verið upp og ofan í gegn um tíðina en aðgangur að flugvélum í þessu árferði hefur batnað gríðarlega og við erum að horfa fram á mjög flottan framtíðarflugvélaflota.“ Félagið mun byrja með eina flugvél en Arnar segir að staðan sé þannig að hægt verði að fjölga þeim að vild. Þá segir hann að leiðakerfið sé tilbúið og það sé búið að kynna en nú muni þurfa að greina betur stöðuna á mörkuðum erlendis og sjá hvert verði fyrst flogið og hvernig verði byrjað. Hann segir stöðuna á íslenskum flugmarkaði grafalvarlega. „Ég vil ekki beint fara í stöðu Icelandair. Við höfum svo sannarlega mörg hér gengið í gegn um svona erfiðleika og óskum þeim alls hins besta og vonandi gengur þetta vel. Við erum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum og koma okkur af stað og tryggja þannig samkeppni fyrir íslenska neytendur.“
Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Play Tengdar fréttir Ræða tilboð sitt en ekki Icelandair Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur ekki í hyggju að kynna „lokatilboð“ Icelandair til félagsins fyrir félagsmönnum sínum. Á fundum flugfreyja í dag mun orkan fara í að ræða tilboð flugfreyja til flugfélagsins. 22. maí 2020 12:43 Góð staða Play kom Ragnari Þór á óvart Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn. 22. maí 2020 12:13 Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ræða tilboð sitt en ekki Icelandair Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur ekki í hyggju að kynna „lokatilboð“ Icelandair til félagsins fyrir félagsmönnum sínum. Á fundum flugfreyja í dag mun orkan fara í að ræða tilboð flugfreyja til flugfélagsins. 22. maí 2020 12:43
Góð staða Play kom Ragnari Þór á óvart Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn. 22. maí 2020 12:13
Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent