Háskóli Íslands hættir að greina tennur fyrir Útlendingastofnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2020 09:33 Háskóli íslands segir upp samningi við Útlendingastofnun er snýr að vinnu tannlæknadeildar skólans. Vísir/Vilhelm Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma á fundi sínum 6. mars sl. að endurnýja ekki verksamning sem verið hefur í gildi á milli Háskóla Íslands og Útlendingastofnunnar. Þetta kemur fram á vef háskólans. Verksamningurinn snerist um kaup Útlendingastofnunar á þjónustu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands í málum þar sem vafi leikur á aldri einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Hefur samningurinn sætt töluverðri gagnrýni undanfarin ár. Aldursgreining á tönnum hefur verið sögð nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga af sérfræðingum. Sú fullyrðing er sömuleiðis umdeild. Nokkrir tugir slíkra greininga hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert alvarlegar athugasemdir við aldursgreiningar Útlendingastofnunar og meðal annars vísað í skýrslu Evrópuráðsins frá 2017 um hvað felist í heilstæðu mati. Röntgenrannsóknir á tönnum séu um margt ónákvæmar. Í skýrslunni segir að til að mat geti talist heildstætt þurfi það að fela í sér aðkomu þverfaglegra sérfræðinga og aðferða. Matið skuli vera byggt á líkamlegum, sálrænum, þroskafræðilegum, félagsfræðilegum og umhverfistengdum þáttum. Mikilvægt sé að að matinu komi barnalæknar og barnasálfræðingar. Þá skuli þeir sérfræðingar sem komi að matinu hafa í huga ólík uppvaxtarár einstaklinga og taka til greina persónulega frásögn þeirra af sögu sinni. 1 Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld þrói heildstætt mat til greiningar á aldri í samvinnu við sérfræðinga og Barnahús. Óskuðu viðbragða frá dómsmálaráðuneytinu Í tilkynningu á vef HÍ segir að á sama tíma og samningurinn var undirritaður í mars 2019 hafi Háskóli Íslands komið ábendingum til dómsmálaráðherra þess efnis að bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá 16. nóvember 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga, þ.á.m. ákvæði um aldursgreiningar. „Í umræddri bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna segir m.a. að ríki skuli notast við fjölþætt mat á líkamlegum og andlegum þroska barna, sem framkvæmt er af barnalæknum og öðrum sérfræðingum í þroska barna. Í sömu bókun kemur fram að ríki skuli m.a. forðast að notast við klínískar aldursgreiningar á tönnum. Háskóli Íslands kom sömu sjónarmiðum á framfæri í skriflegum athugasemdum við þingmannafrumvarp um breytingu á lögum um útlendinga haustið 2019.“ Háskólaráð segist hafa haft væntingar til þess að brugðist yrði við þessum athugasemdum með breytingum á reglum og verklagi Útlendingastofnunar í þá átt að heildstætt mat á aldri umsækjenda yrði fjölþættara og að einungis yrði notast við aldursgreiningar á tönnum í takmarkatilvikum. „Þetta hefur ekki gengið eftir á því ári sem samningurinn hefur verið í gildi. Af þeirri ástæðu þótti háskólaráði rétt að endurnýja ekki umræddan verksamning við Útlendingastofnun.“ Skóla - og menntamál Hælisleitendur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma á fundi sínum 6. mars sl. að endurnýja ekki verksamning sem verið hefur í gildi á milli Háskóla Íslands og Útlendingastofnunnar. Þetta kemur fram á vef háskólans. Verksamningurinn snerist um kaup Útlendingastofnunar á þjónustu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands í málum þar sem vafi leikur á aldri einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Hefur samningurinn sætt töluverðri gagnrýni undanfarin ár. Aldursgreining á tönnum hefur verið sögð nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga af sérfræðingum. Sú fullyrðing er sömuleiðis umdeild. Nokkrir tugir slíkra greininga hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert alvarlegar athugasemdir við aldursgreiningar Útlendingastofnunar og meðal annars vísað í skýrslu Evrópuráðsins frá 2017 um hvað felist í heilstæðu mati. Röntgenrannsóknir á tönnum séu um margt ónákvæmar. Í skýrslunni segir að til að mat geti talist heildstætt þurfi það að fela í sér aðkomu þverfaglegra sérfræðinga og aðferða. Matið skuli vera byggt á líkamlegum, sálrænum, þroskafræðilegum, félagsfræðilegum og umhverfistengdum þáttum. Mikilvægt sé að að matinu komi barnalæknar og barnasálfræðingar. Þá skuli þeir sérfræðingar sem komi að matinu hafa í huga ólík uppvaxtarár einstaklinga og taka til greina persónulega frásögn þeirra af sögu sinni. 1 Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld þrói heildstætt mat til greiningar á aldri í samvinnu við sérfræðinga og Barnahús. Óskuðu viðbragða frá dómsmálaráðuneytinu Í tilkynningu á vef HÍ segir að á sama tíma og samningurinn var undirritaður í mars 2019 hafi Háskóli Íslands komið ábendingum til dómsmálaráðherra þess efnis að bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá 16. nóvember 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga, þ.á.m. ákvæði um aldursgreiningar. „Í umræddri bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna segir m.a. að ríki skuli notast við fjölþætt mat á líkamlegum og andlegum þroska barna, sem framkvæmt er af barnalæknum og öðrum sérfræðingum í þroska barna. Í sömu bókun kemur fram að ríki skuli m.a. forðast að notast við klínískar aldursgreiningar á tönnum. Háskóli Íslands kom sömu sjónarmiðum á framfæri í skriflegum athugasemdum við þingmannafrumvarp um breytingu á lögum um útlendinga haustið 2019.“ Háskólaráð segist hafa haft væntingar til þess að brugðist yrði við þessum athugasemdum með breytingum á reglum og verklagi Útlendingastofnunar í þá átt að heildstætt mat á aldri umsækjenda yrði fjölþættara og að einungis yrði notast við aldursgreiningar á tönnum í takmarkatilvikum. „Þetta hefur ekki gengið eftir á því ári sem samningurinn hefur verið í gildi. Af þeirri ástæðu þótti háskólaráði rétt að endurnýja ekki umræddan verksamning við Útlendingastofnun.“
Skóla - og menntamál Hælisleitendur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira