Innlent

Komu öku­mönnum til bjargar á Suður­lands­vegi

Atli Ísleifsson skrifar
Hellisheiði og Þrengslum var lokað seint í gærkvöldi. 
Hellisheiði og Þrengslum var lokað seint í gærkvöldi.  Vísir/Vilhelm

Björgunarsveit var kölluð út vegna ökumanna sem höfðu fest bíla sína í snjó á Suðurlandsvegi, milli Reykjavíkur og Hveragerðis, í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í dagbók lögeglu. Segir að tilkynnt hafi verið um ófærð og að bílar hefðu fests í snjó og að einhverjir bílar væru komnir út fyrir veg. Veginum var í kjölfarið lokað og var sömu sögu að segja af Þrengslavegi. Búið er að opna veginn á ný.

Um 23:30 í gærkvöldi var einnig tilkynnt um umferðaróhapp við Litlu kaffistofuna. Þar hafði verið ekið aftan á kyrrstæðan bíl sem var fastur í snjó. Engin slys yrðu á fólki en tjónvaldurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Í dagbók lögreglu segir ennfremur frá því að skömmu fyrir miðnætti hafi verið tilkynnt um stuld á bíl í hverfi 110 í Reykjavík. Bíllinn fannst hins vegar yfirgefinn í miðborg Reykjavíkur, um tveimur og hálfum tíma síðar.

Þá segir einnig frá því að ofurölvi maður hafi verið handtekinn við Hlemm um klukkan 18 í gær og hafi hann verið vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×