Um sex hundruð manns nú í sóttkví hér á landi Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2020 13:31 Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra, í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að sex hundruð manns séu nú í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að upp hafi komið annað tilfelli um svokallað yfirborðssmit hér á landi og eru þau því alls tvö en sagt var frá því fyrsta í gær. Alls hefur verið greint frá 69 smitum hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali fréttamanns Stöðvar 2 ræddi við Víði í samhæfingarstöð almannavarna um hádegisbil í dag. Athygli er vakin á því að í viðtalinu segir Víðir að maður á níræðisaldri sé í sóttkví en leiðrétti síðar við fréttastofu að viðkomandi væri á áttræðisaldri, 76 ára. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað tiluppplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3 auk þess sem fylgst verður með í vaktinni. Enginn alvarlega veikur Víðir segir að enginn af hinum smituðu sé alvarlega veikur þó að einhverjir hafi fengið háan hita. Einhverjum hafi liðið illa, en ekki hefur þurft að flytja neinn á sjúkrahús. Víðir segir hættu á að innanlandssmitum muni fjölga samfara því að fólk sem hefur verið á hættusvæðum snúi aftur til landsins. „Jú, það er hætta á að einhver af þessum aðilum hafi verið komnir með einkenni og það er líka hætta á því að þeir hafi farið í vinnu. Þrátt fyrir að við erum alltaf að ráðleggja fólki, ef það er veikt að vera þá heima. En kannski hafa einkennin þá verið lítil.“ Um hundrað sýni á dag Alls hefur tekist að greina mest hundrað sýni á dag á Landspítalanum og er stefnt að því að vinna með Decode að greiningu og þannig auka afkastagetuna. Vonandi verði hægt að hefjast handa um helgina. Virðist sem að 10 til 12 prósent þeirra sem sýni er tekið af hafa greinst með smit. Hópurinn sem sýni sé tekið af sé hins vegar mjög afmarkaður. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að sex hundruð manns séu nú í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að upp hafi komið annað tilfelli um svokallað yfirborðssmit hér á landi og eru þau því alls tvö en sagt var frá því fyrsta í gær. Alls hefur verið greint frá 69 smitum hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali fréttamanns Stöðvar 2 ræddi við Víði í samhæfingarstöð almannavarna um hádegisbil í dag. Athygli er vakin á því að í viðtalinu segir Víðir að maður á níræðisaldri sé í sóttkví en leiðrétti síðar við fréttastofu að viðkomandi væri á áttræðisaldri, 76 ára. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað tiluppplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3 auk þess sem fylgst verður með í vaktinni. Enginn alvarlega veikur Víðir segir að enginn af hinum smituðu sé alvarlega veikur þó að einhverjir hafi fengið háan hita. Einhverjum hafi liðið illa, en ekki hefur þurft að flytja neinn á sjúkrahús. Víðir segir hættu á að innanlandssmitum muni fjölga samfara því að fólk sem hefur verið á hættusvæðum snúi aftur til landsins. „Jú, það er hætta á að einhver af þessum aðilum hafi verið komnir með einkenni og það er líka hætta á því að þeir hafi farið í vinnu. Þrátt fyrir að við erum alltaf að ráðleggja fólki, ef það er veikt að vera þá heima. En kannski hafa einkennin þá verið lítil.“ Um hundrað sýni á dag Alls hefur tekist að greina mest hundrað sýni á dag á Landspítalanum og er stefnt að því að vinna með Decode að greiningu og þannig auka afkastagetuna. Vonandi verði hægt að hefjast handa um helgina. Virðist sem að 10 til 12 prósent þeirra sem sýni er tekið af hafa greinst með smit. Hópurinn sem sýni sé tekið af sé hins vegar mjög afmarkaður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21
Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00