Hvernig fást 80 milljónir króna fyrir skópar? Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 20:00 Michael Jordan er enn í guða tölu hjá mörgum þrátt fyrir að síðustu keppnisskórnir hafi farið á hilluna fyrir sautján árum. Hér má sjá skóna sem seldust á uppboði fyrir metfé. SAMSETT MYND/GETTY Skósafnarinn Jordy Geller hafði rétt fyrir sér þegar hann taldi að nú gæti verið rétti tíminn til að selja par af Nike-skóm sem Michael Jordan notaði á fyrsta tímabili sínu í NBA-deildinni í körfubolta. Um er að ræða Air Jordan 1 körfuboltaskó, fyrstu tegundina sem að Nike framleiddi sérstaklega í samstarfi við Jordan. Í kjölfarið á gríðarlegum vinsældum The Last Dance þáttanna, sem fjalla um Jordan og Chicago Bulls-liðið á gullaldarárum þess undir lok síðustu aldar, ákvað Geller að setja skóna á uppboð. Skórnir eru áritaðir af Jordan og í nýju Jordan-æði sem nú virðist vera í gangi var því ljóst að hægt yrði að fá hátt verð fyrir parið. Nú eru skórnir seldir á heil 560 þúsund Bandaríkjadala, eða jafnvirði um 82 milljóna króna. Ekki fylgir sögunni hvað Geller greiddi fyrir skóna þegar hann keypti þá árið 2012, en samkvæmt Action Network er um að ræða hæsta verð sem greitt hefur verið á uppboði fyrir strigaskó. Ekki liggur ljóst fyrir hver kaupandinn er. NBA Lífið Tengdar fréttir Leikstjóri „The Last Dance“ ætlaði sér ekki að vera vinur Jordan Michael Jordan er einn af framleiðendum „The Last Dance“ en leyfði leikstjóranum og aðstoðarmönnum hans að vinna sína vinnu í friði. 14. maí 2020 17:00 Lineker spilaði golf með Michael Jordan og Samuel L. Jackson Það virðast margir eiga góða golfsögu af Michael Jordan og einn af þeim er sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker sem rifjaði upp eina slíka eftir að hafa horft á nýjasta þáttinn af „The Last Dance“. 13. maí 2020 17:00 Jordan táraðist í lokin á þætti sjö af „The Last Dance“ Endirinn á þætti sjö af „The Last Dance“ hefur vakið upp viðbrögð hjá mörgum enda fengu áhorfendur þar að sjá sannar tilfinningar hjá Michael Jordan sjálfum. 12. maí 2020 11:00 Hringdi upp á völl og spurði hvort að Jordan væri sýndur: „Bilun hversu mikill Jordan maður ég var“ Teitur Örlygsson segir að Michael Jordan sé sinn uppáhalds körfuboltamaður allra tíma. Teitur fann ýmsar leiðir til þess að fylgjast með Jordan á sínum yngri árum. 10. maí 2020 15:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Skósafnarinn Jordy Geller hafði rétt fyrir sér þegar hann taldi að nú gæti verið rétti tíminn til að selja par af Nike-skóm sem Michael Jordan notaði á fyrsta tímabili sínu í NBA-deildinni í körfubolta. Um er að ræða Air Jordan 1 körfuboltaskó, fyrstu tegundina sem að Nike framleiddi sérstaklega í samstarfi við Jordan. Í kjölfarið á gríðarlegum vinsældum The Last Dance þáttanna, sem fjalla um Jordan og Chicago Bulls-liðið á gullaldarárum þess undir lok síðustu aldar, ákvað Geller að setja skóna á uppboð. Skórnir eru áritaðir af Jordan og í nýju Jordan-æði sem nú virðist vera í gangi var því ljóst að hægt yrði að fá hátt verð fyrir parið. Nú eru skórnir seldir á heil 560 þúsund Bandaríkjadala, eða jafnvirði um 82 milljóna króna. Ekki fylgir sögunni hvað Geller greiddi fyrir skóna þegar hann keypti þá árið 2012, en samkvæmt Action Network er um að ræða hæsta verð sem greitt hefur verið á uppboði fyrir strigaskó. Ekki liggur ljóst fyrir hver kaupandinn er.
NBA Lífið Tengdar fréttir Leikstjóri „The Last Dance“ ætlaði sér ekki að vera vinur Jordan Michael Jordan er einn af framleiðendum „The Last Dance“ en leyfði leikstjóranum og aðstoðarmönnum hans að vinna sína vinnu í friði. 14. maí 2020 17:00 Lineker spilaði golf með Michael Jordan og Samuel L. Jackson Það virðast margir eiga góða golfsögu af Michael Jordan og einn af þeim er sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker sem rifjaði upp eina slíka eftir að hafa horft á nýjasta þáttinn af „The Last Dance“. 13. maí 2020 17:00 Jordan táraðist í lokin á þætti sjö af „The Last Dance“ Endirinn á þætti sjö af „The Last Dance“ hefur vakið upp viðbrögð hjá mörgum enda fengu áhorfendur þar að sjá sannar tilfinningar hjá Michael Jordan sjálfum. 12. maí 2020 11:00 Hringdi upp á völl og spurði hvort að Jordan væri sýndur: „Bilun hversu mikill Jordan maður ég var“ Teitur Örlygsson segir að Michael Jordan sé sinn uppáhalds körfuboltamaður allra tíma. Teitur fann ýmsar leiðir til þess að fylgjast með Jordan á sínum yngri árum. 10. maí 2020 15:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Leikstjóri „The Last Dance“ ætlaði sér ekki að vera vinur Jordan Michael Jordan er einn af framleiðendum „The Last Dance“ en leyfði leikstjóranum og aðstoðarmönnum hans að vinna sína vinnu í friði. 14. maí 2020 17:00
Lineker spilaði golf með Michael Jordan og Samuel L. Jackson Það virðast margir eiga góða golfsögu af Michael Jordan og einn af þeim er sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker sem rifjaði upp eina slíka eftir að hafa horft á nýjasta þáttinn af „The Last Dance“. 13. maí 2020 17:00
Jordan táraðist í lokin á þætti sjö af „The Last Dance“ Endirinn á þætti sjö af „The Last Dance“ hefur vakið upp viðbrögð hjá mörgum enda fengu áhorfendur þar að sjá sannar tilfinningar hjá Michael Jordan sjálfum. 12. maí 2020 11:00
Hringdi upp á völl og spurði hvort að Jordan væri sýndur: „Bilun hversu mikill Jordan maður ég var“ Teitur Örlygsson segir að Michael Jordan sé sinn uppáhalds körfuboltamaður allra tíma. Teitur fann ýmsar leiðir til þess að fylgjast með Jordan á sínum yngri árum. 10. maí 2020 15:00