Já, forsætisráðherra! Hjálmar Jónsson skrifar 16. maí 2020 11:00 Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa. Nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. Í frumvarpinu er það nýmæli að skylt er að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem upplýsingarnar geta varðað, bæði á vettvangi stjórnsýslunnar og einnig eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað um aðgang að upplýsingum. Með þessum breytingum myndi framkvæmd upplýsingabeiðn þyngjast verulega og afgreiðslutími lengjast enn frekar en nú er raunin og er hann þó alltof langur fyrir. Borgarskjalasafn og úrskurðarnefnd um upplýsingamál benda á það í umsögnum sínum að samkvæmt gildandi lögum sé heimilt að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila og því sé ekki nauðsynlegt að mæla fyrir um skyldu í þessum efnum, enda sé skylda til öflunar afstöðu þriðja aðila atviksbundin og leiði af eðli máls hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hefði það ekki verið valkvætt heldur skylt að bera upplýsingabeiðni um 18 milljón króna námsstyrk Seðlabankans undir þann sem styrkinn hlaut. Menn geta velt því fyrir sér hversu eðlilegt það sé? Fyrirfram hefði mátt ætla að upplýsingar um slíka greiðslur ættu alltaf að vera opinberar og gagnsæjar og að leynd þar um geti aldrei verið eðlileg. Samt þurfi héraðsdómur að úrskurða um að afhenda bæri þessar upplýsingar og eflaust hefði dómnum verið áfrýjað til Landsréttar ef ekki hefði verið skipt um seðlabankastjóra í millitíðinni! Það er umhugsunarvert að frumvarpið er samið í forsætisráðuneytinu á grundvelli umsagnar Samtaka atvinnulífsins þegar frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, sem síðar urðu lög nr. 72/2019, var til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þær lagabreytingar voru lagðar til af nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og var eitt fjölmargra frumvarpa sem nefndinni sendi frá sér til að styrkja tjáningarfrelsið í landinu. Nefnd forsætisráðherra taldi ekki nauðsynlegt að leiða í lög skyldu til að leita eftir afstöðu þriðja aðila. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taldi í fyrra, þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, ekki nauðsynlegt að taka til greina athugasemdir SA í þessum efnum og enginn af 63 þingmönnum Alþingis taldi ástæður til að leggja fram breytingartillögu þessa efnis. Forsætisráðuneytið sér hins vegar ástæðu til þess að taka upp hluta tillagna SA að eigin frumkvæði svo skömmu eftir upplýsingalögin voru til meðferðar á Alþingi af því að það er mat ráðuneytisins að það geti „verið til nokkurra bóta miðað við gildandi rétt,” eins og segir í greinargerðinni. Nú er flestum okkar sem komin eru á miðjan aldur minnistæðir breskur sjónvarpsþættirnir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra, sem fjölluðu um samskipti embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa með skoplegum hætti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki er kominn tími á íslenskra útgáfu þáttanna; mér sýnist ýmislegt benda til þess! Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa. Nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. Í frumvarpinu er það nýmæli að skylt er að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem upplýsingarnar geta varðað, bæði á vettvangi stjórnsýslunnar og einnig eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað um aðgang að upplýsingum. Með þessum breytingum myndi framkvæmd upplýsingabeiðn þyngjast verulega og afgreiðslutími lengjast enn frekar en nú er raunin og er hann þó alltof langur fyrir. Borgarskjalasafn og úrskurðarnefnd um upplýsingamál benda á það í umsögnum sínum að samkvæmt gildandi lögum sé heimilt að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila og því sé ekki nauðsynlegt að mæla fyrir um skyldu í þessum efnum, enda sé skylda til öflunar afstöðu þriðja aðila atviksbundin og leiði af eðli máls hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hefði það ekki verið valkvætt heldur skylt að bera upplýsingabeiðni um 18 milljón króna námsstyrk Seðlabankans undir þann sem styrkinn hlaut. Menn geta velt því fyrir sér hversu eðlilegt það sé? Fyrirfram hefði mátt ætla að upplýsingar um slíka greiðslur ættu alltaf að vera opinberar og gagnsæjar og að leynd þar um geti aldrei verið eðlileg. Samt þurfi héraðsdómur að úrskurða um að afhenda bæri þessar upplýsingar og eflaust hefði dómnum verið áfrýjað til Landsréttar ef ekki hefði verið skipt um seðlabankastjóra í millitíðinni! Það er umhugsunarvert að frumvarpið er samið í forsætisráðuneytinu á grundvelli umsagnar Samtaka atvinnulífsins þegar frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, sem síðar urðu lög nr. 72/2019, var til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þær lagabreytingar voru lagðar til af nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og var eitt fjölmargra frumvarpa sem nefndinni sendi frá sér til að styrkja tjáningarfrelsið í landinu. Nefnd forsætisráðherra taldi ekki nauðsynlegt að leiða í lög skyldu til að leita eftir afstöðu þriðja aðila. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taldi í fyrra, þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, ekki nauðsynlegt að taka til greina athugasemdir SA í þessum efnum og enginn af 63 þingmönnum Alþingis taldi ástæður til að leggja fram breytingartillögu þessa efnis. Forsætisráðuneytið sér hins vegar ástæðu til þess að taka upp hluta tillagna SA að eigin frumkvæði svo skömmu eftir upplýsingalögin voru til meðferðar á Alþingi af því að það er mat ráðuneytisins að það geti „verið til nokkurra bóta miðað við gildandi rétt,” eins og segir í greinargerðinni. Nú er flestum okkar sem komin eru á miðjan aldur minnistæðir breskur sjónvarpsþættirnir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra, sem fjölluðu um samskipti embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa með skoplegum hætti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki er kominn tími á íslenskra útgáfu þáttanna; mér sýnist ýmislegt benda til þess! Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar