Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 23:56 Gjá hefur oft verið á milli þess sem lýðheilsusérfræðingar Bandaríkjastjórnar eins og Anthony Fauci (t.h.) og Deborah Birx (t.v.) segja um kórónuveirufaraldurinn og þess sem Trump heldur reglulega fram. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni voru sérfræðingarnar með andlitsgrímur til smitvarna en Trump og pólitískir embættismenn slepptu því, þrátt fyrir tilmæli um að fólk noti grímur. Vísir/EPA Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. Hvergi hafa fleiri látið lífið eða greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum en í Bandaríkjunum. Nú eru fleiri en 85.000 manns látnir en engu að síður er víða byrjað að slaka á takmörkunum. Ríkisstjórn Trump hefur verið sökuð um að vanrækja skyldur sínar og kastað dýrmætum tíma sem hefði þurft að fara í undirbúning fyrir faraldurinn á glæ. Þá hefur forsetinn farið með aragrúa rangfærslna um faraldurinn, veiruna og viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Þannig hefur hann meðal annars ítrekað haldið því ranglega fram að allir sem það vilji komist í sýnatöku vegna veirunnar og að veiran gæti horfið eins og fyrir kraftaverk með vorinu. Mesta athygli vakti þó þegar Trump spurði lýðheilsusérfræðinga sína á blaðamannafundi að því hvort hægt væri að baða fólk í útfjólubláu ljósi eða sprauta það með bleikiefni til að drepa veiruna. Trump hefur einnig gert ákvarðanir einstakra ríkja Bandaríkjanna um að hvernig og hversu hratt eigi að slaka á takmörkunum að pólitísku bitbeini. Ríkisstjórn hans hefur reynt að varpa ábyrgðinni á hvernig eigi að létta á aðgerðum yfir á einstök ríki. Hann hefur jafnvel hvatt ríkisstjóra til þess að aflétta takmörkunum í trássi við leiðbeiningar sem alríkisstjórnin sem hann stýrir gaf út. Heltekin af töfralausnum Í leiðara breska læknaritsins Lancet, eins elsta læknarits í heimi, fer ritstjórnin hörðum orðum um viðbrögð Trump við faraldrinum. Hún sakar ríkisstjórn Trump um að grafa undan helstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sem hafi nú aðeins „málamynda“ hlutverk. CDC sleppur þó ekki við gagnrýni Lancet sem segir stofnunina hafa klúðrað dreifingu á nýju prófi fyrir veirunni á fyrstu vikum faraldursins sem tafði verulega skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum á mikilvægum tíma. Enn séu Bandaríkin illa búin undir það að greina sýni og rekja smit. „Ríkisstjórnin er heltekin af töfralausnum: bóluefnum, nýjum lyfjum eða voninni um að veiran eigi bara eftir að hverfa,“ segir í leiðaranum. Það sé hins vegar aðeins grundvallaratriði lýðheilsumála eins og skimanir, smitrakning og einangrun sem eigi eftir að skila árangri gegn faraldrinum. Til þess þurfi skilvirka landsáætlun í lýðheilsumálum. Afar óvanalegt er sagt að læknarit eins og Lancet lýsi svo sterkum skoðunum á stjórnmálum. Washington Post segir að það sé til marks um að vísindasamfélagið hafi vaxandi áhyggjur af því að hættulegum pólitískum klofningi varðandi vísindi í faraldrinum. „Bandaríkjamenn ættu að koma forseta í Hvíta húsið í janúar 2021 sem skilur að lýðheilsa ætti ekki að stjórnast af flokkapólitík,“ segir í leiðaranum. Heilbrigðismál Vísindi Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. Hvergi hafa fleiri látið lífið eða greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum en í Bandaríkjunum. Nú eru fleiri en 85.000 manns látnir en engu að síður er víða byrjað að slaka á takmörkunum. Ríkisstjórn Trump hefur verið sökuð um að vanrækja skyldur sínar og kastað dýrmætum tíma sem hefði þurft að fara í undirbúning fyrir faraldurinn á glæ. Þá hefur forsetinn farið með aragrúa rangfærslna um faraldurinn, veiruna og viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Þannig hefur hann meðal annars ítrekað haldið því ranglega fram að allir sem það vilji komist í sýnatöku vegna veirunnar og að veiran gæti horfið eins og fyrir kraftaverk með vorinu. Mesta athygli vakti þó þegar Trump spurði lýðheilsusérfræðinga sína á blaðamannafundi að því hvort hægt væri að baða fólk í útfjólubláu ljósi eða sprauta það með bleikiefni til að drepa veiruna. Trump hefur einnig gert ákvarðanir einstakra ríkja Bandaríkjanna um að hvernig og hversu hratt eigi að slaka á takmörkunum að pólitísku bitbeini. Ríkisstjórn hans hefur reynt að varpa ábyrgðinni á hvernig eigi að létta á aðgerðum yfir á einstök ríki. Hann hefur jafnvel hvatt ríkisstjóra til þess að aflétta takmörkunum í trássi við leiðbeiningar sem alríkisstjórnin sem hann stýrir gaf út. Heltekin af töfralausnum Í leiðara breska læknaritsins Lancet, eins elsta læknarits í heimi, fer ritstjórnin hörðum orðum um viðbrögð Trump við faraldrinum. Hún sakar ríkisstjórn Trump um að grafa undan helstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sem hafi nú aðeins „málamynda“ hlutverk. CDC sleppur þó ekki við gagnrýni Lancet sem segir stofnunina hafa klúðrað dreifingu á nýju prófi fyrir veirunni á fyrstu vikum faraldursins sem tafði verulega skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum á mikilvægum tíma. Enn séu Bandaríkin illa búin undir það að greina sýni og rekja smit. „Ríkisstjórnin er heltekin af töfralausnum: bóluefnum, nýjum lyfjum eða voninni um að veiran eigi bara eftir að hverfa,“ segir í leiðaranum. Það sé hins vegar aðeins grundvallaratriði lýðheilsumála eins og skimanir, smitrakning og einangrun sem eigi eftir að skila árangri gegn faraldrinum. Til þess þurfi skilvirka landsáætlun í lýðheilsumálum. Afar óvanalegt er sagt að læknarit eins og Lancet lýsi svo sterkum skoðunum á stjórnmálum. Washington Post segir að það sé til marks um að vísindasamfélagið hafi vaxandi áhyggjur af því að hættulegum pólitískum klofningi varðandi vísindi í faraldrinum. „Bandaríkjamenn ættu að koma forseta í Hvíta húsið í janúar 2021 sem skilur að lýðheilsa ætti ekki að stjórnast af flokkapólitík,“ segir í leiðaranum.
Heilbrigðismál Vísindi Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00