Biðu í sex mikilvæga daga Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 07:35 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Xie Huanchi Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Á sjöunda degi eða þann 20. janúar, gaf Xi Jinping, forseti Kína, út viðvörun. Í millitíðinni hafði þó stærðarinnar veisla verið haldin í Wuhan, borginni þar sem faraldurinn hófst, sem tugir þúsunda sóttu og milljónir lögðu land undir fót vegna nýársfögnuðar. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, á þessum dögum. Það sem meira er. Í tvær vikur í aðdraganda 14. janúar, skráðu yfirvöld ekki eitt tilfelli Covid-19, þó vitað sé að hundruð manna smituðust. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir og viðtölum við sérfræðinga. Áður höfðu Kínverjar reynt að kveða niður umræðu um veiruna og jafnvel viðvaranir. Læknir sem hafði varað aðra lækna við útbreiðslu veirunnar þann 30. desember, var handtekinn og þvingaður til að játa að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Hann dó svo vegna veirunnar. Alls voru átta læknar ávíttir og var sagt frá því í sjónvarpsfréttum um landið allt. Sérfræðingar segja að grip yfirvalda Kína á flæði upplýsinga, skriffinnska og það að embættismenn vilji ekki færa yfirmönnum sínum slæmar fréttir, hafi komið í veg fyrir fljót viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Þar að auki hafi verið búið að hræða lækna svo að þeir þorðu ekki að vekja athygli á faraldrinum. Það var ekki fyrr en þann 13. janúar, þegar fyrsta tilfellið var staðfest utan landamæra Kína, eða í Taílandi, að leiðtogar landsins áttuðu sig á stöðu mála og gripu til aðgerða. Þann 14. janúar var haldinn fundur háttsettra embættismanna og Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína, sagði að um faraldur væri að ræða. Kína stafaði ógn af honum og útlit væri fyrir að veiran smitaðist manna á milli. Eins og áður segir, var það svo þann 20. janúar sem íbúar voru varaðir við faraldrinum og í millitíðinni reyndu embættismenn að gera lítið úr ástandinu. Sérfræðingar segja að þessir sex dagar hafi verið mjög mikilvægir og hægt hefði verið að sporna verulega gegn útbreiðslu veirunnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Á sjöunda degi eða þann 20. janúar, gaf Xi Jinping, forseti Kína, út viðvörun. Í millitíðinni hafði þó stærðarinnar veisla verið haldin í Wuhan, borginni þar sem faraldurinn hófst, sem tugir þúsunda sóttu og milljónir lögðu land undir fót vegna nýársfögnuðar. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, á þessum dögum. Það sem meira er. Í tvær vikur í aðdraganda 14. janúar, skráðu yfirvöld ekki eitt tilfelli Covid-19, þó vitað sé að hundruð manna smituðust. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir og viðtölum við sérfræðinga. Áður höfðu Kínverjar reynt að kveða niður umræðu um veiruna og jafnvel viðvaranir. Læknir sem hafði varað aðra lækna við útbreiðslu veirunnar þann 30. desember, var handtekinn og þvingaður til að játa að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Hann dó svo vegna veirunnar. Alls voru átta læknar ávíttir og var sagt frá því í sjónvarpsfréttum um landið allt. Sérfræðingar segja að grip yfirvalda Kína á flæði upplýsinga, skriffinnska og það að embættismenn vilji ekki færa yfirmönnum sínum slæmar fréttir, hafi komið í veg fyrir fljót viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Þar að auki hafi verið búið að hræða lækna svo að þeir þorðu ekki að vekja athygli á faraldrinum. Það var ekki fyrr en þann 13. janúar, þegar fyrsta tilfellið var staðfest utan landamæra Kína, eða í Taílandi, að leiðtogar landsins áttuðu sig á stöðu mála og gripu til aðgerða. Þann 14. janúar var haldinn fundur háttsettra embættismanna og Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína, sagði að um faraldur væri að ræða. Kína stafaði ógn af honum og útlit væri fyrir að veiran smitaðist manna á milli. Eins og áður segir, var það svo þann 20. janúar sem íbúar voru varaðir við faraldrinum og í millitíðinni reyndu embættismenn að gera lítið úr ástandinu. Sérfræðingar segja að þessir sex dagar hafi verið mjög mikilvægir og hægt hefði verið að sporna verulega gegn útbreiðslu veirunnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira