Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 15:58 Ítrekað kom til átaka á mili mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í fyrra. EPA/JEON HEON-KYUN Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. Hins vegar sé tilefni til að skoða viðmið varðandi notkun skotvopna og táragass. Höfundar skýrslu um aðgerðir lögreglunnar gagnrýna þó mótmælendur fyrir að kvarta yfir ofbeldi lögregluþjóna og hunsa eigin glæpi. Stjórnmálaleiðtogar Hong Kong eins og Carrie Lam, hafa fagnað niðurstöðum eftirlitsaðilanna í nefnd sem kallast independent Police Complaints Council eða IPCC, en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök segja hana vera hvítþvott, samkvæmt frétt BBC. Mótmælin hófust síðasta sumar þegar til stóð að setja lög sem leyfðu yfirvöldum að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína. Þegar hætt var við það fóru mótmælin að snúa að allsherjar umbótum í Hong Kong. Alvarleiki mótmælanna jókst sífellt og kom ítrekað til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Carrie Lam segist fullviss um að þessi skýrsla muni ekki lægja öldurnar í Hong Kong. Yfirvöld eyjunnar muni þó gera sitt besta til að fylgja eftir þeim ráðlagningum sem er lagðar þar fram. Hún neitaði þó, eins og hún hefur gert áður, að stofna sérstaka rannsóknarnefnd og sagði að mótmælunum hafi verið ætlað að þvinga yfirvöld með ofbeldi, samkvæmt frétt South China Morning Post. Skýrslan virðist endurspegla það viðhorf að einhverju leyti. Auk mótmælenda kvörtuðu blaðamenn ítrekað yfir því að lögregluþjónar hafi brotið á þeim og beitt þá ofbeldi. Skýrslan fjallar einnig um hvernig viðhorf almennings gagnvart lögreglunni hefur breyst. Þar segir að þá viðhorfsbreytingu megi rekja til umfangsmikillar hatursumræðu gagnvart lögreglunni og kallað er eftir leiðum til að sporna gegn því og byggja upp traust á nýjan leik. Stór hluti skýrslunnar fjallar um atvik á lestarstöð í borginni þann 21. júlí. Þá réðust hvítklæddir menn vopnaðir prikum á mótmælendur og vegfarendur svo minnst 47 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan var sökuð um að hafa átt í samráði við hópinn, sökum þess hve lengi þeir voru á vettvang. Kína Hong Kong Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. Hins vegar sé tilefni til að skoða viðmið varðandi notkun skotvopna og táragass. Höfundar skýrslu um aðgerðir lögreglunnar gagnrýna þó mótmælendur fyrir að kvarta yfir ofbeldi lögregluþjóna og hunsa eigin glæpi. Stjórnmálaleiðtogar Hong Kong eins og Carrie Lam, hafa fagnað niðurstöðum eftirlitsaðilanna í nefnd sem kallast independent Police Complaints Council eða IPCC, en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök segja hana vera hvítþvott, samkvæmt frétt BBC. Mótmælin hófust síðasta sumar þegar til stóð að setja lög sem leyfðu yfirvöldum að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína. Þegar hætt var við það fóru mótmælin að snúa að allsherjar umbótum í Hong Kong. Alvarleiki mótmælanna jókst sífellt og kom ítrekað til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Carrie Lam segist fullviss um að þessi skýrsla muni ekki lægja öldurnar í Hong Kong. Yfirvöld eyjunnar muni þó gera sitt besta til að fylgja eftir þeim ráðlagningum sem er lagðar þar fram. Hún neitaði þó, eins og hún hefur gert áður, að stofna sérstaka rannsóknarnefnd og sagði að mótmælunum hafi verið ætlað að þvinga yfirvöld með ofbeldi, samkvæmt frétt South China Morning Post. Skýrslan virðist endurspegla það viðhorf að einhverju leyti. Auk mótmælenda kvörtuðu blaðamenn ítrekað yfir því að lögregluþjónar hafi brotið á þeim og beitt þá ofbeldi. Skýrslan fjallar einnig um hvernig viðhorf almennings gagnvart lögreglunni hefur breyst. Þar segir að þá viðhorfsbreytingu megi rekja til umfangsmikillar hatursumræðu gagnvart lögreglunni og kallað er eftir leiðum til að sporna gegn því og byggja upp traust á nýjan leik. Stór hluti skýrslunnar fjallar um atvik á lestarstöð í borginni þann 21. júlí. Þá réðust hvítklæddir menn vopnaðir prikum á mótmælendur og vegfarendur svo minnst 47 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan var sökuð um að hafa átt í samráði við hópinn, sökum þess hve lengi þeir voru á vettvang.
Kína Hong Kong Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira