Ég verð að muna… Stella Samúelsdóttir skrifar 15. maí 2020 07:31 …að undirbúa kvöldmat, kaupa í matinn, elda, setja í þvottavél, hengja upp, brjóta saman þvottinn, panta sumarfrístundina, sækja í fiðlutíma, græja sparinestið, hringja í ömmu, hreinsa kattakassann, melda barnið í afmælið á Facebook viðburðinum, fara með pollagallann og auka vettlinga í leikskólann. Og ég verð að muna að það er ósanngjarnt að ein manneskja sitji uppi með öll þessi verkefni. Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Covid-19 heimsfaraldurinn er ekki aðeins ógn við heilsu heimsbyggðarinnar, heldur hefur hann hrint af stað allsherjar atvinnu- og efnahagskreppu í heiminum. Ef tekið er mið af þeirri staðreynd að 740 milljónir kvenna um allan heim starfa utan formlegra hagkerfa er augljóst hvaða hópi stafar mest ógn af þessari stærstu efnahagskreppu okkar tíma. „Konur þéna minna, geta síður lagt fyrir vegna lægri tekna, búa við minna starfsöryggi og eru mun líklegri til að starfa utan formlegra hagkerfa án allra réttinda,“ sagði Phumzile Mlambo Ngcuka, framvæmdastýra UN Women á fundi í vikunni með sérfræðingum G7 ríkjanna. Um leið þrýsti hún á þau að taka bága stöðu kvenna á vinnumarkaði til greina og tryggja að aðgerðir í kjölfar Covid-19 taki mið af langvarandi kynjamismunun og skilji engan eftir. Á heimsvísu eru konur 56% þeirra sem starfa í þjónustustörfum, en innan G7 ríkjanna (Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Kanada) eru hlutfallið 88%. Næstum 60% allra kvenna í heiminum sinna „óformlegum“ störfum án viðeigandi samninga, réttinda og starfsöryggis og eiga í mun meiri hættu á að festast í fátæktargildru. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sinna þjónustustörfum í fjarvinnu. Árið 2020 átti að verða stórt og umbyltandi jafnréttisár í heiminum. Þetta er árið sem við ætluðum að fagna 25 ára afmæli Peking sáttmálans en um leið endurskuldbinda okkur til að ná markmiðum hans, því þeim hefur ekki enn verið náð. Víða um heim eru enn lög við lýði sem mismuna á grundvelli kyns og enn búa konur og stúlkur við kerfislægar hindranir og mismunun. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós, í eitt skipti fyrir öll, að formlegum hagkerfum heimsins er haldið uppi af ósýnilegri og ólaunaðri vinnu kvenna og stúlkna. Staðreyndin er nefnilega sú að konur eyða að meðaltali tíu árum af ævi sinni í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf á meðan karlmenn eyða fjórum árum í sömu störf. Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins sem geisar nú um allan heim, þurfum við setja alla orku í að varðveita þau réttindi kvenna sem þegar hafa áunnist, því hættan á afturför í jafnréttismálum er gríðarleg. Um leið getum við litið á þessa títtnefndu „fordæmalausu“ tíma sem tækifæri til að skapa fordæmi innan heimilisins og deila ábyrgðinni jafnt. Heimilið á fyrst og fremst að vera griðastaður okkar allra óháð kyni en ekki slítandi starfsvettvangur kvenna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Stella Samúelsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
…að undirbúa kvöldmat, kaupa í matinn, elda, setja í þvottavél, hengja upp, brjóta saman þvottinn, panta sumarfrístundina, sækja í fiðlutíma, græja sparinestið, hringja í ömmu, hreinsa kattakassann, melda barnið í afmælið á Facebook viðburðinum, fara með pollagallann og auka vettlinga í leikskólann. Og ég verð að muna að það er ósanngjarnt að ein manneskja sitji uppi með öll þessi verkefni. Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Covid-19 heimsfaraldurinn er ekki aðeins ógn við heilsu heimsbyggðarinnar, heldur hefur hann hrint af stað allsherjar atvinnu- og efnahagskreppu í heiminum. Ef tekið er mið af þeirri staðreynd að 740 milljónir kvenna um allan heim starfa utan formlegra hagkerfa er augljóst hvaða hópi stafar mest ógn af þessari stærstu efnahagskreppu okkar tíma. „Konur þéna minna, geta síður lagt fyrir vegna lægri tekna, búa við minna starfsöryggi og eru mun líklegri til að starfa utan formlegra hagkerfa án allra réttinda,“ sagði Phumzile Mlambo Ngcuka, framvæmdastýra UN Women á fundi í vikunni með sérfræðingum G7 ríkjanna. Um leið þrýsti hún á þau að taka bága stöðu kvenna á vinnumarkaði til greina og tryggja að aðgerðir í kjölfar Covid-19 taki mið af langvarandi kynjamismunun og skilji engan eftir. Á heimsvísu eru konur 56% þeirra sem starfa í þjónustustörfum, en innan G7 ríkjanna (Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Kanada) eru hlutfallið 88%. Næstum 60% allra kvenna í heiminum sinna „óformlegum“ störfum án viðeigandi samninga, réttinda og starfsöryggis og eiga í mun meiri hættu á að festast í fátæktargildru. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sinna þjónustustörfum í fjarvinnu. Árið 2020 átti að verða stórt og umbyltandi jafnréttisár í heiminum. Þetta er árið sem við ætluðum að fagna 25 ára afmæli Peking sáttmálans en um leið endurskuldbinda okkur til að ná markmiðum hans, því þeim hefur ekki enn verið náð. Víða um heim eru enn lög við lýði sem mismuna á grundvelli kyns og enn búa konur og stúlkur við kerfislægar hindranir og mismunun. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós, í eitt skipti fyrir öll, að formlegum hagkerfum heimsins er haldið uppi af ósýnilegri og ólaunaðri vinnu kvenna og stúlkna. Staðreyndin er nefnilega sú að konur eyða að meðaltali tíu árum af ævi sinni í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf á meðan karlmenn eyða fjórum árum í sömu störf. Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins sem geisar nú um allan heim, þurfum við setja alla orku í að varðveita þau réttindi kvenna sem þegar hafa áunnist, því hættan á afturför í jafnréttismálum er gríðarleg. Um leið getum við litið á þessa títtnefndu „fordæmalausu“ tíma sem tækifæri til að skapa fordæmi innan heimilisins og deila ábyrgðinni jafnt. Heimilið á fyrst og fremst að vera griðastaður okkar allra óháð kyni en ekki slítandi starfsvettvangur kvenna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun